Stúdentablaðið - 01.12.1965, Qupperneq 18
18
STÚDENTABLAÐ
næst verður nokkuð rætt um
hugsanlega þátttöku Islands
á þessum vetvangi.
Alþjáðlega skipulögð sam-
hjálp, eða hjálp á vegum ein-
stakra ríkja? Eins og þegar
hefir verið getið hafa efnahags-
vandamál þróunarlandanna
verið mjög til umræðu á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna
enda myndi það vafalaust í
beztu samræmi við óskir íbúa
þessara landa, að aðstoð sú
sem þau fá, sé sem mest á
vegum alþjóðlegra samtaka,
þar eð slíkt veiti bezta trygg-
ingu fyrir því, að hjálpin verði
ekki bundin pólitízkum skil-
yrðum. En þótt Sameinuðu
þjóðirnar og einstakar stofnan-
ir, er starfa á vegum þeirra,
svo sem Matvælastofnunin (F
A O) hafi að vísu látið þessi
mál mjög til sín taka, þá hef-
ir reynslan sýnt það, að mikl-
ir örðugleikar hafa verið á
því, að afla nægilegs fjár til
þessarar starfsemi, þannig að
úthlutun fjárins væri á vegum
slíkra alþjóðlegra samtaka.
Þau lönd, sem mest hafa ver-
ið aflögufær í þágu slíkra
verkefna hafa ekki talið það
samrýmast hagsmunum sínum
að leggja fram mikla fjármuni
án þess að geta haft nema tak-
mörkuð áhrif á það hvernig
slíkum fjármunum yrði ráð
stafað. Veldur „kalda stríðið"
og sú tortryggni er það hefir
skapað þjóða í millivafalaust
miklu hér um. Raunin hefir
því orðið sú, að mest af þeirri
aðstoð sem þróunarlöndunum
er veitt, er í þeirri mynd að
hjálpin er veitt af einstökum
ríkjum og ráðstafað af þeim í
samráði við lönd þau, er hjálp-
ar þessarar hafa notið.
Vafalaust ber að harma það
frá sjónarmiði þess málefnis,
sem hér er um að ræða, að sú
skuli hafa orðið raunin á, að
hin alþjóðlegu samtök hafa
ekki nema að litlu leyti reynst
þess megnug að hafa forystu
um lausn þessara viðfangsefna.
Telja má víst að skipulagning
aðstoðarinnar við þróunarlönd-
in á vegum alþjóðlegra sam-
taka myndi gefa hina beztu
fáanlega tryggingu fyrir því
að hjálp þessi megi verða sem
árangursríkust og þau verkefni
að jafnaði látin sitja í fyrir-
rúmi, sem mest eru aðkallandi.
En hvað sem því líður er það
staðreynd, að mest af þeirri að-
stoð, sem þróunarlöndunum er
veitt er á tvíhliða grundvelli,
þ. e. hún er veitt af einstökum
ríkjum sem ákveða hverjir
skuli njóta hennar og í hvaða
mynd.
Til er einnig sú millileið
milli tvíhliða aðstoðar og al-
þjóðlegrar skipulagningar að-
stoðarinnar að nokkur lönd
stofni til samvinnu sín á milli
um ráðstöfun þess fjár, er þessi
lönd, hvort um sig ákveða að
leggja fram til hjálpar þróun-
arlöndunum. Sem dæmi um
þetta má nefna samvinnu þá
sem Norðurlöndin, að íslend-
ingum undanteknum hafa sín
í milli um ráðstöfun þess fjár
er þau veita til þessarar starf-
semi.
í hvaða mynd er aðstoðin
veitt? Megintilgangur aðstoð-
arinnar við þróunarlöndin er
auðvitað sá, að auka fram-
leiðsluafköstin í þessum lönd-
um, þannig að vinna megi bug
á þeirri sáru fátækt og þeim
skorti, er þar ríkir. Orsök ör-
birgðarinnar í þessum löndum
er sjaldnast sú, að náttúrugæði
séu minni þar en í þeim lönd-
um, sem lengra eru komin á
þróunarbrautinni, heldur hitt,
að þjóðir þær, er þessi lönd
byggja, skortir fjármagn og
þekkingu til þess að hagnýta
þau náttúruauðæfi, sem fyrir
hendi eru. Hér við bætist og,
að fólksfjölgun er mjög ör í
mörgum þessara landa, en slíkt
torveldur auðvitað, að fram-
leiðsluaukningin, ekki sízt
aukning matvælaframleiðsl-
unnar, geti haldizt í hendur
við mannfjölgunina.
Með hliðsjón af ofangreindu
hefir aðstoð sú, sem þróunar-
löndunum hefir verið, veitt
einkum verið með eftirfarandi
hætti.
1. Rannsóknir á náttúru-
auðlindum þróunarlandinu og
aðstoð við gerð framkvæmda-
áætlana, þar sem á skipulegan
hátt er raðað niður þeim fram-
kvæmdum, sem talið er hyggi-
legast að ráðast í til lausnar
efnahagsvandamálum ríkis
þess, er í hlut á.
