Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 30
4 föstudagur 25. september Þau eru saman í hljóm- sveit, stýra saman nýjum listavettvangi og eru nýsnúin aftur úr rúmlega árslangri bóhemdvöl á Seyðisfirði. Í viðtali við Föstudag segja Svav- ar Pétur Eysteins- son og Berglind Häsler frá rækilega samantvinnuðu lífi sínu og ítrekuðum árangurs- lausum tilraunum til að stúta krúttinu. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson A usturstræti 6 hefur oft verið fjörugur staður en þar var meðal annars Kaffi Austurstræti, sem átti sér marga skrautlega fasta- gesti. Margir þeirra þeirra komið í heimsókn til nýrra húsráðenda á undanförnum dögum og líst þeim vel á hlutverkið sem þeirra gamli staður hefur fengið. Í rýminu er nú er risinn upp nýr tónlistar- og listaverslun undir nafninu Havarí. Henni stjórna með passlega harðri hendi hjónin úr Skakka manage, Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson. Ásamt þeim standa Kimi Records, Gogoyoko og Borgin hljómplötur að vettvanginum. „Þetta á að vera miklu meira heldur en bara búð,“ útskýrir Svavar, á meðan hann bisar við að setja saman ónýta kló sem hang- ir í endanum á langri rafmangs- snúru. „Þetta verður vettvang- ur fyrir tónlistarmenn, tónlistar- unnendur, listamenn og alla sem okkur þykja sniðugir.“ Á veggj- unum eru ólík verk eftir unga ís- lenska listamenn. Í Gogoyoko- horninu er hægt að kynnast tón- listarvefnum og föt merkt honum til sölu, sem E-label hefur gert sér- staklega fyrir hana. Meiningin að breyta búðinni stöðugt, þannig að alltaf sé eitthvað nýtt þang- að að sækja, viku frá viku. Innan skamms verður svo opnað útibú frá hinu smáa og ljúfa kaffihúsi Haítí á staðnum. Ákveðið var að koma verslun- inni á fót áður en tónlistarhátíð- in Réttir hæfist, sem nú stendur sem hæst. „Við vorum komin með húsnæðið á fimmtudegi og opn- uðum á laugardegi. Þetta gerð- ist allt saman mjög hratt,“ segir Berglind. Alla dagana á meðan á Réttum stendur verða tónleikar þar sem fram koma ýmsir af þeim sem koma fram á Réttum. Á laugardag- inn verður mikið prógramm þar sem margar hljómsveitir munu koma fram. ÓLÖGLEGT SAMRÁÐ Þau Berglind og Svavar eru sam- mála um að tónlistarbransinn iði af lífi á Íslandi í dag. „Maður rétt bregður sér af bæ. Svo þegar maður snýr aftur eru komnar heil- margar góðar hljómsveitir sem maður hefur aldrei heyrt af áður. Það var Grikki hérna hjá okkur í gær í sjokki. Hann trúði því ekki að meirihlutinn af þeim plöt- um sem við erum með til sölu séu íslenskar. „Þið eruð bara 300 þúsund“ æpti hann,“ segir Berg- lind. Samstarfið og velviljinn milli listamanna nú um mundir segja þau líka ómetanlegt. „Það er bull- andi ólöglegt samráð í gangi hérna. Samkeppnisyfirvöld ættu bara að vita það!“ segir Svavar. „En það er ekki hægt að verða ríkur af tónlist á Íslandi. Það eina sem vit er í er að hafa gaman af þessu.“ BÓHEMLÍF Á SEYÐISFIRÐI Þau Berglind og Svavar komu gagngert til Reykjavíkur til þess að vinna í Havarí, en undanfarið rúmt ár hafa þau verið búsett á Seyðis- firði. Þau segja tímann líða öðru- vísi þar. „Þegar ég er hér í Reykja- vík fyllist ég oft miklu eirðarleysi. En á Seyðisfirði fann ég ekki fyrir því. Við vöknuðum kannski á laugar dögum, hentum í pönnu- kökur og buðum nágrönnunum yfir. Það var hápunktur dagsins. Litlu hlutirnir fengu meira vægi. Þetta var ævintýri fyrir okkur borgarbörnin sem höfum varla verið meira en viku úti á landi,“ segir Berglind. Svavar er ekki alveg tilbúinn að skrifa undir það. „Ég er nú sveitamaður, var sumarstrákur fyrir austan í mörg ár. Ég hef alveg mokað skít, sko.