Andvari - 01.01.1887, Side 203
197
Hornströndum, og að þar heyrist bæði orðskrípi og hjá-
kátlegir talshættir. Eg varð pcss ekki var, að málið
væri í neinu verulegu frábrugðið vanalegri íslenzku; eg
heyrði þar að eins fáein orð, sem eg ekki hafði heyrt
áður ; eg hefi heyrt miklu fleiri einkennileg orð í ýms-
um öðrum afskektum héruðum. — Bókleg menntun er
ekki mikil á Hornströndum, enda verður varla við því
húizt, þar sem hvorki eru samgöngur inanna á inilli né
póstferðir ; þó kann allt yngra fólk að lesa, og flest að
skrifa ; en til er gamalt fólk ólesandi, þó ekki sé það
margt. Af bókum er varla nokkuð til, nema guðsorða-
hækur, og rimur sumstaðar. Menn vita sáralítið um það,
sem gerist í heiminum, og ekki varð eg var við póli-
tiskt líf, eða liugsanir í þá átt. í skammdeginu skemmta
menn sér með því, 'að kveða rímur; rímurnar eru þar
enn þá í svo miklum metum, að börnin eru látin heita
rímnanöfnum, t. d. Bæringur, Keimar, Falur og Angan-
týr. Suinstaðar eru og lesnar sögur. Skemmtanir eða
samkomur geta menn ekki haft, þar sem jafn-strjálbyggt
er. Glímur voru fyrrum töluvert tíðkaðar á Gjögri, eink-
um meðan Torfi alþingismaður var þar formaður. Af
lýsingu Eggert Ólafssonar má sjá, að töluverðar fram-
farir hafa orðið á Hornströndum,síðan hann fór þar um;
fólk er orðið miklu menntaðra og mannalegra, þó enn
sé mörgu ábótavant. Begar Eggert fór um Strandir, var
þar allt fullt af hjátrú og hindurvitnum, og sést það
víða á ferðabók hans ; nú er slíkt að mestu leyti um
garð gengið. pegar brennuöld var á Islandi, á 17. öld,
þá voru Vestíirðingar álitnir mestir galdramenn, enda
voru þar flestir brenndir; það eimir eptir af því í sum-
um héruðum, að menn halda, að enn séu til fjölkyngis-
menn á afskektum stöðum á Vestfjörðum, t. d.í Arnar-
firði og á Hornströndum ; þó eru þeir víst eflaust fáir,
ef þeir annars eru nokkrir, sem trúa slíku, og hafa und-
ir hendi gamla galdrastafi og aðra markleysu. Eins og
alkunnugt er, var til alls konar hjátrú og galdratrú í