Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 69
FÖSTUDAGUR 25. september 2009 37 Áður óútgefið lag með Michael Jackson verður gefið út í næsta mánuði. Lagið nefnist This Is It og sjá bræður Jacksons um bak- raddir. Lagið verður að finna á nýrri tvöfaldri plötu sem hefur meðal annars að geyma útgáfur sem ekki hafa heyrst áður af frægustu lögum Jacksons. Ekki er vitað hvenær poppar- inn sálugi tók upp nýja lagið. Hann hafði unnið með listamönn- um á borð við Akon og Will.i.am. áður en hann lést í júní. „Lagið sýnir enn og aftur það sem allur heimurinn veit að Michael er sannkölluð Guðsgjöf,“ sagði John McClain, sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Nýtt lag með Jackson MICHAEL JACKSON Nýtt lag með Michael Jackson verður gefið út í næsta mánuði. Bandaríski hjúskaparmiðlarinn Steven Ward, sem stjórnar þætt- inum Tough Love á VH1, telur að leikkonan Jennifer Aniston og leikkarinn George Clooney myndu eiga vel saman. „Þeir menn sem Aniston hefur átt í sambandi við síðan hún skildi við Brad Pitt hafa allir verið tölu- vert yngri en hún. Ég veit ekki hvort það yrði einhver spenna á milli hennar og Cloon- eys, en ég held hún ætti að velja sér mann sem væri eins og Cloon- ey, ein- hvern sem er aðeins eldri en hún og hefur allt sitt á hreinu,“ sagði Ward í við- tali við Peoples Magazine. Hann telur einnig að Aniston sé ánægð karlmannslaus. „Ég held að hún sé hamingjusöm. Hún hefur nóg að gera og ef hún kysi að vera í föstu sambandi þá er ég viss um að hún gæti það. En mér sýnist hún njóta þess að vera á lausu.“ Ánægð og einhleyp Söngkonan Lily Allen til- kynnti á bloggsíðu sinni að hún ætlaði að segja skil- ið við tónlistina fyrir fullt og allt. „Bara svo þið vitið þá hef ég ekki samið um framlengingu á útgáfu- samningi mínum og hef ekki hugsað mér að gera aðra plötu. Ég er þó enn mik- ill aðdáandi tón- listar. Ég mun ljúka því sem ég þarf að ljúka og eftir það verð ég tilbúin til að tak- ast á við ný verk- efni. Ég hef verið á ferðinni síðustu fjögur ár og hef látið röddina mína finna fyrir því. Ég ætla því að róa á önnur mið.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Allen hefur látið slík orð falla og stutt er síðan hún lét hafa eftir sér að hún ætlaði ekki að taka upp nýja plötu í bráð. Ástæða þessara yfirlýsinga er talin vera barátta henn- ar gegn ólöglegu niðurhali. Hætt í tónlist LILY ALLEN Hefur gefið út sína síðustu plötu. „Mér datt í hug að leggja eitt- hvað af mörkum út af allri þess- ari vitleysu í þjóðfélaginu,“ segir Haukur Emil Kaaber, sem held- ur styrktartónleika næstkomandi þriðjudag. Allur ágóðinn rennur til Mæðrastyrksnefndar og fram koma Toggi, Svavar Knútur, Lára Rúnars, pönkskvísurnar í Viður- styggð og hljómsveitin HEK með Hauk innanborðs. „Það er gaman að standa í tónleikahaldi og mér datt í hug að safna saman fólki sem hefði áhuga og fá það til liðs við mig,“ segir Haukur. „Það voru allir mjög fljótir að taka við sér og segja já.“ Haukur hefur sjálfur ekki farið illa út úr kreppunni en vildi samt sem áður leggja sitt af mörkum. „Ég var svo heppinn að skulda ekkert þegar þetta byrjaði en hækkandi matarverð og svoleið- is er að plaga mann,“ segir hann og hvetur aðra til að sýna samhug sinn í verki. „Ég held að allir sem vettlingi geta valdið ættu að gefa með sér. Það er greinileg þörf á því.“ Tónleikarnir verða haldnir á Café Rosenberg og miðaverð er 1.000 krónur. Allur ágóðinn rennur óskiptur til Mæðrastyrks- nefndar. - fb Sýnir samhug sinn í verki HAUKUR EMIL KAABER Haukur heldur góðgerðartónleika á Café Rosenberg næsta þriðjudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KortasalaTRYGGÐU ÞÉR SÆTI Á... GRUMPY OLD WOMEN LIVE ÓVISSUSÝNING Vertu með! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Sama verð og í fyrra! Áskriftarkort fyrir unga fólkið og námsmenn á ótrúlegu verði! LEIKFÉLAG AKUREYRAR / MIÐASALA: SÍMI 4600 200 / MIDASALA@LEIKFELAG.IS / WWW.LEIKFELAG.IS MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 ...Rocky Horr or með áskrif tarkorti LA lægsta verðið á landinu, 4 sýningar á að eins 7.900.- Landsbankinn greiðir niður áskriftarkort fyrir ungt fólk (25 ára og yngri) svo nú geta allir verið flottir á því og gerst fastagestir í leikhúsinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.