Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 26
 25. september 2009 FÖSTUDAGUR2 MEISTARABALL er yfirskrift risadansleiks sem haldinn verður í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 26. september. Þá fagna Haukar því að vera komnir í efstu deild karla í fótbolta. Egó og Papar spila fyrir dansi. „Við hefjum leikinn á sunnudag- inn klukkan 13 með Karnivali dýranna,“ segir Pamela De Sensi, þverflautuleikari og listrænn stjórnandi barnatónleikaraðar, sem tileinkuð er börnum frá fimm ára aldri í Salnum í Kópavogi. Pamela er ítölsk en hefur búið á Íslandi í sex ár. „Ég var mikið með barnatónleika á Ítalíu og hef síðustu tvö ár séð um kennara- tónleika í tónlistarskóla Kópavogs þar sem ég kenni,“ segir Pamela en þar setti hún upp verkið Pétur og úlfurinn með blásarakvintett og í fyrra var sett upp Karnival dýr- anna. „Það var uppselt í hvert sinn og eftir það fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti útvíkkað þessa hugmynd,“ segir Pamela og þegar Salurinn bauð henni að hafa umsjón með barnatónleikaröð var svarið komið. Pamela segist hafa meira gaman af því að setja upp slíka tónleika hér á landi en á Ítalíu. „Hér eru mun fleiri krakkar sem læra á hljóð- færi en á Ítalíu og hafa því meiri áhuga á klassískri tónlist. Þá virð- ist almenningur hafa meiri áhuga á slíkri tónlist og láta börn sín frek- ar læra á hljóðfæri,“ segir hún. Einnig þykir henni skemmtilegt að geta ekki einungis kynnt fyrir börnum verkin sem eru á dagskrá heldur kenna þeim hvernig tónlist- in er byggð upp og hvernig hljóð- færin virka. „Tónleikarnir eru bæði fyrir börn og fullorðna og allir hafa jafn gaman af þeim,“ segir Pamela. Tónleikarnir á sunnudaginn hefj- ast klukkan 13 en hálftíma fyrir sýningu verður skemmtidagskrá í anddyrinu. „Við viljum ekki að börn- unum leiðist og þurfi að bíða í bið- röð eftir því að komast inn í salinn,“ segir hún en félagar úr götuleik- húsinu skemmta krökkunum með ýmsum uppákomum. Auk þess er boðið upp á fría andlitsmálningu. Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða eins og áður sagði á sunnu- dag. Þá er Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saens á dagskrá. Það er skemmtileg svíta sem sameinar skemmtun og nám þar sem hljóð- færin líkja eftir alls konar dýrum í skemmtilegri sögu. Sögumenn eru Guðrún Ásmunds- dóttir og Sigurþór Heimisson og Kammerhópurinn Sheherazade spil- ar. Þá syngja Hallveig Rúnarsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir nokk- ur lög. „Svo er gaman ef börnin geta komið í búningum, þá myndast svo skemmtileg stemning,“ segir Pamela og er spennt fyrir vetrar- dagskránni. Næstu tónleikar verða 1. nóvem- ber en þá eru sagðar Sögur draugs- ins Tíbri. Hinn 31. janúar eru Hljóð- in í frumskóginum og 21. febrúar verður klassískt diskótek. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.salurinn.is. solveig@frettabladid.is Opna töfradyr að heimi klassískrar tónlistar Töfrahurð kallast barnatónleikar sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í vetur. Þar geta börn gerst virkir þátttakendur í tónlistaruppákomum og kynnst heimi klassískrar tónlistar með óvenjulegum hætti. Á fyrstu tónleikunum á sunnudaginn verður flutt Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saëns. Pamela De Sensi ásamt þeim Hallveigu Rúnarsdóttur og Huldu Björk Garðarsdóttur sem taka lagið á tónleikunum á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vestfirsk leikhús og leikfélög láta ekki deigan síga þennan veturinn og stefna að því að setja upp átta ný verk auk þess sem hin árlega ein- leikjahátíð Act Alone verður á sínum stað. Einnig verða verk sem nú þegar hafa notið velgengni sýnd aftur í vetur. Frá þessu er greint á fréttavefnum www.bb.is en þar er vísað í bækling sem út kemur á næstunni á vegum Kómedíuleikhússins, Act Alone, Brúðuleikhússins, Dúkkukerrunnar, Höfrungi leikdeild, Leikfélags Hólma- víkur og Litla leikklúbbsins. Fjörugt leiklistarár á Vestfjörðum ÁTTA NÝ LEIKVERK VERÐA SETT UPP Á VESTFJÖRÐUM Í VETUR. Leiksýningin Dimmal- imm verður sýnd áfram í vetur. Bandarískur listamaður vill fá að koma fyrir styttu af geirfugli í fjöru á Reykja- nesi. Listamaðurinn Todd McGrain sækist eftir því að koma fyrir listaverki tileinkuðu geirfuglinum í fjörunni neðan við Valahnjúk á Reykjanesi. Frá þessu er greint á fréttavef Víkurfrétta, www.vf.is. Þar segir að menningarráði Reykjanes- bæjar hafi borist formlegt erindi um efnið og hafi ráðið samþykkt staðsetninguna fyrir sitt leyti. McGrain hefur í fimm ár unnið að verk- efni sem kallast „Lost Bird Project“ og er til- einkað fimm útdauðum fuglategundum. Hann hefur þannig unnið fimm skúlptúra af fuglunum. Þeirra á meðal er geirfuglinn sem varð útdauður í júlí 1844 þegar tveir síðustu fuglarnir í heim- inum voru drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi. Geirfugl í fjöruna V-BRA - rosa flottur fyrir mjög flegið !! í BCD skálum á kr. 7.385,- www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.