Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 74
42 25. september 2009 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Það tók Heiðar Helgu- son ekki langan tíma að ná áttum í endur komuleik sínum með Wat- ford á Vicarage Road-leikvangin- um um síðustu helgi. Heiðar kom inn á í hálfleik og átti þátt í fyrsta marki Watford og skoraði svo sjálf- ur tvö mörk áður en hann varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í 3- 3 jafntefli gegn Leicester í ensku b-deildinni. Þrátt fyrir að spila í aðeins 36 mínútur var Heiðar val- inn maður leiksins af stuðnings- mönnum Watford. „Ég vissi nú reyndar ekkert af þessari kosningu en það er gaman að því. Ég vona alla vega að stuðn- ingsmennirnir séu ánægðir með að fá mig til baka til félagsins og ég fékk reyndar fínar móttökur frá þeim á Vicarage Road-leikvangin- um á laugardaginn. Ég hefði í raun ekki getað hugs- að mér betri innkomu en með því að skora tvö mörk í þessum leik. En þetta var því miður svona upp og niður og það var mjög svekkj- andi að meiðast,“ sagði Heiðar í samtali við Fréttablaðið í gær. Svekkjandi tíðindi Heiðar fór í myndatöku í fyrra- dag út af meiðslunum og þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvar- legri en talið var í fyrstu því knatt- spyrnustjórinn Malky Mackay hjá Watford var að vonast til þess að framherjinn yrði klár að nýju fyrir leikinn gegn Reading um næstu helgi. Það eru hins vegar engar líkur á því. „Ég vissi um leið og ég steig í löppina að eitthvað var ekki í lagi. Það var svona eins og nál væri stungið í kálfann á mér. Eftir myndatökuna kom í ljós að ég hafði rifið vöðva í kálfanum á mér og það þýðir einfaldlega að ég verð frá næsta mánuðinn eða svo. Þetta gætu verið svona þrjár til fimm vikur. Það er augljóslega mjög leiðinlegt að lenda í þessu núna eftir að hafa verið þarna bara í fjóra daga. Svona er fótboltinn hins vegar stundum og það þýðir ekkert að vera að væla yfir þessu,“ segir Heiðar. Heiðar verður að hafa sig hægan fyrst um sinn í endurhæfingunni en getur vonandi byrjað að skokka strax í næstu viku. „Ég get ekki labbað almenni- lega eins og staðan er núna en var reyndar að koma úr sundi og ég mun halda mér við með því að synda næstu daga. Ég verð að passa mig að setja engan þunga á meiddu löppina en í næstu viku get ég svo vonandi byrjað að hjóla og svo skokka og þannig koll af kolli. Þetta kemur smátt og smátt og maður verður bara að vera þolin- móður,“ segir Heiðar. Nokkur kunnugleg andlit Heiðar er ánægður með mót- tökurnar sem hann hefur fengið hjá Watford síðan hann kom en leikmannahópurinn er vitanlega mikið breyttur frá því hann var hjá félaginu síðast en Heiðar lék með Watford í fimm og hálft tíma- bil á árunum 2000-2005. „Það eru fjórir leikmenn enn hjá Watford af þeim sem voru þarna með mér áður. Þá eru Alec Cham- berlain og Sean Dyche orðnir þjálf- arar hjá Watford en þeir spiluðu með mér þarna á sínum tíma og ég myndi segja að þeir tveir hafi haft mikið að segja með þá ákvörð- un mína að snúa aftur til félagsins. Þeir alla vega auðvelduðu ákvörð- unina talsvert,“ sagði Heiðar. Heiðar er á lánssamningi hjá Watford frá QPR til áramóta og þá verður farið yfir stöðu mála en forráðamenn Watford hafa gefið sterklega í skyn að þeir vilji halda honum áfram hjá félaginu í það minnsta út tímabilið. Lokaákvörð- unin um framhaldið liggur svo væntanlega hjá Heiðari sjálfum. Heiðar var að leika sinn 175. deildarleik fyrir Watford um helg- ina en hann hefur skorað 57 mörk í þeim leikjum. omar@frettabladid.is Tregablandin endurkoma Heiðars Heiðar Helguson skoraði tvennu í endurkomuleik sínum fyrir