Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 188
182
um getið í annálum, að þeir haíi gert mein; 1321 »kom
hvítabiörn mikill af ísum norðr á Ströndum ok drap 8
menn í Heljarvík, ok reif alla í sundr en át suma.
Hann var drepinn Vitalis messu*1. 1648 gengu 14
birnir á land á Ströndum, og margir annarsstaðar'2 o. s.
frv. það sést eins við Hafnarbás, sem annarsstaðar á
Vestfjörðum, að landið hefir hækkað að mun ; þar gengur
marbakki gamall eins og hjalli kringum alla víkina;
stendur Horn-bær framan á lijallabrúninni; eins sést
hjalli þessi glöggt í Rekavík, beint á móti, og fyrir inn-
an básinn. Olavíus segir, að við Höfn sé rekaviður
mosavaxinn 500 faðma frá sjó ; þar var áður grafreitur
í túninu, og sá Olavíus þar 9 eða 10 leiði, sem sneru,
eins og vant er, frá austri til vesturs, en eitt frá norðri
til suðurs; þar hafði þá nýlega verið graiinn gamall,
sérvitur bóndi, og hafði hann látið grafa með sér bæna-
bók og Úlfarsrímur3. Úr Hafnarbásnum er hár og örð-
ugur fjallvegur suður í Jökulfirði, og heitir þar Hafnar-
fjall. í fjarskalegu roki og sjávargangi haustið 1879 kom
svo mikill sandur að allri austurströnd Hafnarbássins, að
ganga mátti frá Hornkletti og út í Hafnarnes; hvergi
sáststeinn upp úr, og var þar þó áður stórgrýti og urð;
allur viður þurkaðist burt af ytri ströndinni og inn á
Hafnarsandinn, en grjót og smáviður barst upp á neðsta
jaðar túnsins á Horni, fast upp að brekkunni fyrir neð-
an bæinn. Sjór gekk þá upp að bæ i Bjarnarnesi, upp
fyrir klettana. Haustið eptir tók allan sandinn burtu,
sem borizt hafði upp á ströndina.
Hið eiginlega Hornbjarg nær frá Hornkletti í grasfles,
sem heitir Sleppir, norðvestan við Látravík. Bjargið er
þverhnýpt upp úr sjó, samsett af eintómum blágrýtis-
lögum og stöllum, en rauðar móbergsrandir eru hér og
1) Flateyjarannáll. bls. 5 4.
2) Esp. Árb. VI., bls. 125.
3) 0. Olavius: Oeconomisk fteise, bls. 45.