Andvari - 01.01.1887, Page 224
218
palagóníti; pað er dökkmórautt eða svart steingler, með
vaxgljáa eða fitugljáa; steingler petta hefir komið úr eld-
fjöllunum við gosin og heíir síðan ummyndazt á ýms-
an hátt; hér og hvar í móberginu eru blágrýtisgangar
mjög óreglulegir og blágrýtislög. Basaltlögin á útjöðr-
um landsins hallast alstaðar dálítið inn að móberginu
um miðbik landsins. Flestöll pau eldfjöll. sem gosið
hafa síðan land byggðist, standa á móbergi.
Líparítið er Ijósleit bergtegund, grá, hvít, gul eða
mórauð. Er hún auðpekkt tilsýndar, par sem hún er í
fjöllum, pví par eru eins og sólskinsblettir, sem ekki
hreyfast. Hinn ljósleiti steinn stingur svo í stúf við
kolsvört fjöllin í kriiig. Líparít er víða í strýtumynd-
uðum IjöIIum, t. d. í Baulu við Norðurárdal, Hlíðar-
íjalli við Mývatn, Sandfelli við Fáskrúðsfjörð og víðar;
optast er pó líparítið í göngum og pykkum lögum inn-
an um blágrýtismyndanirnar, einkum á Austurlandi; par
sjást víða í fjöllunum ljósleitar skriður af líparíti og
sumstaðar marglitir hamrar út að sjónum, t. d. í Barðs-
neshorni og Dalatanga.
Eldfjöll ný og gömul eru hundruðum saman á land-
inu; standa eldgígarnir í röðum frá suðvestri til norð-
austurs á suðurlandi, en í þingeyjasýslu hér urn bil frá
norðri til suðurs. Eldfjöllin standa á sprungum, sem
komið hafa í jarðarskorpuna; af samdrætti jarðarinnar
og par af leiðandi spenniafli í jarðlögunum koma glufur
og sprungur hér og hvar og um leið léttist á eldleðj-
unni niðri. í jörðinni, og vatnsgufurnar peyta ösku og
hrauni upp úr sprungunum. Öll líkindi eru til pess, að
eldfjöllin standi í einhverju sambandi við sjóinn. Með-
al annars má.sjá pað á pví, að ýmsar salttegundir, sem
í sjó eru, setjast á sprungubarma hraunanna, pegar pau
fara að kólna. Jöklarnir á Islandi taka yfir meira en
250 ferh. mílur; skriðjöklarnir, sem ganga niður gilin
og dalina, hafa mikil áhrif á jarðmyndanina, aka á und-
an sér möl og grjóti, mylja klettana og gera pá að leir,