Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 194
188
Sökum pess, að svo lítið hefir verið skrifað um Horn-
strandir á íslenzka tungu, þá ætla eg hér að bæta við
dálitlum almennum athugasemdum um Hornstrandir og
lifnaðarháttu íbúanna, eins og peir eru nú; það gæti ef
til vill einhver haft gaman af að bera pað saman við
aðra hluta landsins.
Eins og sjá má af ferðasögunni hér að framan. kalla
eg Hornstrandir strandlengjuna frá Trékyllisvík norður á
Horn, og af henni má líka sjá, hvernig landslagið er ;
fjöllin eru alstaðar þverhnýpt fram í sjó; skiptast þar á
fjöll og firðir, höfðar og núpar; undirlendið er svo að
segja ekkert, dálitlir dalbotnar upp af fjörðunum, og
sumstaðar standa bæirnir 1 skeifumynduðum hvilft-
um eða skvompum, sem eru holaðar niður í bjargbrún-
irnar. Vegir eru ákaflega vondir, og langt á milli
bæja. Víðast er mjög gróðurlítið, einkum sunnan til á
Hornströndum ; aptur eru dalbotnarnir miklu grasgefn-
ari fyrir norðan Geirólfsgnúp. |>að er opt komið fram
á rnitt sumar, pegar snjó leysir af túnum; en undir eins
og snjó tekur af, þýtur grasið skrúðgrænt undan skafla-
röndunum. Undir eins og kemur upp á fjallabrúnirnar,
verða fyrir manni alveg gróðurlaus öræíi, klappir og urðar-
hjallar, og hvergi sést stingandi strá. Heiðarnar upp af döl-
unumuppaðjöklierumestan hluta ársins snævi þaktar,skafl
við skafl, melar og aur, og hór og hvar vötn og krapapollar.
Sumstaðar ná skriðjökulstangarnir, eins og fyr heíir verið
sagt, nærri niður að sjó. Loptslag er alstaðar á Strönd-
um mjög votviðrasamt, sífeldir þokuúðar og óþerrar, og
þó gekk þetta sumar fram úr öllu, sem menn mundu.
Heyin skemmast stórkostlega af þessum óþurkum, fúna
og brenna til ösku. Jjegar eg fór suður eptir Ströndum
í byrjun septembermánaðar, var þar ekki búið að hirða
eina tuggu af heyi á neinum bæ, og í sumum víkunum
norður frá var sólargangurinn nærri búinn, það er að
segja: fjöllin eru svo há og aðkröpp, að sólina sér eigi,.
þegar hún er komin svo lágt á lopt. J>ó að engjar og;