Andvari - 01.01.1887, Page 201
195
ungsbréíi 21. maí 1706 til Ulrich Clir. Gyldenlöve. Jón
biskup Yídalín liefir sótt um að gera mætti kirkjugarða
á hentugum stöðum á Hornströndum. af því prestarnir
í Grunnavík og Aðalvík liafa kvartað undan því, að ó-
mögulegt væri á vetrum, að flytja lík til kirkju. Biður
konungur Gyldenlöve að segja álit sitt um þetta'. Hvaða
árangur þetta hefir haft, er mér ókunnugt; en líklega
hefir grafreiturinn í Höfn þá verið gerður.
Mannfundir eru fágætir á Hornströndum; þó eru brúð-
kaupsveizlur allfjölmennar. Er þá veitt sem bezt eru
föng til, og stendur veizlan stundum í 2—3 daga. Eins
og alkunnugt er, þá er hér á landi alstaðar siður, að
veizlan byrjar undir eius og brúðhjónin eru komin úr
kirkjunni, sama daginn; en af því svo hagar til
urn kirkjuvegina hér á Ströndum, sem fyr er sagt, þá
leiðir af því, að brúðhjónin eru stundum búin að vera
gipt nokkra daga — á ferðinni yfir fjöll og klungur —
áður en þau eru komin heim til sín, eða þangað, sem
veizlan er haldin. Brúðkaupið stendur þá stundum yfir
í viku, með öllu ferðalagi brúðhjóua og boðsmanna. Ná-
kunnugur bóndi á Hornströndum lýsti fyrir mér veizlu
á þessa leið : um morguninn fyrsta veizludaginn fá
boðsmenn kaffi, lummur og brennivín ; nokkru seinna er
morgunverður borinn á borð, »smurt« brauð og brenni-
vín; þá er sunginn borðsálmur. Önnur máltíð um miðj-
an dag er steik, kaffi og Iummur; þriðja máltíð, undir
kvöld, rúsínugrautur eða vínsúpa, og síðan er sezt að
drykkju og sungið og kveðið sér til skemmtunar. Yeizl-
an sjálf stendur optast hjá efnaðri bændum tvo daga, og
fer fram seinni dagiun sem hinn fyrri. Borðgestirnir
borga fyrir sig, þegar þeir fara, 2—10 krónur, eptir efn-
um og ástæðum.
1) Magnús Ketilsson: Eororduiuger og aabne Breve. III.,
bls. 424.-425.
13’