Andvari - 01.01.1887, Page 220
214
jeg heíi getað dregíð út úr jarðfræðisrannsóknum mínum
og annara.
pegar landnámsmenn koinu hingað og sáu landið í
fyrsta sinni, viði vaxið milli fjalls og fjöru, þá var land-
ið engan veginn í æsku, þó það nú í fyrsta sinni yrði
skoðunarsvið sögunnar og vígvöllur mannanna. Jökl-
arnir horfðu út á haiið og sáu ekkert annað en hvala-
blásturinn og kríurnar; laxarnir sprikluðu í ánum; reyn-
irinn fékk að vera í friði og gægðist fram úr hamra-
skorunum; selirnir bökuðu sig í sólskininu á steinunum
og fuglarnir kvökuðu í hverri vík; einstaka sinnum
hrikti í landinu og eldurinn þeyttist úr fjöllunum með
braki og brestum, féll niður aptur og allt komst í sömu
skorður. Svona var landið búið að vera einmana í reg-
inhaíi í mörg þúsund ár. þá heyrðist áraglamur og
manna mál. J>ar voru komnir írskir klerkar með bjöll-
ur og krossa f>eir fluttu ineð sér friðarboðskapinn, en
um leið kom dauðadómur friðarins, því brátt komu vík-
ingarnir með gapandi trjónum og gínandi höfðum, svo
landvættir fældust fyrir. |>á var öllum friði lokið.
Island var búið að vera svona, eins og landnámsmenn
lýsa þvi, um inargar þúsundir ára. En þar á undan
gekk ísöldin yflr landið. [>á var heljargaddur og ísþak
yfir landinu öllu. Einstaka tindur hefir ef íil vill stað-
ið upp úr hjarninu, en hvergi var strá eða mosi, og eng-
in kvik skepna neinstaðar. J>á lá allur norðurhluti
norðurálfunnar í klakadróma; þar sem nú vex vínviður,
fögur tré og aldin, voru hreindýrin að naga mosann og
einstöku skinnklæddir villimenn voru að glíma við birni
og mammútsdýr, og liöfðu ýmsir sigur og átu hver ann-
an á víxl. Menn höfðu þá engin verkfæri önnur en
steinflísar, bundnar á sköpt, og beinodda á spjótum, en
lágu í hellrum á nóttunni, og höfðu birnirnir opt rétt á
undan haft þar híði sín. Engar leifar eða menjar hafa
fundizt af því, að nokkurn iíma hafi verið menn á ís-
landi, áður en Papar komu hingað.