Andvari - 01.01.1887, Síða 193
187
stytti upp seinni hluta dagsins, er við fórum í Ófeigs-
fjörð.
Nóttina fyrir hinn 2. september var rokhvasst, en pó
purt að mestu, en um morguninn fór að rigna. J>ann
dag fór eg úr Ófeigsfirði í Reykjaríjörð beina leið yíir
Ófeigsfjarðarfjall, og hrepptum við versta veður á fjall-
inu, enda gekk rokog stórrigning pann dag yfir allt land;
skriður féllu víða á Suðurlandi og gerðu stórskaða; læk-
ir og ár féllu úr farvegum sínum og ílæddu yfir engjar
og tún. Frá Ófeigsfirði riðum við upp Húsárdal; pað
er langur dalur og fell og klappir á báða vegu. Innar-
lega í dalnum riðum við upp á fjallið að austanverðu,
og kernur maður pá brátt fyrir botninn á Ingólfsfirði;
par nálægt brúnunum er töluvert vatn, sem heitir Mjóa-
vatn. Allt af hækkar íjallið, og verða fleiri og fleiri
skaflar, og hvassviðrið óx, svo illt var að komast áfram.
J>egar kom upp undir brúnina á allra hærsta fjalls-
hryggnum, áður maður kemur ofan í lteykjarfjarðardal-
inn, var orðið slíkt bálviðri, að varla var hægt að koma
hestunum áfram, pótt allri liarðneskju væri beitt; skarann
reif svo á móti okkur, að pað var verra en hin mesta
haglliríð ; petta var eitt hið hvassasta veður, sem eg
hefi verið úti í, og pað var mikil lausn, pegar við slupp-
um niður fyrir brúnina að sunnanverðu. Ófeigsfjarðar-
fjall er 1578 fet á hæð. Síðan riðum við niður dalbæt-
urnar, og var par allt mjög vetrarlegt. J>að var mjög
einkennilegt að sjá forsana á fjallsbrúnunum; peir stóðu
eins og hverareykir í liáa lopt af storminum, en bergið
var purrt fyrir neðan. Upp af Reykjarlirði er nokkuð
undirlendi grasgefið, og allgóðar slægjur; par eru líparít-
klettar hér og hvar.—Um kvöldið komumst við í kaup-
staðinn, og hvíldum okkur par liálfan annan dag.