Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 35% 72% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... FÖSTUDAGUR 25. september 2009 — 227. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 MÁLÞING UM BRJÓSTAGJÖF verður haldið í Mími, Skeifunni 8, laugardaginn 26. september. Málþingið er haldið á vegum brjóstagjafavikunnar á Íslandi. Málþingið stendur frá 11 til 14.15, er öllum opið og er þátttaka gjald- frjáls. www.brjostagjafavika.org Nánar tiltekið var það í gær, hinn 24. september, sem fyrsti Guinn-ess-bjórinn var framleiddur en það var á Írlandi, nánar tiltekið í Dublin sem lögurinn var fyrst framreiddur. Hérlendis sem og annars staðar í heiminum er haldið upp á afmælið með pomp og prakt. Þannig hafa fjölmargir barir og kaffihús haft einhkonar G i Lamb með Guinness-bjór 250 ár eru liðin frá því að Arthur Guinness hóf framleiðslu á Guinness-bjór. Haldið er upp á afmælið hér- lendis með ýmsum uppákomum en Þráinn Vigfússon landsliðskokkur setti saman uppskrift af tilefninu. Blómkálsmauk og íslenskt rótargrænmeti passa að sögn Þráins Vigfússonar afar vel með lambakjötsuppskriftinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 stk. lambahryggur, úrbeinaður og hreinsaður 1 stk. skalottlaukur, fínt skorinn1/2 engiferrót, fínt skorin1 stk. hvítlauksgeiri, fínt saxaður400 ml Guin b 150 ml rjómi salt sítrónusafi Blómkálið LAMBAHRYGGVÖÐVI með Guinness-gljáa FYRIR 4 6.990 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía.Chablis Grand Cru L Glas af eðalvíni · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum ·· Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·* E Ð A *· Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar ·· Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís · VEÐRIÐ Í DAG Byrjar með látum Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands heldur sína fyrstu tónleika. TÍMAMÓT 26 CLIFF CLAVINLÍTIÐ ROKK AÐ LÁTA REKA SIG ÚT ÚR HVALVEIÐISKIPI FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • SEPTEMBER 2009 ÞRÁINN VIGFÚSSON Eldar lambakjöt með Guinness-bjór • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS SÉRBLAÐ UM KVIKMYNDAHÁTÍÐINA NORDISK PANORAMA FYLGIR BLAÐINU Í DAG Markaðurinn Fylgir Fréttablaðinu einu sinni í mánuði Næsta blað kemur út miðvikudaginn 7. október Traust og vönduð umfjöllun um viðskiptalífið Spaugstofan snýr aftur Fjórmenning- arnir leituðu að Jóhönnu á BSÍ. FÓLK 35 Margrét ánægð með Fangavaktina Fangarnir á Litla- Hrauni skelltu upp úr á miðvikudaginn. FÓLK 46 9 6 6 7 11 STORMUR Í fyrstu verður suðvest- an stormur við suðaustur- og aust- urströndina, annars hægari. Víða rigning með morgninum en síðar skúrir sunnan og vestan til. Skúrir nyrðra með kvöldinu og hvessir. VEÐUR 4 HEILBRIGÐISMÁL Gjörbreytt staða er komin upp hjá ungu heilbrigðis- starfsfólki vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Atvinnu- möguleikar nýútskrifaðra lækna og hjúkrunarfræðinga hafa skerst verulega hér á landi og hætta er talin á að þessi hópur þurfi að leita annað í auknum mæli. Ein þeirra sparnaðaraðgerða sem gripið verður til á Landspít- alanum á næstu misserum er að endurnýja ekki tímabundna ráðn- ingarsamninga og ráða ekki í störf þeirra sem hætta vegna aldurs. „Þetta er vissulega mjög breytt staða og það hefur sannast í gegn- um tíðina að þeir sem hafa góða menntun, eða annað sem er eftir- sótt annars staðar, fara fyrstir,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Hún segir að finna megi líkindi með þróuninni innanlands á undanförnum árum. Vel mennt- að fólk flytji af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins í leit að tækifærum. „Fólk skýtur svo rótum í borg- inni og það sama mun gerast núna. Fólk flytur og kemur ekkert endi- lega aftur.