Andvari - 01.01.1887, Page 217
212
et le régirne parlementaire) staðhæfir, að referendum hafi
leitt margt gott af sér í Sviss, og sé pví að verða vin-
sælla og vinsælla með degi hverjum. Sú spurning ligg-
ur nærri, hvaða »pjóðvilji« mun vera hjá Svissbúum,
hvort hann komi fram í þeim lögum, sem allsherjar-
þingið sampykkir, eða 1 þeim, sem alþýða fellir við re-
ferendum. Irauninnier referendum að vissu leyti »veto»
þjóðarinnar, sem neytir synjunarvalds síns og tekur ráð-
in af fulltrúum sínum. pað hefir, eins og eðlilegt er,
hingað til ekki komið fyrir, að þjóðin liaíi neytt refer-
endums nema í stærrimálum og í fjárveitinga-/ir/ínœZu>w;
þegar þau koma fyrir, er þess jafnan krafizt, að málið
sé borið undir skattgjaldendur, og er alþýða, eins og að
framan er á vikið, opt erfið í þeim málefnum. Felldi
hún t. d. fyrir skemmstu launaviðbót handa sendiherra
Svissbúa í Washington, sem og fjárveitingu til að stofna
mentunarmálastofu (bureau d'instruction publique).
Aptur á móti hefir hún verið ör á fé til vegabóta, en
hún liefir og reynsluna fyrir sér, að þær eru mjög vand-
aðar í Sviss.
Yfir höfuð mun mega treysta því, að alþýða í opin-
berum málum fari varlega og liyggilega, ef hún fær að
njóta sín og sansa sig. Hún kann um stundarsakir að
láta leiða sig af hinum og þessum leiðtogum, sem eru
misjafnir- bæði til munns og handa; en þegar frá líður
jafnar hún sig, og fer sinna ferða, leiðtoga- og fortölu-
laust, og væri, þar sem því verður við komið, að lík-
indum hættulaust, að skjóta áríðandi rnálum til alþýðu;
að minnsta kosti er mór nær að halda, að á Norður-
löndum gæti það vel staðizt.
En þar sem því verður ekki við komið, eða þar sem
þessi aðferð, einhverra hluta vegna, ekki kemst að, þar
er nauðsynlegt að reisa rammari skorður við gjörræði
þinga og fljótfærni í lagasetningum, en víðast hvar á sér
stað, þar sem þó er meira eða minna þingbundin stjórn.
14*