Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 29

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 29
STÚDENTABLAÐ 29 böndum tannlæknanemafélaga, Alþjóðasambandi tannlækna- nema (I.A.D.S.) og Sambandi norrænna tannlæknanema (N. O. S.). Alþjóðasambandið hélt árlegan sumarkongress sinn í London í ágúst sl., og sótti for- maður félagsins þingið. Einn- ig sótti hann ásamt ritara fé- lagsins þing N. O. S., sem hald- ið var í Árhus sl. sumar. Fé- lag tannlæknanema hefur á undanförnum árum haldið uppi stúdentaskiptum við fé- lög innan N. O. S. Á þessu ári áttum við skipti við Odont- ologisk forening í Kaupmanna- höfn og Odontologiska foren- ingen í Umeá í Svíþjóð, en þar er nýr tannlæknaháskóli, einn sá alfullkomnasti á Norð- urlöndum. Af ofanskráðu má sjá að starfsemi félagsins stend ur með allmiklum blóma, þrátt fyrir ýmislegt sem er starf- seminni fjötur um fót eins og t. d. alger skortur á húsnæði undir félagsstarfsemina og fæð félagsmannanna, en þeim fer fækkandi frekar en hitt vegna ástandsins í deildarmálunum. Er það von okkar allra að úr þessu verði hægt að bæta hið fyrsta. Sigurður L. Viggósson stud. odont. Frá Orator Allir stúdentar innritaðir í lagadeild Háskóla Islands eru eo ipso félagar í Orator. Mark- mið félagsins er að vinna að þeim hagsmunamálum laga- nema, er varða nám þeirra og skóla nokkru. Ekki er því að óttast, að viðfangsefnin þrjóti hjá þessu elzta deildarfélagi háskólans. Félagsstarfsemin hefir það að megin markmiði, að þjálfa laganema í meðferð lögfræði- legra viðfangsefna, rökfimi, mælskulist og öðru því, sem prýða má góðan lögfræðing. Einn meginþátturinn í starfi Orators er útgáfa Úlfljóts, sem er málgagn félagsins út á við og eitt helzta vísindarit um lögfræðileg efni hér á landi. 1 ritið skrifa bæði laganemar og lögfræðingar, svo og innlendir og erlendir vísindamenn. Úlfljótur kemur út ársfjórð- ungslega og er röskar 50 bls. að stærð. Blaðið hefur komið út í 18 ár. Málflutningur er væntanlega vaxandi þáttur í félagsstarf- seminni. Undanfarin ár hafa að jafnaði verið flutt tvö mál á ári, en nú eru horfur á að auka þennan þátt verulega. Fyrsta málið, er flutt var i bæjarþingi Orators, var flutt fyrir aldarfjórðungi síðan. Var það svokallað Tertumál. Voru tildrög þess eitthvað á þá leið, að kona í Kaupmannahöfn pantaði rjómatertu hjá bakara og átti að fá hana senda heim. En margt fer öðru vísi en ætl- að er. I sama húsi og konan bjó í vildi svo til, að verið var að heyja afmæli þennan dag og sendillinn, sem kom með tertuna, afhenti hana í ógáti í þann stað, og þar var tertunni banað í þeirri trú, að hún væri afmælisgjöf. Upphófust nú mik il málaferli, er afmælisbarnið neitaði að borga. En að loknum málflutningi í bæjarþingi Ora- tors fékkst þó aldrei endanleg- ur dómur sökum ósamkomu- lags milli dómaranna. Og við það situr enn. Stjórn Orators hefir nú fullan hug á að taka mál þetta upp að nýju og freista þess, að málið fái far- sælli lyktir. 