Andvari - 01.01.1887, Side 213
207
inni til ueins, sem henni er ekk ljúft. þingið getur
ekki, eins og á Bretlandi, Frakklandi og víðar, steypt v
ráðherrunum og pví síður forstjóranum frá völdum með
öðru móti en málssókn, sem aptur er svo erfið og römm-
um skorðum bundin, að drykkjurútnum Johnson varð
ekki komið frá um árið, fyr en hans embættistíð var á
enda.
4. Af pví, að stjórninni er meiuað að leggja laga-
frumvörp fyrir pingið, leiðir aptur, að öll löggjöf er á
valdi pings og pingmanna. En með pví Yesturlieims-
menn hafa einkargott verksvit, heíir peim pótt óhyggi-
legt og ótryggilegt fyrir lagasmíðið, að hleypa frum-
vörpum pingmanna beint inn á ping, heldur setja báð-
ar deildir pegar í pingsbyrjun fastar neíndir (standing
committees), sem undirbúa öll frumvörp. Einni nefnd
er ætlað að fjalla urn öll fjárlög og fjárveitingar,
annari samgöngur, liinni priðju skóla- og menntunar-
mál, hinni fjórðu bankamál og peningasláttu, o. s. frv.
Allir pingmenn eru í einhverri nefnd, fáir í fleirum en
einni. Nefndir pessar eru nú í neðri deild 47, í efri
deild 29. Ekkert frumvarp kemst inn á ping, nema úr
hreinsunareldi nefndar og með hennar áliti, og pau
frumvörp, sem nefnd annaðhvort fellir eða ekki ræðir út,
komast ekki inn á ping til umræðu eða atkvæðagreiðslu
og ná pví ekki fram að ganga á pví pingi. Forseti
neðri deildar kýs menn í nefndir í neðri deild, og með
pví hann er skyldur að koma öllum pingmönnum fyrir
í nefndir, pá kemur sjaldan fyrir að hann skipi nefnd-
ir öðrum en peim, er hæfastir pykja í liverja nefnd
fyrir sig. Blöðin—jeg meina hin betri blöð, sem eru
sannorð og óhlutdræg, eins og New-York-Herald og
Harpers Weekly—mundu skjótt láta til sín heyra, ef
öðru vísi væri að farið. I senatinu ræður hlutkesti
nefndarkosningum. Eramsögumaður nefndar og and-
mælendur hans hafa eptir pingsköpum neðri deildar að
eins eina klukkustund til að ræða málið við hverja um-