Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Page 11

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Page 11
STÚDENTABLAÐ 11 íbúar borgarinnar eru rúm- lega ein milljón. Glasgow hef- ur fátt að bjóða ferðamönnum enda er litið á hana sem sam- göngumiðstöð, fremur en heill- andi ferðamannaborg. Skotar eru vingjarnlegir, hjálpfúsir og yfirleitt glaðlegt fólk. Við bjuggum á stúdentagarði, spöl- korn frá háskólanum. Hann er kenndur við skozkan gufuskipa eiganda, David MacBrayne, er þar bjó um eða fyrir síðustu aldamót. Þessi stúdentagarður er starfræktur á sumrin sem stúdentahótel. Við fengum færi á að kynnast þar stúdentum víða að úr heiminum. Sumir bjuggu þar allt sumarið, þ. á. m. nokkrir Afríku- og Asíubú- ar, sem höfðu ekki efni á að fara heim. Mér fannst gaman að bera svo fjarlægra þjóða menn saman við Norðurlanda- búa, Það er athyglisvert, hve gjörólíkir þeir eru okkur, þrátt fyrir hliðstæða menntun. Um tíma borðuðu með okk- ur 60 blökkumenn frá Sierra Leone, sem er lítið ríki á vest- urströnd Afríku. Þeir voru við nám í Bretlandi, og voru mætt- ir til ráðstefnu 1 Glasgow. Eitt kvöldið buðu þeir okk- ur að sitja fund, þar sem rætt yrði, hvort eins eða tveggja flokka kerfi skuli vera í Sierra Leone. Af forvitni, fremur en áhuga á málefninu, héldu nokkur okkar á fundinn. Mig þraut þolinmæði og áhuga á innanríkisstjórnmálum þeirra eftir 15 mínútur og laumaðist út. Tveimur dögum eftir okkur komu 30 danskir læknanemar sömu erinda og við. Þótt undarlegt megi virðast skapaðist strax kuldi milli frændþjóðanna. Eg veit ekki fyrir víst, hvers vegna, senni- lega hefur íslenzka þjóðarstolt- ið vaknað í okkur, ef til vill handritamálið líka. Það skán- aði, þegar á leið, einkum eftir að báðir hóparnir höfðu haldið hvor öðrum kveðjuhóf. Einu sinni var háð handboltakeppni milli hópanna. Okkur til mik- illar ánægju og fróunar biðu Danirnir gjörsamlega lægri hlut. Fyrsta daginn fórum við til háskólans. Glasgow University er gömul og virðuleg bygging, um hundrað ára. Frá hinum háa turni á aðalbyggingu hans er talið einna bezt útsýni yfir borgina. í einni af útbyggingum skól ans er líffæradeildin, þar sem okkur var ætlað að starfa. Þar tók á móti okkur umsjónar- maður, Johnston að nafni, sem bar titilinn mortician. Einn gárungi úr hópnum íslenzkaði nafn hans og nefndi Jónstein morðingja. Hann hefur líklega ekki komizt að þýðingunni, því að hann var alltaf mjög blýðlegur við okkur. Ég ætla nú stuttlega að gera yfirlit um fyrirkomulag krufn- inganna. Skota virðist ekki skorta lík til krufninga, þar eð þeir geta tekið á móti stórum hóp er- lendra stúdenta árlega. I hlut okkar íslendinganna komu 3 lík, og því 6 um hvert. Skozkir læknanemar kryifja samhliða bóklega náminu í eitt ár og taka fyrir öll svæði líkamans. Þar eð við höfum aðeins einn mánuð, urðum við jafnframt þeim svæðum, sem við krufum, að fylgjast með hjá hinum. Það er ákaflega mikil hjálp við nám í líffærafræði að kryfja. Ég nota hér samlíkingu sem ég heyrði þar ytra, að líf- færafræði án krufninga væri eins og að læra á bíl án bíls. Við höfðum þrjá kennara sem voru ungir læknar í sérnámi í skurðlækningum. Mér fannst kennsla hjá þeim mjög góð, skýr og skemmtileg. Þeir auð- velduðu okkur námið mikið með einföldum teikningum, er þeir voru mjög leiknir í. Skozk ir læknanemar geta hvenær sem er leitað til þessara kenn- ara með vafaatriði