4. desember n.k. verður bæj- arþing Orators sett í hátíðasal háskólans af dómforseta, Sig- urði Gizurarsyni og fyrir verð- ur tekið málið 2/1965. — Að loknum málflutningi mun full- trúi yfirborgardómara, Björn Friðfinnsson, reifa málið og leiða almennar umræður um viðfangsefnið. Væntanlega verður bæjarþing Orators fjöl- sótt. Á almennum félagsfundum, sem haldnir eru einir 10 á ári, koma lögspakir fræðimenn og fjalla um hin margvíslegu efni, sem lögfræðin fæst við. Að framsögu lokinni hefjast síðan almennar umræður, laganem- ar varpa fram fyrirspurnum til fyrirlesara og taka þátt í um- ræðum, sem venjulega erfitt er að slíta. Auk þess, sem að framan greinir mætti nefna hinn ár- lega vísindaleiðangur laga- nema og árshátíðina 16. febrú- ar. I ár sóttu menn heim Pál sýslumann Hallgrímsson í Ár- nessýslu. Flutti hann erindi leiðangursmönnum til mikils fróðleiks um embætti sitt. Síð- an voru ýmsir merkisstaðir í sýslunni sóttir heim, m. a. var komið við á vinnuhælinu að Litla-Hrauni. Sigurður Líndal kynnti mönnum sögu Kambs- ránsins og staðhætti að Kambi. Auk þess flutti hæstaréttarritari gagnmerkt erindi á Þingvöllum um lögtöku Jónsbókar. Hátíðis- dagurinn 16. febrúar er að vanda hátíðlegur haldinn, og er þá mik- ið um dýrðir. Haldnir eru vís- indalegir fyrirlestrar, mál eru sótt og varin á bæjarþingi Ora tors, og merkar þjóðfélags- stofnanir eru sóttar heim s. s. Alþingi, borgarstjórn og sendi- ráð. Orator er aðili að Norræna laganemaráðinu. Vinnur það, að eflingu kynna og samvinnu nor- rænna laganema og prófess- ora. Ráð þetta hefur nýlega verið sett á laggirnar. Vænta norrænir laganemar mikils af starfsemi þess. Hér hefur verið stiklað á stóru og mörgum þáttum sleppt, er ræða mætti. Ljóst má þó vera, að starfsemi Ora- tors er ekki aðeins mikilvæg- ur þáttur í félagslífi laganema almennt heldur jafnframt stór þáttur í sjálfu laganáminu. Jón Oddsson, stud. jur. Frá Félagi verkfræði- nema Deildarfélag verkfræðinema var stofnað í janúar 1948 og hefur verið starfrækt síðan. I haust innrituðust 34 nýstúdent- ar í deildina, en í fyrrahaust 21 og þóttu þá margir. Þetta er þó eðlileg þróun, þ. e. raun- vísindi eiga æ ríkari þátt i þjóðfélaginu. I deildinni eru alls 70 nemendur. Félagsstarfsemi innan deild- arinnar hefur staðið með nokk- uð misjöfnum blóma á ýmsum tímum hennar, en hefur þó glæðst undanfarin ár. Hefur deildin þó ekkert deildarher- bergi, og er það náttúrulega ó- hæft. Á síðasta aðalfundi var sam- þykkt tillaga þess efnis, að 1. árs menn fengu kosinn áheyrn- arfulltrúa í stjórn félagsins og fengu þannig betra tækifæri til að koma óskum sínum á framfæri og fylgjast með störf um félagsins. Undanfarin ár hefur aðbún- aður deildarinnar einkum varð- andi húsnæði og áhöld verið mjög ábótavant. Stafar þetta af óvanalega mikilli fjölgun nem- enda. Verkfræðinemar hafa til skamms tíma kvartað sáran yfir lélegum teikniborðum og ekki að ástæðulausu. Nú hefur verið úr þessu bætt og ný hent ug og snyrtileg borð fengizt. Ríkir mikil gleði meðal verk- fræðinema yfir þessu. í marz síðastliðnum var far- ið í vísindaleiðangur til Surts- eyjar. Tókst hann með ágæt- um. Var lagt af stað úr Reykja- vík kl. 6 að morgni áleiðis til Þorlákshafnar. Þar vildi til, að einum gá(mmíbátnum hvolfdi í lendingu, og féllu nokkrir prófessorar ásamt tveimur nemendum útbyrðis. Ekki varð

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.