Andvari - 01.01.1887, Síða 195
189
graslendi séu einkar fögur, t. d. í Furufirði, Barðsvík og
Bolungarvík, þá geta menn lítið sem ekkert notað sér
pessi gæði vegna fúlviðranna, sem þar ganga árið um
kring. Loptslagið var í sumar einstaklega kalt og brá-
slagalegt; hitamælirinn sté sjaldan yfir 4° Celsius um
hádegi ; vanalega var hitinn um miðjan dag 2—3", og
kvöld og morgun 0—1". Optast lá kolsvört þoka yfir
landinu, en samt var húðarigning í byggð og krapa-
slettingur, þegar dálítið dró upp í fjöllin. |>egar hafís
kemur hér að landi, rekur hann vanalega fyrst að Horn-
ströndum, og svo suður með ströndinni inn á Hrúta-
fjörð; við Strandir liggur ísinn líka einna lengst; þegar
nokkur hafís til muna kemur að landinu, þá liggur hann
við Hornstrandir fram á mitt sumar; til þess að bræða
ísinn gengur svo mikið af sólarhitanum, að ekkert verð-
ur eptir handa jurtagróðrinum, og þegar ísinn loksius
fer, er sumarið nærri búið. Sökum veðurlagsins og ann-
ara ókosta eru atvinnuvegir manna injög stopulir, og af
því leiðir aptur fátækt og framtaksleysi. Búskapurinn
allur er á völtum fótum, og jarðirnar liggja til skiptis
í eyði; ef einhver bóndinn hættir að búa eða flytur sig
burtu, fæst ekki ábúandi aptur svo áratugum skiptir; þó
lieíir þetta fyrrum verið tíðara en nú. Á Hornströnd-
um eru nú fleiri jarðir byggðar í einu, en nokkurn tíma
hefir áður verið á tveim hinum siðustu öldum, eptir því
sem sjá má af jarðabókum og öðrum skjölum. Um
Móðu-harðindin, á öldinni sem leið, er sagt, að að eins
4 bæir hafi verið byggðir á Hornströndum. J>að er og í
munnmælum, að þá liafi þar að eins verið ein ær, svart-
kollótt. í landnámstíð settust margir stórhöfðingjar og
ríkir menn að á Hornströndum, t. d. Skjalda-Björn,
|>orvaldur faðir Eiríks rauða, önundur tréfótur o. fl.
Geirmundur heljarskinn hafði og, sem kunnugt er, mörg
af búum sínum á Hornströndum. í þá daga hefir það
eigi verið svo óálitlegt, að setjast að á þessum útkjálka,
því hlunnindin liafa verið stórkostleg, bæði af trjáreka,