Andvari - 01.01.1887, Síða 190
184
pví þaðan sækja menn meira að Hælavíkurbjargi. Byrj-
að er að síga í 8. og 9. viku sumars, en hætt í 15.
viku. Sjaldan er sigið meira en 70—80 faðma af brún,
en ef neðar er farið, þá er sigið eða gengið af sillun-
um. Nú eru alstaðar hafðar kaðalfestar, en áður höfðu
menn ólarfestar, fer- og fimmfaldar, úr nautshúð; neðst 1
festinni er festarauga; pað er riðið sæti fyrir stigamann-
inn; er fótunum stungið gegnum riðin göt eða smokka,
og axlabönd ganga upp um herðarnar í kross framan og
aptan. Fuglastangirnar eru 6—7 álnalangar; er skíðis-
ræma í stangarendanum, og tágar- eða hrosshárssnara.
|>egar egg eru tekin, er sigamaður í pilsi, sem heitir
2>kvippa«; pað er gyrt uppi undir höndum, faldurinn síðan
hrotinn upp og bundinn um mittið, en op verður að
framan; par eru eggin látin inn; í eina kvippu komast
allt að pví 200 egg. Steinhrun er opt fjarska mikið í
bjarginu, og furða, að ekki verður optar slys að, en fjöldi
fugla fær bana af grjótkastinu úr liömrunuin, og fæst stund-
um nærri eins mikið af dauðum fugli neðan við bjargið,
par sem malarræmur eru eða urð, eins og menn geta
náð frá vaðnum á hyllunum. Stundum er gengið að
neðan í bjargið. Sumstaðar er mjög langt loptsig; í
Dyraskörðum, milli Jörundar- og Kálfatinda, er opt sig-
ið 50 faðma loptsig, og líkt í Hrómundarkvöpp undir
Miðdal. í Látrabjargi er sigið um nætur, sem fyr var
sagt, en Hornbjarg snýr undan sólu ; par er pví sigið
frá morgni til náttmála. Mest er hér í Hornbjargi af
svartfugli, langvíu, nefskeru og hringvíu; auk pess er
mikið af álku, ritu og lunda, og nokkuð af fýlungum,
svartbak og mávum. í Smiðjuvíkurbjargi og Drífanda-
bjargi er mest af fýlunga. J>að hefir stundum borið við,
að svartfugl liefir drepizt hrönnum saman, án pess menn
með neinni vissu liafi vitað orsök til pess. Árið 1337
segir Espólín, að dáið hafi svo mikill fugl, að fuglabjörg
á Yestfjörðum gjöreyddust, og 1797 rak mikið af dauð-