Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 25. september 2009 13
STJÓRNMÁL Árni Þór Sigurðsson,
formaður utanríkismála nefndar
Al þingis, telur
að ákvörðun
Baracks Obama
Bandaríkja-
forseta um að
hætta við upp-
setningu eld-
flaugavarna-
kerfis í Póllandi
og Tékklandi
verði farsæl og
bæti samskipti
Bandaríkja-
manna og Rússa.
„Viðfangsefnið hlýtur að vera
að efla samstarf og samstöðu í
öryggismálum en ekki að búa til
nýjar víglínur eins og ég taldi
þetta kerfi gera,“ segir Árni Þór.
Hann kveðst sammála fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins, Anders Fogh Rasmussen,
um að öryggi fólks í Evrópu muni
aukast með ákvörðun Banda-
ríkjaforseta. - bþs
Hætt við eldflaugavarnir:
Árni ánægður
með Obama
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
TRÚMÁL „Við leggjum áherslu á það
í Neskirkju að lífið sé til að gleðj-
ast yfir því,“ segir Örn Bárður
Jónsson, prestur í Neskirkju, en í
kaffihúsi safnaðarheimilisins þar
hefur undanfarna föstudaga verið
boðið upp á svokallaðan biblíumat
og verður síðasta máltíðin í bili af
þeim toga reidd fram í lok þessar-
ar viku.
„Kristin trú hefur máltíð sem
miðju, altari kirkjunnar er veislu-
borð og þangað er okkur stefnt
til máltíðar sem er táknræn fyrir
elsku Jesú, miskunn hans og fórn,“
segir Örn Bárður. Fundnar hafi
verið uppskriftir að krásum sem
eru líkar þeim sem eldaðar voru á
dögum Jesú. Þær eru svo tengdar
frásögnum Biblíunnar. - kdk
Biblíumatur í Neskirkju:
Krásir og Kristur
VIÐSKIPTI Íþróttavörukeðjan JJB
Sports tapaði 42,9 milljónum
punda, tæplega níu milljörðum
króna, fyrir skatta á fyrri helm-
ingi ársins. Er þetta þrefalt meira
tap en á sama tímabili í fyrra.
Eins og kunnugt er eignaðist
Kaupþing tæp 30 prósent í JJB
Sports síðastliðinn vetur með
veðkalli í sameiginlegum hlut
Chris Ronnie og Exista í keðj-
unni. JJB Sports er svo aftur
ásamt Sports Direct í rannsókn
hjá efnahagsbrotalögreglunni
og samkeppniseftirlitinu fyrir
meinta einokun og samráð á
íþróttavörumarkaði í Bretlandi.
Íþróttavörukeðjan JJB:
Tapaði níu millj-
örðum á árinu
STJÓRNSÝSLA Sif Gunnarsdóttir
hefur verið ráðin forstöðumaður
Höfuðborgarstofu. Sif hefur
gegnt starfi
forstöðumanns
síðan haustið
2007 er hún
var ráðin í það
tímabundið en
hún starfaði
sem verkefna-
stjóri viðburða
frá stofnun
Höfuðborgar-
stofu árið 2002.
Alls 34 sóttu um stöðuna en við
mat á umsækjendum var meðal
annars litið til stjórnunarreynslu
og þekkingu á verkefnastjórn-
un á þeim sviðum sem einkenna
starfsemi Höfuðborgarstofu.
Stofan sinnir meðal annars
skipulagi og framkvæmd hátíða
Reykjavíkurborgar á borð við
menningarnótt og rekur Upplýs-
ingamiðstöð ferðamála. - sbt
Höfuðborgarstofa:
Sif Gunnars-
dóttir ráðin
SIF
GUNNARSDÓTTIR
Sogavegur
HUMAR
2.000 kr.kg
Glæný Stórlúðusteik
Glæný Smálúðufl ök
1.790
1.790
Opið á morgun
laugardag 10-14
Sjáumst í
banastuði!
NÁTTÚRA Sá fáheyrði atburður átti sér stað á
dögunum að nokkrir stórir laxar voru tekn-
ir úr klakkistu í Fnjóská. Ummerki við ána
sýna að laxinum var slátrað á bakkanum og
var aðkoman ömurleg að sögn þeirra sem að
komu.
Sigurður G. Ringsted, sem starfar fyrir
veiðifélag árinnar, segir ljóst að minnst fimm
tveggja ára fiskar hafi verið teknir. Allir lax-
arnir voru hrygnur, að því er best er vitað.
Aðkomu veiðimanna við ána er lýst á
heimasíðu veiðifélagsins. „Blóðugur vígvöll-
ur og ástandið á kistunni þegar að var komið
bar þessari hetjudáð miður fagurt vitni. Það
þarf ekki að fara mörgum orðum um hugar-
heim þessa vesalings manns, en væntanlega
mun hann í góðra vina hópi geta stært sig af
„veiðinni“.
Sigurður segir að fyrir veiðifélagið sé þetta
töluvert áfall og fjárhagslegt tjón. „Þarna fór
stór hluti þeirra fiska sem nota átti til undan-
eldis og það er ólíklegt að svo síðla hausts
takist okkur að ná í aðra fiska í staðinn.“
Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu en
Sigurður gerir sér litlar vonir um að það skili
neinu. Hann segir að sá er í hlut eigi hljóti
hins vegar að vera staðkunnugur því það
séu helst veiðimenn sem viti hvar klakkistur
árinnar sé að finna. - shá
Ótrúlegt virðingarleysi við laxveiðiána Fnjóská gæti spillt ræktunarstarfi í ánni:
Veiðiþjófar slátruðu laxi úr klakkistunni
KOLBEINSPOLLUR Í FNJÓSKÁ Veiðifélagið ætlaði að
rækta fimmtíu þúsund seiði. Hrygnurnar hefðu gefið
um helming þess seiðamagns. MYND/VEIÐIFÉLAGIÐ FLÚÐIR