“ Þau voru samt lítið í því að moka skít á Seyðisfirði, þótt þau hafi reyndar sett niður kartöflur. Mestmegnis voru þau í því að semja tónlist. Svavar segir Seyð- firðinga hafa mikið þol fyrir list. „Þeir eru æðislegir hvað þetta varðar. Það gerir einangrunin. Hér áður fyrr var eina ríkið á Austur- landi á Seyðisfirði, svo allir fóru þangað til að kaupa sér brennivín. Svo lokaðist heiðin kannski og þá var ekki annað að gera en að detta í það á Seyðisfirði. Svo hefur það líka haft sitt að segja að Dieter Roth hafði aðsetur þar.“ BRJÁLÆÐISLEGAR HUGMYNDIR Berglind tekur undir þetta og bætir við. „Þetta er sérstakur staður. Það hefur til dæmis oft komið til tals að stofna fríríki þarna. Ég lenti síðast í svoleiðis samræðum á Seyðis firði fyrir nokkrum vikum. Það er náttúrlega mikið af brjál- æðislega flottum hugmyndum sem kvikna þarna. En auðvitað er fullt af bæjar búum sem mætir aldrei á listasýningar og skiptir sér ekkert af listinni.“ Tíu ára dóttir Berglindar af fyrra sambandi flutti með þeim austur. „Þetta var svolítið erfitt fyrir hana fyrst, því hún er mikil pabba- og ömmustelpa og vön því að flakka á milli. En allt í einu var ekkert í boði nema við,“ segir Berglind. „En svo hrökk hún í gang og við áttum algjöran draumatíma þarna. Höfð- um mikinn tíma til að teikna, spjalla og bara vera saman. Það var æðislegt.“ Þau tóku tvær plötur upp á Seyðisfirði. „Við vorum með að- stöðu í kjallaranum og stundum þegar við vorum búin að borða á kvöldin fórum við bara niður og hentum í eitt lag. Það var allt svo einfalt, við þurftum aldrei að finna pössun eða fara eitthvert annað að taka upp. Það var bara eins og hluti af heimilisstörfunum að taka upp, eins og að vaska upp til dæmis.“ ENGINN RAFVIRKI „Hvað ertu að gera með þessa kló?“ spyr ljósmyndari Frétta- blaðsins Svavar, sem enn er að reyna að setja saman klóna, sem ekki ætlar að láta halda sér saman. „Hún dettur alltaf í sundur. Ég er ekki rafvirki!“ svara Svavar. Hann er grafískur hönnuð- ur og vinnur sjálfstætt sem slíkur, þótt hans aðalstarf sé að „drullu- malla í hönnun“ eins og hann segir sjálfur. Undanfarið hefur Berglind unnið sem fréttamaður RÚV á Austurlandi en hún hefur jafnframt unnið sem blaðamaður. „Mér finnst sjónvarpið mjög skemmtilegur miðill. Ef ég er með gott myndefni og góða sögu getur verið mikið kikk að sjá fréttina smella saman,“ útskýrir Berglind en stoppar snarlega þegar hávær blossi kemur úr einu horni her- bergisins. Klóin hefur sprungið í höndunum á Svavari. „Þú hefur ekki gert þetta rétt. Þú verður bara að bíta í það súra,“ segir hún þá. „Það er nú meira vesenið að skipta um eina kló!“ segir Svavar þá og hendur frá sér klónni, sem ekki verður bjargað úr þessu. ALLS ENGIN KRÚTT Þótt þau Svavar og Berglind séu óttaleg krútt á að líta verða þau ekki krúttleg á svipin þegar reynt er að bendla þau við það tegundar- heiti íslenskra tónlistarmanna. „Það er asnalegt að slengja þessu ÆTLA SÉR AÐ JARÐA KRÚTTIÐ Berglind og Svavar Þau giftu sig fyrir fimm árum, eftir nokkurra mánaða samband. Enginn hafði trú á að hjónabandið myndi ganga – nema þau sjálf og pabbi Svavars. Þau hjónin hafa aldrei verið ánægðari með lífið og eyða öllum sínu vöku- og svefnstundum saman. Pabbinn virðist því hafa vitað hvað hann söng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.