Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 64
32 25. september 2009 FÖSTUDAGUR Vísindavaka RANNÍS verður hald- in í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu og stendur frá kl. 17-22. Dagurinn er tileinkaður evr- ópskum vísindamönnum og hald- inn hátíðlegur í helstu borgum Evr- ópu. Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að kynna fólkið á bak við rannsóknirn- ar og vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í landinu. Á Vísindavökunni mun fræðifólk frá háskólum, stofnunum og fyrir- tækjum kynna viðfangsefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtileg- an hátt. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurðir og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísind- um, rannsóknum og nýsköpun. Í ár verður lögð áhersla á lifandi vísindi og uppákomur á sviði og eru börn og ungmenni sérstaklega boðin vel- komin á Vísindavöku. - pbb Vísindavaka í dag Veðbankar í Bretlandi eru tekn- ir að veðja hver fær Nóbelsverð- launin í bókmenntum og er ísra- elski skáldsagnahöfundurinn Amos Oz efstur á listanum. Í boði er stuðull- inn 4/1 fyrir þá sem veðja á Oz, en næstur er rithöfundur frá Alsír, Assia Djebar með 5/1, Spánverj- inn Juan Goyt- isolo með 6/1 og bandarísku skáldin Joyce Carol Oates og Philip Roth með 7/1, og Thomas Pynchon á 9/1. Nóbelsnefndin fær ár hvert um 350 tillögur en verðlaunin eru nú heiðurinn og tíu milljónir sænskar. Evrópsk skáld hafa verið sigur- sæl í baráttunni um hylli þess stóra og lokaða hóps sænskra menntamanna sem ræður hver fær hnossið: í fyrra var það Le Clézio, þar á undan fengu Nóbel- inn þau Doris Lessing, Orhan Pamuk, Harold Pinter, V.S. Naipaul, Elfriede Jelinek, José Saramago, Imre Kertész, Gao Xingjian og Günter Grass. - pbb Veðjað um Nóbelinn AMOS OZ Samstarfsverkefni Ernu Ómars- dóttur dansara, Guðna Gunnars- sonar myndlistarmanns og belg- íska tónlistarmannsins Lieven Dousselaere kallast Skyr Lee Bob. Bobbi þessi sýnir á Nordwind- Festival Berlin dagana 1-7. októb- er. Meðlimir hópsins hafa starfað saman síðan 2003, lengst af með Poni-hópnum góðkunna sem sýnt hefur í Centre de George Pomp- idou í París, Kiasma í Helsinki, Kaaitheater í Brussel og Sophien- salle í Berlín. Poni hélt einmitt tónleika í Klink og Bank við góðan orðstír árið 2004. Í stuttu máli fæst Skyr Lee Bob- flokkurinn við að kanna til hlít- ar þanþol almennra mannasiða og söfnunaráráttu og svokölluð „Wunderkammer“ (undraskápa) sem eru eins konar millistig milli vísinda og lista og voru fyrsti vísir að þeirri safnaflóru sem við þekkj- um í dag. SLB hefur byggt upp ríkan „panel“ af karakterum sem sprottnir eru upp úr sögum, veru- leika og hugskotum meðlima hóps- ins. Þar má meðal annars finna Panic-apann, Brúðina sem er föst í eilífri blóðugri handsnyrtingu og tvo vegvísandi og vel klædda bræður. Flokkurinn þreytti frumraun sína í Ferðalagi Björns Roth sem var hluti Listahátíðar í Reykjavík 2008 og sýndi einnig á Drodesera- Festival 09 á Ítalíu í sumar. Og nú tekur hann Berlín. - pbb Skyr Lee Bob í Berlín Nú stendur yfir í Smáralind sýning á ljósmyndum eftir Kristján Inga Einarsson úr bók- inni Kjarni Íslands (e. The Ess- ence of Iceland), sem nýlega kom út á þremur tungumálum hjá Bókaútgáfunni Sölku. Bók- inni hefur verið mjög vel tekið en hún veitir innsýn í hvernig Kristján Ingi sér Ísland í gegnum linsuna; sérkenni þess og hina hljóðlátu kyrrð burtu frá ys og þys mannlífsins. Ari Trausti Guðmundsson kemur hughrifum ljósmyndanna í orð, bæði í ljóðum og stuttum prósa. Sýningin stendur yfir til 1. októ- ber og er opin á afgreiðslutíma Kringlunnar. Kristján Ingi hefur haldið sjö ljósmyndasýningar og gefið út nokkrar barnabækur, má þar nefna: Húsdýrin okkar, Krakkar, krakkar og Kátt í koti. Einnig hefur hann tekið ljós- myndir í fjölda kennslubóka. - pbb Kjarni Íslands í Smáralind LJÓSMYNDIR Kristján Ingi Einarsson ljósmyndari. STJÖRNUÞOKUR LISTDANS Skyr Lee Bob kannar áður ókunnar slóðir. LOGI Í BEINNI Í KVÖLD KL. 20:00 GESTIR ÞÁTTARINS ERU: RAGGI BJARNA GÍSLI ÖRN GARÐARSSON LEIKARI BIRGITTA JÓNSDÓTTIR ÞINGKONA STEINDI JR. GRÍNISTI HJÁLMAR SAMI TÍMI SAMI TÖFFARINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.