Watford um síðustu helgi eftir fjögurra ára fjarveru frá félaginu. Dalvíkingurinn meiddist aftur á móti í leiknum og verður frá í um það bil mánuð. HARÐJAXL Heiðar er nánast í guðtölu hjá stuðningsmönnum Watford, er þekktur fyrir að gefa ekki tommu eftir og það kunna stuðningsmennirnir vel að meta. Heiðar fékk því blíðar móttökur í endurkomuleik sínum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ensku götublöðin News of the World og Daily Mail hafa beðið enska landsliðsþjálfarann Fabio Capello formlega afsök- unar á myndum sem birtust af honum á dögunum. Á myndunum sást Capello spranga um á baðströnd ásamt eiginkonu sinni og þótti landsliðs- þjálfaranum þær óviðeigandi. Enska knattspyrnusambandið fór því í málið að beiðni Capellos og niðurstaðan varð sú að umrædd dagblöð báðust afsök- unar og lofuðu að virða einkalíf landsliðsþjálfarans í framtíðinni. Capello fékk það jafnframt í gegn að dagblöðin myndu borga þær skaðabætur sem hann átti að fá, til Sir Bobby Robson- stofnunar innar, sem safnar pen- ingum sem notaðir eru til ýmissa krabbameinsrannsókna á Eng- landi. - óþ Landsliðsþjálfari Englands: Afsökunarbeiðni frá slúðurblöðum CAPELLO Er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar- félagið Stoke hefur formlega beðið Jason Euell, leikmann Blackpool, afsökunar á hegðun stuðningsmanns Stoke. Umrædd- ur stuðningsmaður gerði sig sekan um kynþáttaníð í garð Euells meðan á leik Stoke og Blackpool stóð í enska deildabik- arnum á þriðjudagskvöld. „Við þurfum fyrst að bíða þess að lögreglurannsókn ljúki áður en við getum sjálfir refsað við- komandi. Britannia-leikvangur- inn er fjölskylduvænt umhverfi og svona hegðun verður auðvitað ekki liðin,“ segir í yfirlýsingu frá Stoke. - óþ Jason Euell hjá Blackpool: Fórnarlamb kynþáttahaturs FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Phil Jagielka hjá Everton lenti í leið- indaatviki í fyrrakvöld þegar hann sat heima hjá sér og horfði á leik Hull og Everton í enska deildarbikarnum í sjónvarpinu. Þrír grímuklæddir menn bru- tust inn á heimili hans í Knuts- ford í Cheshire á Englandi og hótuðu honum með hnífi og fengu hann til þess að afhenda þeim skartgripi og lyklana að Range Rover-bifreið. Ekki er vitað hvort innbrotsþjófarnir hafi haldið að Jagilka yrði að spila umræddan leik með Everton en hann hefur ekkert leikið með Everton á þessu tímabili vegna meiðsla. „Sem betur fer meiddist eng- inn og bíllinn fannst mannlaus skammt frá heimilinu,“ sagði í yfirlýsingu frá lögreglu. Innbrot af þessu tagi til atvinnumanna í fótbolta eru ansi tíð í Englandi en Steven Gerrard hjá Liverpool og Robbie Keane hjá Totten- ham eru á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum innbrotsþjóf- um. - óþ Phil Jagielka hjá Everton: Hótað með hníf á heimili sínu JAGIELKA Lenti í leiðinlegu atviki. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson þarf titil að verja á nýju tímabili en þó ekki með liði KR þar sem hann varð Íslandsmeistari í vor held- ur með sænsku meisturunum í Sundsvall. Jakob og félagar spila fyrsta deildarleik tímabilsins á móti Gothia í kvöld. „Ég er að verða eldri og var að leita eftir stað þar sem ég get spilað í lengri tíma. Mér líst mjög vel á liðið og bæinn og það getur alveg verið að ég verði lengur en þetta tímabil,“ sagði Jakob í við- tali við staðarblaðið í Sundsvall. Þetta er sjötta landið sem Jakob spilar körfubolta í en hann var í fjögur ár í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan sem atvinnumað- ur í Þýskalandi, á Spáni og í Ung- verjalandi. „Margir góðir leikmenn eru í liðinu en það er erfitt að bera þetta saman við