Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 2
2 25. september 2009 FÖSTUDAGUR
Kristján, má ekki með réttu
kalla þá bæklinga?
„Ekki ef þeir eru innbundnir.“
Ekki er talið að jólabókaútgáfan verði
minni að vöxtum nú en fyrri ár. Ástæðan
er meðal annars tilkoma lítilla bókafor-
laga. Kristján B. Jónasson er formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda.
HEILBRIGÐISMÁL Stefnt er að því að
einkarekið sjúkrahús sem mun
sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliða-
aðgerðum á erlendum ríkisborg-
urum verði opnað hér á landi síðla
árs 2011 eða snemma árs 2012.
Forsvarsmenn verkefnisins
skoða nú lóðir á Álftanesi, í Garði
og Mosfellsbæ. Gunnar Ármanns-
son, framkvæmdastjóri Prima-
Care, segir að vonandi verði hægt
að taka ákvörðun um staðsetningu
á næstu vikum.
Kostnaður við uppbyggingu
sjúkrahússins er áætlaður á bilinu
100 til 150 milljónir Bandaríkja-
dala, eða þrettán til nítján millj-
arðar króna, segir Gunnar. Verkið
verði fjármagnað bæði af innlend-
um og erlendum aðilum.
Áformað er að reisa sjúkrahús
með 120 herbergjum, sem geti
annað allt að sex þúsund sjúkling-
um á ári. Gunnar segir að á sömu
lóð verði reist hótel með 220 her-
bergjum. Algengt er að ættingjar
fylgi fólki sem ferðast til að fara í
mjaðma- og hnjáliðaaðgerðir.
Talsverðan fjölda starfsmanna
þarf fyrir bæði sjúkrahúsið og
hótelið. Gunnar segist reikna með
í það minnsta 600 starfsmönnum,
og hugsanlega allt að 1.000.
Sjúklingar munu aðallega koma
frá Bandaríkjunum og Evrópu.
Gunnar segir að sjúkrahúsið sé
ekki hugsað til að sinna íslenska
markaðinum, en kjósi Íslendingar
að kaupa sér heilbrigðisþjónustu á
eigin kostnað sé það þeim í sjálfs-
vald sett. Þeir geti það nú þegar
hjá öðrum einkareknum sjúkra-
húsum utan landsteinanna.
Lítið hefur farið fyrir samráði
við heilbrigðisráðuneytið. Gunnar
segir að óskað hafi verið eftir við-
tali við heilbrigðisráðherra í lok
ágúst, en ekki hafi tekist að finna
tíma til að funda með honum.
„Þetta yrði geysileg lyftistöng
fyrir bæinn, og ég er viss um að
bæjarbúar myndu taka þessu fyrir-
tæki fagnandi,“ segir Haraldur
Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells-
bæjar. Bæjarráð Mosfellsbæjar
hefur lýst eindregnum stuðningi við
byggingu sjúkrahúss PrimaCare á
Íslandi. Haraldur segir það heiður
fyrir bæjarfélagið að til greina
komi að fyrirtækið byggi upp starf-
semi sína í Mosfellsbæ.
Bærinn hefur boðið forsvars-
mönnum PrimaCare aðstöðu á
fjórum stöðum í bæjarfélaginu:
á lóð Reykjalundar, í Skammadal
austan við Reykjalund, á Sólvöllum
fyrir ofan Akra og í Reykjahlíð í
námunda við Tungumela, segir
Haraldur. Hann segir fyrirtækið
þurfa um fjögurra hektara lóð, og
nægt pláss sé fyrir starfsemina í
bæjarfélaginu. brjann@frettabladid.is
Leggja milljarða í
nýtt einkasjúkrahús
Forsvarsmenn fyrirhugaðs einkasjúkrahúss ætla að leggja allt að nítján millj-
arða króna í uppbyggingu sjúkrahúss og tengds hótels. Skoða lóðir á Álftanesi, í
Garði og Mosfellsbæ. Vilja byggja 120 herbergja spítala og 220 herbergja hótel.
