Andvari - 01.01.1887, Síða 186
180
pað séu aðrir en þessir tveir menn á allri strandlengj-
unniifrá Geirólfsgnúp að Horni, sem eptir föngum reyna
til að fylgja pví svolítið, sem gerist annarsstaðar á land-
inu. Jón Guðmundsson leiðbeindi mér ágætlega hér um
fjöllin, og gaf mér margar góðar upplýsingar um ýmis-
legt, er snerti Hornstrandir, enda er hann manna kunn-
ugastur, pví hann hefir búið 13 ár í Bjarnarnesi.
Frá Bjarnarnesi riðuin við yfir Hrollaugsvíkurdal, og
upp á Axarfjall; var par vondur vegur og mikill snjór
nýr. Komum við síðan niður í Látravík; pað er kvos
niður í bjargröndina með nokkru grasi, mýra- og dýja-
flesjum í botninum. Hér er hátt niður að sjó, og verð-
ur bóndinn að hafa stiga til pess að komast niður að
bát sínum, og hefir hann misst hvern bátinn eptir ann-
an í brimum. Bóndinn, sem býr í Látravík, er úr Húna-
vatnssýslu, og hefir látið mæla sér nýbýli hér í bjarg-
kvosinni, og mætti pó ætla, að hann einhversstaðar á
landinu hefði getað fengið sér skárri blett til búnaðar.
Nokkru fyrir ofan Látravík á bjargbrúninni eru rústir
af öðru nýbýli, sem nýlega er aptur komið 1 eyði,
"Við riðum fyrir ofan bæinn í Látravík, og svo út með
bjargröndinni. Hornbjarg er stórkostlegasta fuglabjarg á
iandinu, 1600 fetpverhnýpt upp úr sjó. Yeður var illt,
hvassviðri og kafaid, og 1° frost á fjöllunum. Yið kom-
umst seint um kvöldið yfir Almenningaskarð að Horni.
fað var ein hin hrikalegasta og ljótasta útsjón, sem eg
hefi séð, pegar eg leit í kringum mig af bjarginu í pessu
veðri. Yið vorum að fikra okkur fram með bjargsbrún-
inni, vaðandi snjóinn í hné; teymdum suma hestana, en
rákum suma; pað var illt að verða að berja pá á móti
veðrinu, og hins vegar að forðast að peir færu fram af;
á hægri hönd var liyldýpið, 1000 feta háir hamravegg-
ir niður að sjó; á vinstri hönd pykkasta kafaldsdimma;
pó gryllti einstaka sinnum í hamrabrúnir og nybbur.
Yerði manni litið fram af berginu, sjást djúpt niðri
brimlöðrandi liamrastandar upp úr sjónum, en einstaka