Andvari - 01.01.1887, Page 229
223
Jöklarnir á ísöldinni hafa verið allt að 2000 fetum á
þyldct; eptir pá íinnast ótal menjar, rispur (ísrákir á
klettum), holtabörð, melar og leirbakkar. Um ísöldina
stóð jTfirborð hafsins 100—200 fetum hærra en nú; allt
suðurlands-undirlendið var í sjó; jökulárnar báru fram
leir og leðju, sem settist í fjarðarbotnana; pessi leirlög
sjást nú alstaðar í bökkum fram með ám, og víða eru
í peim skeljar, sem að eins lifa í mjög köldum sjó, t. d.
við Spitzbergen. Alstaðar fram með ströndum Islands
sjást menjar pess, að sjórinn hefir náð hærra upp á
landið: mjög víða eru brimbarðir malarkambar liátt fyr-
ofan sjávarmál; sumstaðar strandlínur og hellar í klettum,
sumstaðar rekaviður og livalbein mörg liundruð faðma
frá fjöruborði. Fyrir ísöldina var vatnið búið að grata
sér farveg niður í gegn um fjöllin, en pá tóku skrið-
jöklarnir við og dýpkuðu dalina, og eptir ísöldina var
dala- og fjarðamyndunin mjög lík pví sem nú er; pó
starfar vatnið enn pá sí og æ og gerir margar breyt-
ingar, pó liægt fari.
|>egar ísinn fór að bráðna af landinu, var pað alautt
af lifandi verum; hvergi sást stingandi strá; hvergi var
annað en berir melar og urðarrústir; í sjónum var pó
dýralíf og pangtegundir, og á stöku stað eru skeljar í
hökkurn nærri sjó, sem benda á pað, að hitinn hefir
rétt eptir ísöldina verið nolckru meiri en nú, pó ekki
muni pað iniklu. Smátt og smátt fór að koma ein-
staka jurt; straumar og fuglar báru fræin úr næstu
löndum; pau fræ, sem eptir kringumstæðunum gátu dafn-
að, jóku kyn sitt,en hin liðu undir lolc; fáein skorkvikindi
bárust með rekadrumbum og á annan hátt til lands-
ins; birnir og rostungar komu á ísjökum og eins refir,
en engin landspendýr önnur gátu komizt hingað yflr
svo mikið haf og pví síður froskar og önnur skriðdýr.
Dýralíf og jurtagróður er fáskrúðugur á íslandi, sem von