aðrar deildir sem ég hef spilað í. Þetta er kannski líkast Ungverjalandi. Þýska deild- in var betri, en ég er nú ekki búinn að sjá öll liðin,“ segir Jakob. Jakob segir í viðtalinu hafa farið heim til Íslands síðasta vetur til að vera með fjölskyldu og vinum. „Ég vissi að ef ég kæmi heim þá yrði ég tilbúinn að fara aftur út og spila í Evrópu í nokkur ár til viðbótar,“ sagði Jakob. Hann átti mjög gott tímabil með KR síð- asta vetur og var með 17,9 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í Iceland Express-deildinni. „Það er stefnan í vetur að vinna minn fyrsta titil utan Íslands og þegar ég lít yfir leikmannahóp- inn hjá Sundsvall þá tel ég okkur hafa allt til alls. Við þurfum bara að vinna í því að verða að liði því það er mikilvægt að hafa gott and- rúmsloft og góðan liðsanda.“ Jakob segist vera í nýju hlut- verki hjá sænska liðinu. „Ég er annar elsti leikmaður liðsins, sem er nýtt fyrir mig. Ég ber mikla ábyrgð í þessu liði og hef nokkra reynslu frá árum mínum í atvinnumennskunni. Við erum með ungt lið, það hafa allir eitthvað að skila til liðsins og ég get miðlað af minni reynslu,“ segir Jakob. Jakob er ekki eini Íslendingur- inn í sænsku deildinni því Sig- urður Ingimundarson þjálfar lið Solna Vikings og Helgi Már Magnússon leikur með liðinu. Solna leikur sinn fyrsta leik á móti Borås á útivelli. - óój Jakob Örn Sigurðsson í viðtali við staðarblaðið í Sundsvall fyrir fyrsta leikinn sinn í kvöld: Ég ber mikla ábyrgð í þessu liði FÓTBOLTI Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúm- eníu í lokaleiknum sínum í gær. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í leiknum og Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fimmta markið. „Þetta var mjög góður leikur. Það skipti öllu máli að komast áfram en við ætluðum að vinna riðilinn og fengum fullt af færum til þess í dag. Það fóru bara fimm inn en það er ágætt í landsleik,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins. Sviss vann 4-1 sigur á Portú- gal á sama tíma í hinum leik riðilsins og tryggði sér með því sigur í riðlinum en þar var eins naumt og hægt var. Liðin voru jöfn að stigum en Sviss var með einu marki betri markatölu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í innbyrðis- leik sínum. „Við vorum að reyna að bæta við mörkum allan seinni hálfleikinn. Mörkin hefðu getað orðið fleiri en það er alltaf erfitt að skora þegar pressan er mikil á að skora mörg mörk,“ sagði Ólafur og hann var ánægður með liðið á mótinu. „Þær stóðu sig geysi- lega vel en við fengum ekki mikinn undirbún- ing fyrir þetta mót. Miðað við það erum við mjög sátt,“ segir Ólafur en riðillinn var mjög sterkur. „Sviss var í undanúrslitum í EM í sumar og bæði Rúmenía og Portúgal komust áfram úr fyrsta riðlinum í fyrra.“ Þórsarinn Arna Sif Ásgríms- dóttir innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartíma en hún skoraði á 93. og 95. mínútu. „Hún setti fyrra markið með skalla eftir horn og svo komust þær tvær í gegn og Dagný (Brynjarsdóttir) renndi boltanum á hana þegar markmaðurinn kom út á móti og hún setti hann í tómt markið,“ sagði Ólafur. Íslensku kvennalandsliðin halda því áfram að standa sig vel á þessu ári. „Menn eru greinilega að vinna gott starf á Íslandi,“ sagði Ólafur að lokum og það er hægt að taka undir þau orð. - óój Stelpurnar í 19 ára landsliðinu unnu 5-0 stórsigur á Rúmeníu og komust áfram í milliriðil í Evrópukeppninni: Fengu færin til þess að vinna riðilinn TVENNA Í UPPBÓTAR- TÍMA Arna Sif Ásgríms- dóttir. LYKILMAÐUR Jakob Örn Sig- urðarson var lykilmaður hjá KR á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.