Andvari - 01.01.1887, Page 230
224
er, bæði vegna kuldans og eins vegna f]arlægðarinnar
frá öðrum löndum.
Smátt og smátt fór landið að líkjast pví, sem það er
nú, og gróðurinn var um landnámstíð jafnvel meiri en
nú, af pví að kjarrskógarnir breiddust út og huldu pví
nær liverja hlíð; pað sést alstaðar á landinu, bæði af
fauskum í mýrum og í fjallshlíðum, að skógainir hafa
fyrrum verið margfalt meiri en nú; en bæði hefir sauð-
féð eytt miklu og svo hafa líka mennirnir í hugsunar-
leysi og fávizku rifið og slitið liverja hríslu, sem þeir
gátu, og hafa með pví gert landinu óbætanlegan skaða.
TJndir eins og jurtir og dýr komu til landsins, fór hver
að keppa við annan; náttúran er eilíft strit og stríð, en
þeir bera sigurinn úr býtum, sem hraustastir eru og
dugmestir; af pví leiðir, að pær jurta- og dýrategundir
eru í hverju landi, sem bezt eru lagaðar eptir pví sem
par liagar til, en hinar líða undir lok, sem veikari eru
fyrir.
J>essu hinu sama lögmáli er og mannkynið háð, pó að
pað komi par fram nokkuð á annan hátt.
þetta ættum vér íslendiugar að hafa í huga. Nú eru
tímamót fyrir höndum. Yér erum að dragast inn í
samkeppnis-strauma heimsins og nú er ekki um annað
að gera en að duga eða drepast. Yér verðum að reyna
að feta með framförum heimsins, pó vér verðum smá-
stígir, en um leið verðum vér að búa sem bezt um pjóð-
erni vort og læra að hagnýta oss pað á réttan hátt, sem
náttúran býður.
]?að er vonandi, að dugnaður, þolgæði og seigla for-
feðranna færi oss fram á leið um ókomnar aldir.
Ef vér skiljum ekki tímans tákn og berjumst ekki af
lífs og sálar kröptum fyrir andlegum og verklegum fram-
förum, ekki að einsí orði, heldur og á borði, pá gæti svo
farið, að vér glötuðum pjóðerni voru, frelsi og öllu pví,