Andvari - 01.01.1887, Page 210
IV.
Varfærni sjálfsforræðisins.
Eptir
Grím Thomsen.
Hversu sem pjóðirnar kunna að liafa verið frekar til
fjörsins á æskuárum frelsisins, pá liafa pó allar pær,
sem kunnað hafa með að fara, vonum bráðar flýtt sér
að reisa skorður við gjörræði í brúkun pess. Að jeg
ekki tali um Rómverja, sem með fyrirkomulaginu á ráð-
inu (senatus) og kjörpingum sínum, sem og dómpingum
(comitia) girtu svo vandlega fyrir skjótar breytingar á
stjórnarfyrirkomulagi sínu, sem um langan aldur kunnu
svo vel að halda jafnvæginu á milli stjórnarvaldanna,
að hvorki höfðingjarnir né alpýðan náði fyllilega ylir-
tökunum—pótt ávallt kenndi höfðingjavaldsins meira eða
minna—pá er sér í lagi athugavert, hversu Apenuhorg-
armenn, sem pó voru fullkomið lýðveldi, guldu varhuga
við hastarlegum og fljóthugsuðum lagabreytingum. Ekk-
ert lagafrumvarp mátti par hera upp fyrir lýðnum á.
pingi, nema pað væri áður rætt og undirbúið í ráðinu
(Povkri), og hver sá, sem bar upp nýmæli, er breyta
skyldi eldri lögum, án pess að vera fyrirfram húinn að
koma pví í kring, að hin eldri lög um sama efni væri
afnumin, gjörði sig sekan í lagabroti og var kærðurum
laga-afglöp (ypacpT) icapavop.wv), og lá við pung sekt, ept-
ir atvikum útlegð. J>ó hér segðist ekki eins mikið á,
eins og í öðru grísku lýðveldi, par sem hver sá, er stakk
upp á nýmæli, var látinn hafa virgil um háls og sæta.