Andvari - 01.01.1887, Síða 202
196
J>ví hefir verið lýst hér að framan, hvernig bæir eru
byggðir á Ströndum: úr rekadrumbum og mold á víxl;
er furða, að menn skuli ekki hafa fundið upp að gera
sér betri hýbýli, pegar efnið var svo gott rétt við hend-
ina; en samgönguleysið hefir hindrað allar framfarir.
Mjög óvíða á Ströndum eru stéttir við bæina, og af því
leiðir í hinum sífelldu votviðrum, að þar verður óþrifa-
legt kringum bæjarhúsin, og rof og torf vex upp með
veggjunum. Yíðast hvar er portbygging, eins og ann-
arsstaðar á landinu. Flestir hlutir innan húss eru með
gamla laginu; en mjög víða á landinu htifir húsbúnaður
allur, áhöld o. fl. tekið miklum breytingum á seinustu
tíu árum; en liér er svo afskekt, að hreytingarnar koma
ekki fyrri en löngu seinna. Steinolíu eru menn þó al-
staðar farnir að nota nokkuð til ijósmatar, en gömlu
lýsislamparnir eru þó víðast hvar notaðir líka. Matar-
hæfi er líkt því, sem annarsstaðar, nema hvað mjölmat-
ur er ótíðari, af því svo örðugt er að ná til kaupstaða.
Norðan til á Ströndum lifa menn mestmegnis á bjarg-
fugli og eggjum. Fiskmeti er þar mikið etið, þó eink-
um hákarl og skata. Bræðing hafa menn víða til við-
metis; er mörinn hnoðaður á haustin, bræddur, og svo
látið saman við ‘/8—XU af sellýsi eða skötulýsi. Sum-
staðar hafa menn hvannir til matar; leggirnir eru skorn-
ir og soðnir 2—3 stundir, og síðan látnir 1 súr. Fjalla-
grös eru notuð söxuð með mjöli í graut og mjólk. Kjöt
er mest hengt upp í eldhús, en lítið er saltað. Yana-
legt vinnumanns-kaup er 40 krónur (mest 50 kr) og
tvær spjarir, stundum ívilnun með kindafóður ; kvenn-
mannskaup 8—10 krónur, og 7—8 álnir vaðmáls. Kvenn-
fólk brúkar víða sköturoð í skó; hákarlsskrápur er líka
notaður. Gamli karlmannabúningurinn, stuttbuxurnar,
úlpan (stutthempan) og skotthúfan liefir víst haldizt leng-
uráStröndum en annarstaðar; fyrir fáum árum dó karl
í Skjaldabjarnarvík, sem allt af var í stuttbuxum.
fað er opt til þess tekið, að málið sé einkennilegt á