Andvari - 01.01.1887, Síða 222
216
nema blöðin og trjástofnana í leir- og sandlögunum
milli blágrýtislaganna; þar er kirkjugarðurinn, sem geyni-
ir leifarnar eptir bina glæsilegu fortíð. Allar pessar
breytingar liafa orðið hægt og hægt, og varla farið harð-
ara en hreytingar þær, sem enn gerast fyrir augum vor-
um; en vér getum varla tekið eptir því, með því að
mannlííið, líf þjóðanna og mannkynssagan öll, nær yiir
svo lítinn tíma, að það er eins og hverfandi augnablik
í samanburði við þær aldir alda, sem náttúran
hefir yfir að ráða. Sköpunarverkið heldur allt af áfrarn
um miljónir ára og stefnir að sínu marki, sem oss
skammsýnum mönnum verður allt af hulið, af því það
er svo langt fyrir ofan það, sem andi vor og skarp-
skyggni getur gripið. Bók náttúrunnar er öllum opin,
sem augu hafa og eyru; þar má sjá svo óendanlega
margt, sem getur menntað andann og hafið sálina til
fagurra og góðra hugsana. J>að er því hraparlegt, hve
fáir á okkar litla landi nota skilniugarvitin og skyn-
semina til þess að skoða það, sem þeir hafa daglega fyr-
ir augum.
Landið hefir orðið fyrir stórkostlegum breytingum síð-
an það varð til, og er allt öðru vísi hvað lögun snertir
og yfirborð en áður var; en efnið er hið sama. Eg ætla
hér með fáum orðum að nefna jarðmyndun landsins og
hnýta þar við nokkrum athugasemdum; því til þess að
vita hina jarðfræðislegu sögu landsins, verður maður að
þekkja skapnað þess og ráða af honum orsakir til hvers
eins.
Efnið í íslandi er ekki margbrotið. J>að eru þrjár
bergtegundir, sem landið er nær eingöngu samsett úr;
tvær af þeim þekkja allir: blágrýti og móberg; hin þriðja
heitir líparít; það kalla sumir Baulustein; sú bergtegund
er miklu fátíðari en hinar. Auk þess eru hér og hvar
á yfirborðinu leir og sandlög, sem mynduð eru úr þess-
um bergtegundum af áhrifum vatns og jökla.
Hver sá, sem siglir fram með ströndum íslands, eink-