REYKJALUNDUR Mögulegt er að sjúkrahús og hótel rísi í nágrenni Reykjalundar í
Mosfellsbæ, en einnig er verið að skoða lóðir á Álftanesi og í Garði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÖLMIÐLAR Blaðamannafélag Íslands harmar
að fjöldi reyndra starfsmanna Morgunblaðs-
ins hafi verið rekinn. Í tilkynningu frá félag-
inu segir að blaðamenn geti ekki við það unað
að umdeildur stjórnmálamaður eins og Davíð
Oddsson, sem tengist efnahagshruninu í
gegnum fyrri störf, ritstýri blaðinu.
Hátt í fjörutíu starfsmenn Morgunblaðsins,
fastráðnir og ekki, hafa misst vinnuna upp á
síðkastið, þar af þrjátíu í gær. Meðal þeirra
var tæpur fimmtungur blaðamanna, eða nítj-
án af 104. Meðal brottrekinna er fólk með um
fjörutíu ára reynslu.
„Á sama tíma og ritstjórum blaðsins er
fjölgað í tvo er gífurlegri þekkingu nærri tut-
tugu blaðamanna kastað á glæ,“ segir í til-
kynningu félagsins. Ritstjórarnir tveir, sem
um ræðir, eru Davíð Oddsson, fyrrverandi
forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen,
áður ritstjóri Viðskiptablaðsins.
„Þetta var auðvitað mjög erfiður dagur,“
segir Guðni Einarsson, trúnaðarmaður á rit-
stjórn Morgunblaðsins: „Erfiðastur fyrir
þá sem voru reknir og erfiður fyrir þá sem
þurftu að sjá á eftir frábæru samstarfsfólki
sínu.“
Í tilkynningu frá útgáfufélaginu Árvakri
kemur fram að aðgerðunum sé ætlað að koma
rekstri blaðsins í jafnvægi. Fram undan sé
„umtalsverð barátta þar sem Árvakur mun
hvergi gefa eftir“.
Nokkrir lesendur Fréttablaðsins greindu
frá því í gær að þeir hefðu reynt að segja
upp áskrift sinni að Morgunblaðinu þá um
daginn, en ekki tekist. Á skrifstofum blaðsins
hefði síminn verið á tali. - kóþ
Blaðamannafélagið harmar uppsagnir á Morgunblaðinu og segir Davíð Oddsson draga úr trúverðugleika:
Blaðamenn geti ekki við þetta unað
ÓSKAR KYNNIR BREYTINGARNAR Útgáfustjóri Morgun-
blaðsins kynnti breytingar í rekstri blaðsins í gær. Hann
býst við því að nýir ritstjórar taki til starfa í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÚTGÁFA Popp, mánaðarlegt fylgirit
Fréttablaðins, kemur út í fyrsta
skipti í dag.
Fegurðar-
drottningin
Ingibjörg
Ragnheiður
Egilsdóttir,
sem keppti
fyrir Íslands
hönd í Miss
Universe, og
Bjarni Jens-
son, söngv-
ari hljóm-
sveitarinnar
Cliff Clavin, prýða fyrstu forsíðu
Popps.
Í blaðinu er einnig dómur um
plötuna The Resistance með
Muse, umfjöllun um nýjasta
myndband Rammstein og margt
fleira.
Ritstjóri er Atli Fannar Bjarka-
son, sem hóf nýlega störf á Frétta-
blaðinu eftir að hafa ritstýrt tíma-
ritinu Monitor síðustu misseri.
Nýtt blað með Fréttablaðinu:
Popp kemur út
í fyrsta skipti
Laugavegi · Kringlunni
www.skifan.isNÝTT
Í SKÍFUN
NI
#1
Á ÍSLAN
DI
GU
S
GU
S
HJ
ÁL
MA
R
CLIFF
CLAVIN
LÍTIÐ ROKK AÐ LÁTA R
EKA
SIG ÚT ÚR HVALVEIÐIS
KIPI
FYLGIRIT FRÉTTABLA
ÐSINS • SEPTEMBER 20
09
REYKJAVÍK Borgarráð vísaði í gær,
með atkvæðum meirihlutans, frá
tillögum Vinstri grænna og Sam-
fylkingar um að borgin beitti sér
fyrir uppsetningu minnismerkis
um Helga Hóseasson á horni
Langholtsvegar og Holtavegar.
