Andvari - 01.01.1887, Qupperneq 198
192
ur en áður. Af kvæði Eggerts sést, að mjölgrautur hef-
ir þá verið álitinn sjaldgæft sælgæti. Hafnir eru óvíða
góðar, nema á Hafnarbás; lausakaupmenn hafa pó stund-
um komið á Norðurfjörð.
Samgöngurnar geta varla verið verri en pær eru á
Hornströndum, og eru mestu undur, að nokkur maður
skuli geta unað við slíkt; en svo má illu venjast, að gott
pyki. þar kemur aldrei póstur, og frá pví í Ófeigsfirði
og norður á Horn er hvergi fréttablað á neinum bæ,
nema í Bjarnarnesi undir Hornbjargi. Á sumrum eru
fiestar ferðir farnar sjóveg; fjallvegirnir eru varla færir
nema gangandi mönnum oglausum hestum; á vetrum verð-
ur hver að kúra í sínu lireysi, án pess að vita nokkuð um
pað, sem annarsstaðar gerist. Skíði eru lítið notuð, enda
er pað örðugt vegna landslagsins; en víða liafa menn
»þrúgur«, pegar peir ganga i ófærð á vetrum. J>rúg-
urnar eru svo gerðar, að ólum eða snærum er riðið inn-
an í allstóran sviga, og er pvengi brugðið upp um tána
og hælinn; illt mun vera að ganga á þessu fyrir óvana,
pví menn verða að ganga gleiðir og sletta til fótunum,
svo hver prúgan komi ekki í bága við aðra. Hauðu
mennirnir norðan til í Ameríku brúka þrúgur á vetrum,
alveg eins og Hornstrendingar. Yerzlunarferðir eru lang-
ar og örðugar fyrir Hornstrendinga, sem von er; sunn-
an til á Ströndum verða þeir að fara langa sjóleið, ann-
aðhvort á Reykjarfjörð eða Skagaströnd ; en norðan til
hafa þeir orðið að leita til ísafjarðar; urðu peir pá að
fara landveg í Jökulfirði, annaðhvort yfir Skorarheiði
eða Hafnarfjall, og svo sjóveg þaðan yíir Djúpið. Eyr-
ir hér um hil 25—30 árum fór Stígur á Horni að fara
sjóveg alla leið, og ýmsir fleiri úr nágrenninu; pó þetta
væri hægra til flutninga, pá er pað mesta hættuför, að
fara á opnum bátum kringum kjálkann, er vestur geng-
ur, úti á reiginhafi; purfti til pess stóra báta, marga
menn og duglega, og eigi liægt að fara nema í beztu
sumartíð, og gátu menn pó orðið veðurtepptir vikum