í námi. Það sáum við stundum í sumar. Ekki var eingöngu hugsað um læknisfræði þennan mán- uð. Eftir vinnutíma og um helgar fórum við í ferðalög ut- an Glasgow og innan. Voru skipulagðar tvær ferðir til Ed- inborgar. í fyrra skiptið var þar háð landskeppni í frjálsum íþróttum milli Skota og Íslend- inga. Þar kepptu tveir úr okk- ar hópi. í síðara skiptið á Ed- inborgarhátíðina. Við áttum þar miða á mið- næturskemmtun hjá Miss Marl ene Dietrich. Það er með ó- líkindum hve amma gamla heldur sér vel. Hún skemmti með 20 manna hljómsveit, sem var aldeilis ekki af verra tag- inu. Fyrr um kvöldið sáum við leikrit frá Bandaríkjunum, eft- ir James Baldwin „The Amen Corner“. í því lék eingöngu blökkufólk. I Glasgow heimsóttum við ýmsa staði. Hvað náfninu við- víkur, fengum við einu sinni leyfi til að vera við uppskurði á sjúkrahúsi rétt við háskól- ann. Einnig heimsóttum við fæðingarsjúkrahús og höfðum bæði gagn og gaman af þessu hvorttveggja. Þá máttum, við til með að líta á þá staði, sem íslendingar hafa mikil viðskipti við, ekki sízt læknanemar. Það voru vín verksmiðjur hjá Long John og White Horse. Ástæðan til heim sóknanna var ekki eingöngu fróðleiksfýsn. Það vissu nefni- lega sumir, að gestum, sem koma og skoða þar, er alltaf boðið upp á guðaveigar og síð- an leystir út með whiskypela. Þetta reyndist allt vera rétt. Þótti okkur rausn mikil í veit- ingum. Ég verð að geta þeirra staða, sem reyndust eina vin- sælastir meðal landanna, en það eru svonefndir „pubs“. Höfðu þeir oftast gott lag á að hressa upp á sálina eftir forma- lín svækju krufningasalanna. Flestir úr hópnum fóru eitt- hvað í ferðalög um Skotland. Margir fóru norður í Hálönd- in. Ég held, að þeir, sem sjá ekki annað en Glasgow, fái ekki rétta mynd af Skotlandi. Víða í Hálöndunum við skozku vötnin er mikil náttúrufegurð. Að síðustu langar mig að segja frá, þegar nokkur okkar lentu á þjóðræknissamkomu. Ráðskonan á stúdentagarðin- um okkar bauð okkur einu sinni miða á skemmtun, sem var í lok ráðstefnu hjá keltn- eskum þjóðarbrotum frá Bret- agne, Cornwall, Wales, Irlandi, Skotlandi og eynni Mön. Þau hafa með sér öflug félagssam- tök. Við héldum, að þetta væri skemmtun, sem allir gætu keypt sig inn á, en það kom brátt í ljós, að við vorum einu gestirnir. Prestur nokkur kom til okkar og heilsaði mjög hlý- lega. Hann reyndist vera fyrsti ræðumaður og bauð þegar hina íslenzku gesti velkomna. Hann fór mörgum fögrum orðum um ísland. Við fórum að síga sam- an í sætunum, ekki sízt, þegar hann bað samkomugesti að klappa fyrir íslendingunum. Það virtist sem við værum merkilegt fólk, því að í lok skemmtunarinnar fór formað- ur samtakanna að tala um Is- lendinga. Hann talaði um hina fámennu þjóð norður í hafi með fornar bókmenntir og sitt eigið tungumál og að lokum um Nóbelsskáldið H. K. Lax- ness. Ég held, að allt þetta Is- lendingatal hafi átt að vera hvatning til hinna dreifðu keltnesku þjóðarbrota um sam einingu og að viðhalda hinu forna máli, keltnesku. Það var hrífandi að sjá, hve þetta fólk brann af þjóðernistilfinningu, þegar keltnesk lög voru sung- in og leikin. Að lokum þetta: Meðan ekki er aðstaða til krufninga við læknadeild Há- skóla íslands, en vonandi verð- ur hennar ekki langt að bíða, tel ég gildi slíkra krufninga- ferða ótvírætt. Skotlandsferð - Skotlandsferð - Skotlandsferð

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.