Andvari - 01.01.1887, Page 232
VI
t
Um auravötn á Islandi.
(Leiðbeining, eptir Sighv. Árnason.)
Hin svo nefnlu anravötn standa ekki á stöðugu; þau kasta sjer
til og frá úr einum staönum á annan á því svœBi, sem þau ná
yfir. pau eru vanalega í mörgum kvíslum, sem falla sumlur og
saman, og innan um þessar mörgu kvislar eru köfuB-álar, einn
eöa fleiri. pessir höfuB-álar eða höfuð-áll stemlur heldur ekki á
stöðugu ; hann liggur stundum á þessum staðnum, og stundum á
hinum.
Ilið sama er að segja tim brotin á auravötnum, að þau hreytast
daglega og hverfa á þossum staðnum þogar minnst varir og mynd-
ast aptur á hinum, og svo snögglega á stundum, að vel fært
hrot i dag getur orðið ófært á morgun eða að fáum dögum liðnum.
Af þessu leiðir það. að vötn þossi hafa engin viss vöð, svó mað-
ur verður að fara yfir þau f hvert skipti optir sjón á nýju og
nýju broti. Af þossu leiðir og, að ókunnugum mönnum er vand-
farið yfir þau án fylgdar kunnugs manns, og er varlcga gerandi,
allra sizt þegar þau eru mikil eða í voxti, enda hafa dæmin sýnt,
að ókunnugir menn eða óvanir vðtnum þossum hafa orðið f'yrir
hrakningi í þeim, og stundum skaðræði. pað or að minnsta kosti
varúðarvert, að fara fylgdarlaust yfir vötn þessi fyrir hvern þann,
sem ekki þekkir svo mikið til þeirra, að geta sneitt hjá því, að
hieypa á sund, því það ættu menn að varast yfir höfuð,
nema brýna nauðsyn beri til (sera sjaldan eða aldrei þarf að
koma fyrir á sumardag, ef rjett er að farið), því straumþunginn
kastar hestinum, þegar hann missir botnsins, meir en margan var-
ir, og yfir höfuð ekki heiglum lient, að halda sjer á hestinum oða
við hann á sundi í straumvatni, og ekki hvað sízt um loið og
hann grípur sundið, enda hefi jeg sjoð þess dæmi optar en oinu
sinni, nð þegar menn hafa hleypt á sund f vötnum þessum, som
er optast af gáleysi þeirra oða gapaskap, hafa þeir hröklazt fljótt
af hestinum og annaðkvort flækzt svo ineð honum, eða losnað við
hann, og er þá í ócfni komið, einkum ef vatnsmegnið er mikið.
Markarfljót t. d. er auravatn, og yfir höfuð mikið vatnsfall, en