Andvari - 01.01.1887, Side 206
200
er ekki teljandi, þó einhver fáfróður fáráðlingur sé eigi með
öllu laus við pað; sjaldan hverfur slíkt með öllu; það
snýst pá í aðra mynd; í staðinn fyrir trú á drauga er
nú komin hér á landi trú á skottulækningar, kynjalyf
o. s. frv. J>að sögðu inér sumir á Ströndum, að par
hefði áður verið mikill draugagangur og magnaðir
galdramenn, en nú væri pað allt horfið og galdramenn-
irnir dauðir. Sögðu sumir sunnan til á Hornströndum,
að nýlega liefði verið galdramaður í Aðalvík, er Finnur
hét, og hann liefði dáið sömu nóttina og illviðrið mikla
var á Eyjafirði og norsku skipin hrotnuðu (11. sept. 1884).
Hann hefir pá að líkindum átt flæðarmús. |>egar norð ar dró
nærFinni, sögðu peir, að liann hefði ekki kunnaðneitt og
að petta væri orðasveimur einn og vitleysa. Helzt getur
pað verið, að einhverjar vofur vitji manna úr sjónum,
einkum pó pegar hafpök eru af ísi. Einu sinni sváfum
við í útihúsi við sjó, og spurði gömul kona um morgun-
inn, livort við hefðum orðið nokkurs varir um nóttina;
en við kváðum nei við pví og sagði liún pá: »ó já 1
svo er nú pað, en menn verða nú samt stundum varir
við slæðing og ótukt úr sjónurn hérna, einkanlega fyrir
garða'«.
|>að er víst óhætt að segja, að stríðið og stritið fyrir
lífinu er livergi örðugra en á Hornströndum, og pað
einkum í pessum vondu árum, sem nú ganga yfir land-
ið; pó liafa Hornstrendingar hvorki fengið hallærislán
né gjafakorn; lífið er eintóm barátta og ekkert í aðra
hönd. Suma heyrði eg tala um, að pá langaði til að
flytja burtu, ekki til Ameríku, heldur í betri liéruð hér
á landi, en pað er miklum örðugleikum bundið, pví peim
getur ekki orðið neitt úr pví litla sem peir eiga, eng-
inn vill kaupa og ekki er hægt að flytja reyturnar burt
at pessum útkjálka. Allflestir voru pó nokkurn veginn
1) Langvarandi hvaasviðri af sömu átt heita á Yesturlandi
„garðar“.