Fulltrúar minnihlutans höfðu lagt
fram hvor sína tillöguna.
Í bókun meirihlutans er vísað
í frumkvæði hóps einstaklinga
sem sýnt hafi verkinu áhuga.
Borgarstjóri hafi þegar hitt for-
svarsmenn hópsins og ekki sé
tímabært að Reykjavíkurborg
leggi línurnar í málinu. Hópurinn
muni senda inn erindi um málið á
næstu vikum. - kóp
Minning Helga Hóseassonar:
Tillögum um
styttu vísað frá
HELGI HÓSEASSON Meirihlutinn vill bíða
eftir hugmyndum hóps áhugamanna
um hvernig beri að minnast Helga.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KÓPAVOGUR Undirbúningur fyrir
byggingu óperuhúss í Kópavogi
kostaði 35 milljónir, en ekkert
varð af húsinu.
Þetta var upplýst á fundi bæjar-
ráðs Kópavogs í gær, eftir fyrir-
spurn frá Guðríði Arnardóttur,
fulltrúa Samfylkingarinnar. Guð-
ríður segir í samtali við RÚV að
þetta sé allt of mikill kostnaður
og hefur óskað eftir að fá að sjá
reikningana.
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar-
stjóri fyrir hönd sjálfstæðis-
manna, segir enga ástæðu til að
ætla annað en kostnaðurinn sé
eðlilegur. - kóþ
Bæjarráð Kópavogs:
Hús sem ekki
varð kostar 35
milljónir króna
EFNAHAGSMÁL Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda, tekur undir
tillögur ASÍ um úrbætur á lögum
um greiðsluaðlögun og annað
sem tengist skuldavanda heimil-
anna. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu sem Gísli sendi frá sér í gær.
Hann segir að fagna beri frum-
kvæði ASÍ og samantektinni, sem
sé í ágætu samræmi við úrbótatil-
lögur hans.
Tillögurnar eru jákvæðar að
því leyti að þær bæta greiðsluað-
lögunarferli sem neyðarúrræði og
styrkja réttarstöðu lántakenda,
að mati Hagsmunasamtaka heim-
ilanna, sem einnig sendu frá sér
yfirlýsingu í gær. Þær taka hins
vegar ekki á þeim forsendubresti
sem breytt hefur skuldastöðu
heimilanna og höggva ekki á þann
efnahagshnút sem blasir við heim-
ilum landsins. Talsmaður neyt-
enda er á svipuðu máli og bendir
á að sértæk úrræði til greiðsluað-
lögunar dugi ekki til fyrir neyt-
endur. Þau mæti ekki þeim mikla
vanda sem íslensk heimili standi
frammi fyrir vegna skulda.
Hagsmunasamtök heimilanna
segja Seðlabankastjóra hafa tekið
af allan vafa um að taka þurfi á
gengistryggðum lánum svo hægt
sé að lækka stýrivexti. Tillögur
ASÍ ekki hafa nein áhrif á boðað
greiðsluverkfall, sem á að hefjast
þann 1. október. - þeb
Talsmaður neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna um tillögur ASÍ:
Taka ekki á forsendubresti
MÆTA EKKI VANDA Tillögur ASÍ taka ekki á forsendubresti vegna hrunsins, að mati
talsmanns neytenda og Hagsmunasamtaka heimilanna. Almenningur stendur
frammi fyrir miklum vanda, og greiðsluaðlögun dugar ekki til að leysa úr því.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ORKUMÁL Að sögn Joe Biden,
varaforseti Bandaríkjanna, hafa
þeir Barack Obama rætt árangur
Íslendinga á sviði hreinnar orku
sín á milli. Biden greindi Ólafi
Ragnari Grímssyni frá þessu á
fundi þeirra í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu í gær.
Þar sátu Ólafur Ragnar og
Biden 300 gesta kvöldverð þar
sem fagnað var „árangri Íslands
í orkumálum“, segir í tilkynningu
forsetaembættisins. Ólafur ræddi
þar hvernig „tæknikunnátta
Íslendinga gæti nýst öðrum þjóð-
um“. - pg
Forseti Íslands:
Obama og Biden
ræða orkumál
SPURNING DAGSINS