Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 58
26 25. september 2009 FÖSTUDAGUR Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur sína fyrstu tónleika í Háskólabíói á morgun klukkan 17 en hún er skipuð lengra komnum hljóðfæraleikurum á aldrinum tólf til 25 ára. Sveitin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur og mun flytja hina magnþrungnu sinfóníu númer 5 eftir Shostakovitsj. „Við völdum erfitt verk til að ungmennin myndu þurfa að reyna sig til hins ýtrasta og standa þau, af æfingum að dæma, fyllilega undir væntingum,“ segir Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem mun stjórna hljómsveitinni. Hljómsveitina skipa níutíu tónlistarnemendur sem koma víða að en yfir 140 umsóknir bárust Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í vor. Nokkrir nemanna koma utan af landi og sumir hafa tekið sér frí frá námi í erlendum tónlistarskólum til að geta tekið þátt. Nemendurnir hafa sótt námskeið síðan 12. september og fengið að kynnast öllum hliðum þess að leika í stórri sinfóníuhljómsveit. „Ungir tónlistarnemar hafa hingað til ekki fengið tækifæri til að spila í jafn stórri hljómsveit en ég held að það sé afskaplega mikilvægt fyrir þá sem vilja leggja tónlistina fyrir sig. Ef þetta verður að föstum lið í starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem vonir standa til, er þetta auk þess eitthvað til að stefna að fyrir ungt fólk sem er að læra á hljóðfæri.“ Rumon segir ungmennin áköf og metnaðargjörn. „Þau eru ekki bara að þessu sér til skemmtunar heldur er þeim fúl- asta alvara.“ Hann segir ungsveitina líkt og Sinfóníuhljóm- sveitina leggja mikla áherslu á tónlistarsköpunina. „Mín reynsla af íslensku tónlistarfólki er að það er ekki bara að vinna heldur vill það skapa tónlist af bestu gerð.“ En hvers vegna var farið af stað með sveitina nú? „Okkur hefur lengi langað til að gera eitthvað þessu líkt. Þegar Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar, tók til starfa fyrir nokkrum árum komst skriður á málið en ungsveitin er henni mikið hjartans mál.“ Rumon segir ungsveit skipta miklu fyrir æsku landsins en margoft hefur verið sýnt fram á að tónlistariðkun er sterkt afl í uppeldi og menntun ungs fólks. Hann hefur tölu- verða reynslu af því að vinna með ungliðasveitum í Evrópu og miðlar tónlistinni til nemendanna þannig að þeir hrífast með. vera@frettablaðið.is UNGSVEIT SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS: HELDUR FYRSTU TÓNLEIKANA Stendur fyllilega undir væntingum ÁKÖF OG METNAÐARGJÖRN UNGMENNI Hljómsveitin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og mun flytja sinfóníu númer 5 eftir Shostakovitsj. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEATHER LOCKLEAR ER 48 ÁRA Í DAG. „Sem foreldri er ég ávallt haldin samvisku- buiti. Ég vil vera hér en líka vera þar.“ Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Heather Lock- lear er hvað þekktust fyrir að hafa túlkað Amöndu Woodward í sjónvarps- þáttaröðinni Melrose Place. timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, Ástrósar Sigurbjargar Jónsdóttur Lingaas. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Hlévangs í Keflavík fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Per Snorre Lingaas og Edda Lingaas Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig Magnúsdóttir frá Súgandafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 17. september sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 25. september kl. 13.00. Sigríður S. Jónsdóttir Magnús S. Jónsson Ágústa Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Valtýr Jónasson frá Siglufirði, lést á Elliheimilinu Grund mánudaginn 21. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jónas Valtýsson Vigdís Sigríður Sverrisdóttir Guðrún Valtýsdóttir Baldvin Valtýsson Laufey Ása Njálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengda- móður, fyrrverandi eiginkonu, ömmu og langömmu, Ernu Guðlaugsdóttur. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fossheima á Selfossi fyrir einlæga umhyggju og alúð, einnig viljum við þakka útfararþjónustunni Fylgd fyrir einstaka þjónustu. Óskar Jóhann Björnsson Sigríður Haraldsdóttir Guðlaugur Gunnar Björnsson Elsa Birna Björnsdóttir Guðmunda Rut Björnsdóttir Pétur R. Gunnarsson Sigurður Guðni Björnsson Lilja G. Viðarsdóttir Björn Jóhann Óskarsson börn og barnabörn. Elskulegur faðir minn og afi, Jakob Valdimarsson vélvirki, frá Hraunsholti Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, þriðju- daginn 22. september. Útförin fer fram frá Garðakirkju Garðabæ, þriðjudaginn 29. september kl. 15.00. f.h. aðstandenda, Sigurlaug Jakobsdóttir og barnabörn. Ástkær frændi okkar, Úlfur Friðriksson garðyrkjumaður og rithöfundur, Hrafnistu, áður Austurbrún 2, Reykjavík, lést laugardaginn 19. september. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 28. september kl. 15.00. Guðrún Schmidt, Cornelie Seefeld og ættingjar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs sambýlismanns, sonar, bróður, mágs og frænda, Guðmundar Róberts Ingólfssonar, Garðabraut 18, Akranesi. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem hlúðu að honum í veikindum hans. Þórný Sigurjónsdóttir Erla Hjörleifsdóttir Daði Kristjánsson Sigrún Daðadóttir Kristján Daðason Eygló Gunnarsdóttir Finnbogi Rúnar og Aðalheiður Kristín Kristjánsbörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Sigurþór Sigurðsson, Skriðustekk 17, Reykjavík, lést á Landakotsspítala mánudaginn 21. september. Hallveig Ólafsdóttir Einar Sigurþórsson Edda Runólfsdóttir Kristín Sigurþórsdóttir Pétur Einarsson Sigríður Sigurþórsdóttir Eyjólfur Steinn Ágústsson Sólveig Sigurþórsdóttir Eggert Elfar Jónsson Birgir Sigurþórsson Elva Björk Garðarsdóttir Þór Sigurþórsson Sigurður Gunnar Sigurðsson Arndís Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Karlsson bóndi, Klaufabrekknakoti, Svarfaðardal, lést laugardaginn 19. september á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans fer fram frá Urðakirkju laugardaginn 26. september kl. 13.30. Lilja Hallgrímsdóttir Halla Soffía Karlsdóttir Atli Friðbjörnsson Jónasína Dómhildur Karlsdóttir Gunnlaugur Einar Þorsteinsson afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Steinþór Viggó Þorvarðarson bifreiðastjóri, Tjarnarási 16, Stykkishólmi, lést þriðjudaginn 22. september á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Halldóra Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.