2. Fjárframlög í mynd lána
og/eða gjafa til þess að standa
straum af kostnaði við verk-
legar og aðrar framkvæmdir í
þágu uppbyggingar atvinnu-
veganna í þróunarlöndunum.
3. Tækniaðstoð. Þar sem fá-
fræðin er vafalaust einhver
mikilvægasta hindrunin á vegi
þess, að hægt sé að draga úr
örbirgð þróunarlandanna, er
mikil áherzla á það lögð, að
auka þekkingu almennings í
þróunarlöndunum, ekki sízt
tækni og verkmenningu. Hefir
þessi þáttur hjálparinnar jafn-
vel verið svo stór, að eins og
kunnugt, er, hefir nafnið
„tækniaðstoð við þróunarlönd-
in“ verið notað sem samnefn-
ari yfir alla þá hjálp, sem veitt
hefir verið í þessu skyni. Þetta
er að vísu villandi, því að um
aðstoð í ýmsum öðrum mynd-
um er að ræða, en sennilega
er þetta hinn mikilvægasti ein-
staki þáttur hjálparinnar.
Tækniaðstoðin er svo á ýms-
um myndum. I fyrsta lagi er
þróunarlöndunum veitt bein
aðstoð með því að sérfræðing-
ar eru sendir þeim til þess að
hafa með höndum kennslu-
störf í sinni grein eða láta
íbúa þeirra njóta starfskrafta
sérfræðinganna á annan hátt,
svo sem að þeir hafi með hönd-
um leiðbeiningarstarfsemi o.fl.
í öðru lagi er lagt fram fé til
þess að koma á fót skólum og
öðrum menntastofnunum í
þessum löndum. 1 þriðja lagi
taka lönd þau, er aðstoðina
veita á móti námsfólki frá
þróunarlöndunum og annast
þjálfun þeirra og menntun.
Rétt er að vekja athygli á
því, að ráðstafanir þær, sem
gerðar eru á þennan hátt til
aukningar menntunar íbúa
þróunarlandanna eru ekki ein-
vörðungu fólgnar í eflingu
verkkunnáttu og tæknimennt-
unar í þrengri merkingu þess
orðs heldur er einnig lögð á-
herzla á það að efla hæfni til
skipulagningar, málakunnáttu
og annað, sem auðveldar sam-
skipti þróunarlandanna og ann-
arra landa. Mikil áherzla hef-
ir einnig verið lögð á „tækni-
aðstoð“ í þeirri mynd, að skapa
skilyrði fyrir aukinni sparifjár-
myndun í þróunarlöndunum
t. d. með því að vinna að því,
að koma þar á fót stofnunum,
er á öruggan hátt ávaxti spari-
fé íbúanna. Er tilgangur þeirra
auðvitað sá, að hjálpa þróun-
arlöndunum þannig til þess að
leysa sjálf fjármagnsvandamál
sitt.
4. Gerð „fjölskylduáætlana"
Þar sem megintilgangur að-
stoðarinnar við þróunarlöndin
er útrýming örbirgðarinnar í
þessum löndum, eða aukning
þjóðartekna á íbúa, þar er
aukning framleiðsluafkasta ekki
eina leiðin, sem til greina
kemur til að ná settu marki.
Eins og áður var nefnt, er
offjölgun fólks, þ. e. meiri
fólksfjölgun en nemur fram-
leiðsluaukningunni, ein sér
me^inorsök er heldur fátækt-
inni við í þessum löndum.
Hinar miklu framfarir, sem
orðið hafa í læknavísindunum
og þróunarlöndin hafa orðið
aðnjótandi vegna hjálparsstarf-
seminnar í þágu þeirra, hafa
jafnvel orðið til þess að auka
þennan vanda, þar sem þessar
framfarir hafa örvað fólksfjölg-
unina, án þess að um hafi ver-
ið að ræða samsvarandi aukn-
inga framleiðsluafkasta.
Ein þeirra leiða, sem til greina
kemur til þess að draga úr ör-
birgðinni í þróunarlöndunum,
er því sú, að leitast við að
hefta hina öru fólksfjölgun
með upplýsingarstarfsemi með-
al íbúanna sem nauðsyn þess
að fólksfjölgun sé haldið í
skefjun, útbreiðslu þekkingar
á því hversu megi takmarka
fæðingar o. s. frv. Fræðsla af
þessu tagi hefir verið kölluð
„fjölskylduáætlanir“ og er gerð
þeirra einn þáttur aðstoðarinn-
ar við þróunarlöndin.
Mjög er það auðvitað mis-
munandi, hverja áherzlu þau
lönd, er tekið hafa þátt í að-
stoðinni við þróunarlöndin,
hafa lagt á hvern hinna ein-
stöku þátta hjálparinnar sem
hér hefir verið gerð grein fyr-
ir. Slíkt fer í fyrsta lagi eftir