Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. september 2009 11 Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 London 2.-4. október 9.-11. október 3.-6. desember - Uppselt Malmö 2.-4. október 9.-11. október Flug til Kaupmannahafnar Aðeins bókanlegt á www.expressferdir.is og greiðist með VISA kreditkorti. Sölutímabil: 21.09.2009-30.09.2009 Berlín 9.-12. október 23.-26. október 13.-16. nóvember Verð frá: 49.900 kr. m.v. 2 nætur á mann í tvíbýli á Bayswater Inn*** Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum gjöldum ásamt gistingu með morgunverði. Verð frá: 59.900 kr. m.v. 2 nætur á mann í tvíbýli á Stayat Malmö, 2.-4. okt. Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum gjöldum ásamt gistingu með morgunverði. Lestarferð til Malmö ekki innifalin. Verð frá: 59.900 kr. m.v. 3 nætur á mann í tvíbýli á Hotel Gates****, 9.-12. okt. Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum gjöldum ásamt gistingu með morgunverði. Sértilboð fyrir VISA kreditkorthafa á helgarferðum með Express ferðum IÐNAÐUR „Við höfum rætt um það í langan tíma að stofna samtök. Þegar við skoðuðum málið af alvöru á þessu ári kom það okkur í opna skjöldu hvað þessi iðnaður er stór,“ segir Jónas Björgvin Ant- onsson, framkvæmdastjóri tölvu- leikjafyrirtækisins Gogogic. Samtök leikjaframleiðenda verða stofnuð formlega síðdegis í dag. Innan þeirra eru í kringum tíu tölvuleikjafyrirtæki með um fjög- ur hundruð starfsmenn. Umsvifa- mest eru CCP, sem á og rekur fjöl- spilunarleikinn EVE Online, og Betware, sem framleiðir lausnir fyrir happdrættis-, talna- og get- raunaleiki á borð við 1X2. Áætluð velta fyrirtækjanna er í kringum tíu milljarðar króna á þessu ári. „Kreppuástand er það besta sem getur komið fyrir tölvuleikja- fyrirtæki,“ segir Davíð Lúðvíks- son, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, en samtök leikjafram- leiðenda munu eiga aðild að þeim. Davíð segir samkeppnisaðstöðu fyrirtækjanna góða í skugga gengis hrunsins. Hann segir frum- kvæðið að stofnun samtakanna hafa komið frá fyrirtækjunum sjálfum. „Það er mun betra að standa saman. Þá verða þau sýnilegri,“ segir hann. - jab JÓNAS BJÖRGVIN ANTONSSON Framkvæmdastjóri Gogogic segir það hafa komið sér á óvart hvað tölvuleikjageirinn hér sé stór. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samtök íslenskra tölvuleikjaframleiðenda verða stofnuð í dag: Framleiðendur velta tíu milljörðum króna NÝSKÖPUN Háskóli Íslands og Oxymap ehf. gerðu nýverið með sér samning um rannsóknir á sviði súrefnismælinga og mun Oxymap veita Háskólanum styrk vegna stöðu sérfræðings við læknadeild. Frumkvöðlar að Oxymap eru Einar Stefánsson og Jón Atli Benediktsson, prófessorar við Háskóla Íslands. Þeir hafa í félagi við aðra þróað súrefnis- mæli fyrir augnbotna sem getur tryggt meðferð við augnsjúkdóm- um fyrr en áður var kleift. Tæknin nýtist við meðhöndl- un á sykursýki, bláæðastíflum í sjónhimnu og gláku og metur einnig áhrif lyfja- og leysimeð- ferðar. - shá Sprotafyrirtækið Oxymap: Samningur við Háskóla Íslands HJÁ AUGNLÆKNI Ný tækni tryggir með- ferð við augnsjúkdómum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. MÁLÞING Næring og vernd móður- mjólkur og brjóstagjöf fyrstu dagana er á meðal efnis málþings um brjóstagjöf sem haldið verður á morgun, laugardag. Fjórir fyrirlestrar verða fluttir á þinginu sem hefst klukkan ell- efu og stendur til rúmlega tvö og er haldið í húsnæði Mímis. Málþingið er haldið í tilefni brjóstagjafavikunnar á Íslandi en nánari upplýsingar um hana er að finna á síðunni www.brjosta- gjafavika.org. - sbt Málþing um brjóstagjöf: Næring og vernd brjósta- mjólkur BRJÓSTAGJÖF Fjórir fyrirlestrar verða fluttir um næringu og vernd móður- mjólkur og brjóstagjöf í húsnæði Mímis. KÚBA, AP Bandaríkjaforseti hefur farið út af sporinu með því að láta ekki loka Guantanamo-fanga- búðunum á Kúbu og leggja af herréttarhöld yfir föngum, segir fangi í búðunum. Ahmed al-Darbi hélt uppi mynd af Barack Obama á meðan her- réttarhöld yfir honum stóðu yfir á síðasta ári til að sýna að hann tryði á breytingar vegna embættis töku Obama. Hann segir vonbrigðin bitur. Al-Darbi er sakaður um að hafa átt þátt í samsæri um að útvega útbúnað til að fremja hryðjuverk. Obama hefur sagst ætla að loka fanga- búðunum í janúar. - bj Fangi í Guantanamo: Búinn að missa trúna á Obama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.