Andvari - 01.01.1887, Side 205
199
grafinn í Goðdölum. Litlu síðar varð Sigríður dóttir
forkels veik af undarlegum sjúkdómi, og steinn kastað-
ist í andlit á síra Arngrími Jónssyni, er fiann reið nið-
ur traðirnar á Hóluni, svo hann meiddist; þetta var allt
kennt Gvendi Loka. Síðan fóru Hólamenn upp að Goðdöl-
um; grófu Guðmund upp, stungu af honum höfuðið; létu
Sigríði ganga milli bols og höfuðs, og brenndu svo búkinn.
Batnaði Sigríði síðan, »pó veikleg væri, varð ei gömul«.
Björn á Skarðsá segir frá pessu,og baJir við : »|>essar til-
tektir lögðu sumir óvinir Hólastaðarmanna peim til lýta,
líkasvo Herra Guðbrandi, samt J>orkeli sjálfum, sem
gamall veraldarinnar háttur er«1. Frásagnir um penna
atburð hafa efiaust borizt til Danmerkur, pví 25. febr-
úar 1609 gefur konungur út tilskipun til íslendiniga;
segist konungur hafa frétt, að íslendingar sumir leggi
pað í vana sinn, að grafa upp dauða menn, skera af
peim höfuðið, og brenna síðan, og bannar konungur
petta stranglega2.
Trú á drauga og apturgöngur er að mestu horfin á
Hornströndum, eins og annarsstaðar á landinu, pví pað,
1) Annálar Björns á Skarðsá, II., bls. 23.
2) Lovsamling for Island, I., bls. 171—72, og Magnús Kei-
ilsson: Forordninger og aabne Breve, II., bls. 250. Magnús
Ketilsson setur einkennilega athugasamd við þetta bréf. Jar
segir meðal annars svo: „Dette eneste vil vi anmærke, at
■om det er altsammen Overtro, som man tilforne har troet om
deslige Ting, og om de Plagedes Helbredelse ved at opbræn-
•de de saakalte Gjengangeres döde Legeme, saa kan Overtroen
gjöre ligesaavel Vunderverk, som den sande apostoliske Tro;
dette maa man nödes til at tilstaa, om man ikke vil nægte
sine Sandser.11 petta ritar Magnús Ketilsson 1778. Magnús
Stephensen er apturámóti laus við að trúa á slikt; hann seg-
ir 1783 : „Langt sé frá því, að eg tortryggi alla þá sannorða
menn, sem séð hafa og orðið fyrir vofum. pó neita eg því
öldungis, að það sé púkar og árar úr víti, ellegar sálir eður
líkamir framliðinna, hvað enginn skynsamur maður ætti að
láta til Bin heyra.“ (Um meteora. Rit Lærdómslistafélagsins,
III., bls. 166).