Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. september 2009 11
Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða
í síma 5 900 100
London
2.-4. október
9.-11. október
3.-6. desember - Uppselt
Malmö
2.-4. október
9.-11. október
Flug til Kaupmannahafnar
Aðeins bókanlegt á www.expressferdir.is og greiðist með VISA kreditkorti.
Sölutímabil: 21.09.2009-30.09.2009
Berlín
9.-12. október
23.-26. október
13.-16. nóvember
Verð frá:
49.900 kr.
m.v. 2 nætur á mann í tvíbýli
á Bayswater Inn*** Innifalið:
flug með flugvallarsköttum og
öðrum gjöldum ásamt gistingu
með morgunverði.
Verð frá:
59.900 kr.
m.v. 2 nætur á mann í tvíbýli á
Stayat Malmö, 2.-4. okt. Innifalið:
flug með flugvallarsköttum og
öðrum gjöldum ásamt gistingu
með morgunverði. Lestarferð til
Malmö ekki innifalin.
Verð frá:
59.900 kr.
m.v. 3 nætur á mann í tvíbýli
á Hotel Gates****, 9.-12.
okt. Innifalið: flug með
flugvallarsköttum og öðrum
gjöldum ásamt gistingu með
morgunverði.
Sértilboð fyrir VISA kreditkorthafa á
helgarferðum með Express ferðum
IÐNAÐUR „Við höfum rætt um það
í langan tíma að stofna samtök.
Þegar við skoðuðum málið af
alvöru á þessu ári kom það okkur
í opna skjöldu hvað þessi iðnaður
er stór,“ segir Jónas Björgvin Ant-
onsson, framkvæmdastjóri tölvu-
leikjafyrirtækisins Gogogic.
Samtök leikjaframleiðenda
verða stofnuð formlega síðdegis í
dag. Innan þeirra eru í kringum tíu
tölvuleikjafyrirtæki með um fjög-
ur hundruð starfsmenn. Umsvifa-
mest eru CCP, sem á og rekur fjöl-
spilunarleikinn EVE Online, og
Betware, sem framleiðir lausnir
fyrir happdrættis-, talna- og get-
raunaleiki á borð við 1X2. Áætluð
velta fyrirtækjanna er í kringum
tíu milljarðar króna á þessu ári.
„Kreppuástand er það besta
sem getur komið fyrir tölvuleikja-
fyrirtæki,“ segir Davíð Lúðvíks-
son, forstöðumaður hjá Samtökum
iðnaðarins, en samtök leikjafram-
leiðenda munu eiga aðild að þeim.
Davíð segir samkeppnisaðstöðu
fyrirtækjanna góða í skugga
gengis hrunsins. Hann segir frum-
kvæðið að stofnun samtakanna
hafa komið frá fyrirtækjunum
sjálfum.
„Það er mun betra að standa
saman. Þá verða þau sýnilegri,“
segir hann.
- jab
JÓNAS BJÖRGVIN ANTONSSON Framkvæmdastjóri Gogogic segir það hafa komið sér
á óvart hvað tölvuleikjageirinn hér sé stór. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Samtök íslenskra tölvuleikjaframleiðenda verða stofnuð í dag:
Framleiðendur velta tíu milljörðum króna
NÝSKÖPUN Háskóli Íslands og
Oxymap ehf. gerðu nýverið með
sér samning um rannsóknir á
sviði súrefnismælinga og mun
Oxymap veita Háskólanum styrk
vegna stöðu sérfræðings við
læknadeild.
Frumkvöðlar að Oxymap eru
Einar Stefánsson og Jón Atli
Benediktsson, prófessorar við
Háskóla Íslands. Þeir hafa í
félagi við aðra þróað súrefnis-
mæli fyrir augnbotna sem getur
tryggt meðferð við augnsjúkdóm-
um fyrr en áður var kleift.
Tæknin nýtist við meðhöndl-
un á sykursýki, bláæðastíflum
í sjónhimnu og gláku og metur
einnig áhrif lyfja- og leysimeð-
ferðar. - shá
Sprotafyrirtækið Oxymap:
Samningur við
Háskóla Íslands
HJÁ AUGNLÆKNI Ný tækni tryggir með-
ferð við augnsjúkdómum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
MÁLÞING Næring og vernd móður-
mjólkur og brjóstagjöf fyrstu
dagana er á meðal efnis málþings
um brjóstagjöf sem haldið verður
á morgun, laugardag.
Fjórir fyrirlestrar verða fluttir
á þinginu sem hefst klukkan ell-
efu og stendur til rúmlega tvö og
er haldið í húsnæði Mímis.
Málþingið er haldið í tilefni
brjóstagjafavikunnar á Íslandi en
nánari upplýsingar um hana er
að finna á síðunni www.brjosta-
gjafavika.org. - sbt
Málþing um brjóstagjöf:
Næring og
vernd brjósta-
mjólkur
BRJÓSTAGJÖF Fjórir fyrirlestrar verða
fluttir um næringu og vernd móður-
mjólkur og brjóstagjöf í húsnæði Mímis.
KÚBA, AP Bandaríkjaforseti hefur
farið út af sporinu með því að
láta ekki loka Guantanamo-fanga-
búðunum á Kúbu og leggja af
herréttarhöld yfir föngum, segir
fangi í búðunum.
Ahmed al-Darbi hélt uppi mynd
af Barack Obama á meðan her-
réttarhöld yfir honum stóðu
yfir á síðasta ári til að sýna að
hann tryði á breytingar vegna
embættis töku Obama. Hann
segir vonbrigðin bitur. Al-Darbi
er sakaður um að hafa átt þátt í
samsæri um að útvega útbúnað
til að fremja hryðjuverk. Obama
hefur sagst ætla að loka fanga-
búðunum í janúar. - bj
Fangi í Guantanamo:
Búinn að missa
trúna á Obama