Andvari - 01.01.1887, Page 208
202
íirði og kring um Kollafjörð, upp á Bitruháls og síðan
niður Broddadal að Broddanesi. Hinn 6. september
fórum við frá Broddanesi út fyrir Ennishöfða; par eru
stórkostleg klettaklungur og hrikaleg náttúra fremst á
nesinu; fjallið er etið sundur af vatnsrennsli og stórar
gangbríkur liggja víða fram í sjó; einn gangurinn nær
alveg upp úr fjalli og stendur fram að neðan, en er par
skorinn í sundur í stóra odda og tinda, og heita peir
Broddar. Klif er suður af Broddunum, sem áður var
varla gengt á sillu og urðu menn að halda sér í snæri;
nú heíir par verið iagður góður vegur og sprengt úr
klettunum og eins inn með hlíðinni; par var áður ófær
urð. |>enna veg er nýfarið að nota; var áður farinn
vondur vegur yfir hálsinn niður að Skriðnesenni. Inn-
an til í hlíðinni er ganghlein, sem heitir Kýrhamar;
lækjarbuna. steypist fram af syðri hluta liamarsins og
kom hún fram, er Gvendur góði vígði hamarinn; pá kom
hönd og höfuð óvættarins út úr klettinum og sagði:
»hættu að vígja, herra; einhversstaðar verða vondir að
vera«. Inn með Bitrunni eru víða menjar eptir hafn-
ingu landsins, malarkambar hátt yfir sjó og annað pví-
líkt. Töluvert graslendi er fyrir Bitrubotninum, par sem
dalirnir koma saman; sunnan með Bitrunni ríður mað-
ur út með brattri hamrahlíð; önnur gatan er við sjó-
inn, hin fremur tæp upp í klettunum; fórum við síðan
út fyrir Guðlaugshöfða; par er nýgerður vegur og klung-
ur og hamrabríkur framan í höfðanum, líkt og í Ennis-
höfða. Um kvöldið komum við að Skálholtsvík. J>ar
eru stórir malarbakkar og aðrar menjar eptir hafningu
landsins, og slíkar menjar sjást inn með ölluin Hrúta-
firði alveg suður að Melurn. A Skálholtsvíkurdal hafa
eigi alls fyrir löngu fundizt hvalbein langa leið frá sjó,
og víða inn með Hrútafirði hafa fundizt rekadrumbar í
börðum langt frá fjöruborði. Menn eru í suðurhluta
Strandasýslu langt komnir í búnaði að mörgu leyti, og
óvíða sjást jafnmiklar jarðabætur; menn voru komnir á