Andvari - 01.01.1887, Qupperneq 214
208
ræðu, eptir að pað er úr nefnd komið inn á ping', og
áður en sú stund er liðin, er venjan sú, að framsögu-
maður nefndar æskir pess, að umræðunum sé hætt (the
previous question), sem optast er sampj kkt. Eptir pað
komast engin breytingaratkvæði að. Lítur svo út, sem
Yesturheimsmenn liafi ekki sterka trú á breytingarat-
kvæðum, enda geta pau komið fram við umræðurnar í
efri deild. Hér ofan á bætist, að öllu, sem fram fer í
nefndum, er haldið leynilegu. Má pví með sanni segja,
að ekkert mál er ítarlega rætt á pingfundum neðri
deildar, nema fjármálin ein. par gera bæði pingsköpin
og venjan undanpágur. Plokkaskipan er á pingi lítil
sem engin, úrslit málanna pvínær eingöngu undir
nefndunum komin, og pær allajafna skipaðar mönnum
úr ýinsum flokkum'L
Efri deild, ráðið eða senatið (76 pingmenn, tveir úr
hverju fylki, hvort sem pau eru stór eða smá) er hið
voldugasta ping eða pingdeild í heimi. Flestar veiting-
ar á hinum æðri embættum, sem og samningar við aðrar
pjóðir, eru komnir undir sampykki senatsins. Kveður
pví miklu meira að senati Bandaríkjanna en t. d. lá-
varðadeildinni hjá Bretum, sem jafnan hlýtur að láta
undan house of commons (neðri deild), pegar báðar grein-
ir á. Senatið horfir par á inóti ekki í að fella frum-
vörp neðri deildar, eða breyta peim, og gerir pað einatt.
J>ar eru málin mikið meira rædd á pingíundum, en 1
neðri deild, og 1 senatinu sitja allajafna hinir beztu
menn og málskörungar Bandaríkjanna Er málfrelsið
par lítt takmarkað, enda er smiðshöggið par lagt á all-
ar lagasetningar, og hlýða öll Bandaríkin par, ef svo
mætti að orði kveða, á tillögur manna.
Sér í iagi eiga stjórnarskrárbreytingar erfitt uppdráttar
í Bandaríkjunum. Má enga breyting gera á stjórnar-
1) Hoar: Tbe conduct of business in congress.
2) Woodroiv Wilson: Congressional government.