“ Elsa útilokar því ekki landflótta en setur þann varnagla að ástandið sé heldur ekki gott innan heilbrigðisgeirans annars staðar í Evrópu. Elsa segir að niðurskurðurinn hitti líka hjúkrunarfræðinema fyrir. „Fjórða árs nemar hafa verið að vinna hlutastörf yfir veturinn og þeir verða trúlega ekki endur- ráðnir þegar þeirra samningar renna út á næstu mánuðum.“ Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags ungra lækna, segir að líklegt megi teljast að ungir læknar fari fyrr út í sérnám en annars hefði verið og einhverjir komi seinna heim. Það geti þýtt að fleiri setjist að erlendis til fram- búðar en annars hefði verið. Hjördís þekkir dæmi þess að unglæknar séu ráðnir í skemmri tíma en áður, og þá í sex mánuði í stað tveggja ára áður. Einnig sé verið að fækka stöðugildum á svið- um þar sem álagið hafi verið mikið fyrir. „Þetta er það sem við höfum mestar áhyggjur af, að við getum ekki sinnt okkar starfi eins vel og við kysum.“ Hjördís segir að á Landspítalan- um hafi starfshópur verið settur á fót sem skoði vinnuframlag ungra lækna. „Við erum að sinna þannig starfi að það er ekki hægt að minnka vinnuframlag okkar án þess að það geti haft alvarlegar afleiðing- ar og því er tilkoma starfshópsins sérstakt ánægjuefni.“ - shá / sjá síðu 6 Gætum misst unga lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi Töluverð hætta er talin á því að ungt og vel menntað heilbrigðisstarfsfólk flýi land í atvinnuleit. Nýútskrif- aðir hjúkrunarfræðingar geta ekki gengið að atvinnu vísri, eins og var. Ungir læknar fara fyrr í sérnám. Guðjón Valur inn á topp 20 Kominn í hóp markahæstu leikmanna þýsku úrvals- deildar innar i handbolta frá upphafi. ÍÞRÓTTIR 40 POPP KEMUR ÚT Í FYRSTA SKIPTI Donald Trump hafði áhyggjur af Íslandi Ingibjörg Ragnheiður úr Miss Universe í viðtali FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ORKUMÁL Fyrirtækið Reykjavík Geothermal stýrir nú jarðhitaleit fyrir Masdar, sem er fyrirhuguð borg í furstadæminu Abu Dhabi. Að fyrirtækinu standa Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og ýmsir félagar hans sem ætluðu á sínum tíma að starfa fyrir Reykjavík Energy Invest, REI. Verkefni RG í Abu Dhabi hljóðar upp á tvö- hundruð milljónir króna og stendur í átta mánuði. Ef vel gengur að finna jarðhitann verður framhald á því, að sögn Guðmundar. Í Masdar á einungis að nýta endurnýjanlega orkugjafa og borgin á að koma Abu Dhabi í forystu í umhverfismálum. Þar á að stofna umhverfisvæn fyrirtæki og bensínbílar verða bannaðir. Hugmyndin um að fara í jarðhitaleit í Masdar mun hafa komið frá Ólafi Ragnari Grímssyni for- seta. - kóþ / sjá síðu 4 Útrás íslensks orkufyrirtækis heldur áfram í Masdar í Abu Dhabi: REI-menn í framtíðarborginni BANDARÍKIN Misskilningur á tæknifrjóvgunarstofu í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að kona gengur nú með barn sem hún á ekki. Konan heitir Carolyn Savage og er fertug. Tíu dögum eftir að hún gekkst undir tæknifrjóvgun var henni og manni hennar sagt að mistök hefðu orðið á stofunni og hún bæri barn annars pars undir belti. Henni var boðið að fara í fóstur eyðingu en ákvað að gera það ekki, þrátt fyrir að nú sé hún ófær um að eignast fleiri börn. Carolyn hefur leyft foreldrum barnsins að fylgjast með með- göngunni og þau munu fá barn- ið þegar það fæðist, en hún fer í keisaraskurð eftir tvær vikur. Savage-hjónin ætla þó í skaða- bótamál við tæknifrjóvgunar- stofuna vegna málsins. - þeb Mistök í tæknifrjóvgun: Gengur með rangt barn LAUFATÍNSLA Í KÓPAVOGI Haustlitirnir setja svip sinn á Kópavogsdalinn um þessar mundir. Sara Ósk Stefánsdóttir nýtti tækifærið til að tína þar laufblöð þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.