Andvari - 01.01.1887, Page 207
201
ánægðir með lífið á Ströndum, nema livað peir óska
hetra veðurlags en pessi seinustu ár. Hornstrendingar
eru duglegir og ósérhlífnir í pví að bjarga sér, að svo
miklu leyti sem peir kunna og hægt er; verknaður allur
og verklagni hér er eins og reyndar alstaðar á landinu
á mjög lágu stigi. Hornstrandir og Suðurland eru eins
og tveir lieimar livað landkosti og veðráttu snertir, og
pó er ekki fjarska mikið á munum hvað dugnað snert-
ir og menningu í sumum sveitum sunnanlands. Horn-
strendingar eru nærri allir bláfátækir, en peir gera ekki
miklar kröfur til lífsins og lítið er par um verzlun og
verzlunarskuldir. Alstaðar var mér sýnd mesta gest-
risni og greiðvikni og allt í té látið, sem frekast voru
föng til.
Frá suðurferðinni segi eg hér eigi nema með fáum
orðum, pví liéruð pau, sem við fórum um, eru mörgum
kunn, og svo fórum við svo hart yfir landið, að enginn tími
var til rannsókna. Um miðjan dag hinn 4. september
héldum við á stað heimleiðis frá Reykjarfirði og fórum
nú suður yfir Trékyllisheiði. Heiði pessi er all-löng og
rúm 1500 fet á hæð. Riður maður frá kaupstaðnum
smáliallandi hálsa til suðvesturs upp undir Háafell; fell
petta er pverhnýpt og eins og saumliögg að ofan; pað er
2482 fet á hæð; er riðið suðvestur með fellinu, og hækk-
ar pá mest er kemur að töglum peim, sem ganga vest-
ur úr fjallinu; sér pá að norðanverðu niður í daldrögin
niður undir botn Reykjarfjarðar, en að sunnan niður í
Goðdal; var par allt pakið sköflum ofan til í dalnum;
eptir Goðdal rennur á niður í Bjarnarfjörð. Heiðin er
lægri sunnan við Goðdalinn og eru par eintóm öldu-
mynduð holt, eins og algengt er á heiðum; par eru
sunnan til á lieiðinni vötn og smátjarnir. Riðum við
síðan fyrir botn Steingrímsfjarðar og vorum í Kálfanesi
um nóttina. Næsta dag riðum við út með Steingríms-