Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 72
40 25. september 2009 FÖSTUDAGUR HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðsson komst í hóp tuttugu markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildar- innar nú í upphafi tímabilsins ytra. Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sínum en fyrir tímabilið munaði aðeins tveimur mörkum á honum og Stefan Lövgren sem lék lengi með Kiel. „Nú, er það? Ekki hafði ég hug- mynd um þetta,“ sagði Guðjón Valur í léttum tón þegar Frétta- blaðið upplýsti hann um þennan merka áfanga. „Eflaust er þetta ágætisárangur en það er það sama sem gildir hjá mér og hefur alltaf gert – maður reynir fyrst og fremst að standa sig vel og hjálpa sínu liði. Ef maður skorar einhver mörk um leið er það bara bónus.“ Guðjón Valur hefur því skor- að alls 1.329 mörk í 264 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur á undanförnum átta árum leik- ið með þremur félögum – Essen, Gummersbach og nú Rhein-Neckar Löwen. Guðjón Valur hefur þó verið í nýju hlutverki þar sem hann hefur aðallega spilað sem leikstjórnandi. Af þeim sökum hefur hann ekki skorað jafn mörg mörk og hann er vanur. „Leikstjórnandinn okkar meidd- ist í nóvember í fyrra og þá ákvað þáverandi þjálfari liðsins að setja mig í þá stöðu. Þar spilaði ég það sem eftir lifði tímabilsins,“ sagði Guðjón Valur. „Í þeirri stöðu snýst mitt hlut- verk meira um að stjórna leikn- um og sjá til þess að boltinn flæði vel. Ég hef því ekki verið að ein- beita mér að því að skjóta mikið á markið þó maður verði að gera það endrum og eins.“ Í liði Rhein-Neckar Löwen eru gríðarsterkar skyttur sem sjá um að dúndra á markið. „Ég er með Óla (Stefánsson) vinstra megin við mig og (Pólverjann Karol) Bielecki hægra megin. Það lítur út eins og að ég sé að vippa að markinu þegar ég reyni að skjóta,“ sagði Guðjón Valur og hló. Rhein-Neckar Löwen fékk tvo leikstjórnendur til liðs við sig fyrir tímabilið, þá Snorra Stein Guðjóns- son og Serbann Nik- ola Manojlovic. Engu að síður hefur Guðjón Valur spilað mikið á miðjunni í fyrstu leikj- um tímabilsins. „Það tekur alltaf sinn tíma að koma sér inn í málin hjá nýju félagi, sérstaklega fyrir leikstjórnendur. Þeir þurfa að læra inn á aðra leikmenn og öfugt.“ Guðjón Valur segir það sig engu máli skipta þótt hann skori færri mörk en hann er vanur þegar hann hefur verið að spila sem leikstjórnandi. „Það skiptir alls engu máli enda snýst þetta um hvernig maður undirbýr sig fyrir leikina. Sem hornamaður er það ábyrgð manns að vera fljótur fram og nýta þau færi sem maður fær. Á miðj- unni er maður ábyrgur fyrir spili liðsins. Ég hef aldrei verið mikið að skoða markalista en ég hef þó fengið spurningar um hvern- ig standi á því að ég hef verið að skora minna. Þetta truflar mig þó ekki neitt og á meðan þjálfarinn er ánægður og mér tekst að hjálpa liðinu skiptir það mig engu máli hvort ég skora eitt mark eða tíu.“ Byrjunin á tímabilinu hefur verið strembin hjá Rhein-Neckar Löwen. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af þremur í deildinni og þurfti framlengingu til að sigra B-deildarfélagið Bittenfeld í þýsku bikarkeppninni í vikunni. „Við erum að byrja frá grunni með marga nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Þetta tekur allt sinn tíma þó það sé engin afsökun fyrir frammistöðu okkar í bikar- leiknum.“ Sem fyrr segir leika þr í r Ís lend i nga r með Rhein-Neck- ar Löwen og fagnar Guðjón Valur því. „Við höfum allir þekkst mjög lengi vegna landsliðsins en það er sérstakt að vera með þeim í liði og hitta þá tvisvar á dag. En ætli börnunum finn- ist þetta hvað skemmti- legast enda nú allt í einu fullt af íslenskum börn- um í hverfinu til að leika við.“ eirikur@frettabladid.is sport@frettabladid.is Skiptir engu hvort ég skori mikið Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, er kominn í hóp tuttugu markahæstu leik- manna þýsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Hann færðist upp fyrir Stefan Lövgren nú í upphafi tímabils- GUÐJÓN VALUR Með markahæstu leikmönn- um í sögu þýsku úrvalsdeildar- innar. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Gunnar Heiðar Þorvaldsson telur sig ekki enn hafa fengið þau tækifæri sem hann hefur átt skilið hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Esbjerg. Hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu en segir ljóst að hann muni fara frá félaginu við fyrsta tækifæri nema eitthvað mikið breytist. „Ég hef verið að glíma við meiðsli í nára síðustu tvo mánuðina en er að komast í gegnum það. Ég hef spilað þrjá leiki með varaliðinu og er allur að koma til,“ sagði Gunnar Heiðar. Hann gekk til liðs við Esbjerg í júlí í fyrra en hefur fá tækifæri fengið með liðinu. Hann hefur í raun ekki fengið að spila reglulega með sínu liði síðan hann lék með Halmstad í Svíþjóð. Árið 2006 var hann seldur til Hannover 96 í Þýskalandi þar sem hann fékk lítið að spila. Hann var lánaður til Vålerenga í Noregi þar sem hann var frá 2007-8 en var svo seldur til Esbjerg. „Það munaði mjög litlu að ég hefði farið frá félaginu í sumar en síðan meiddist ég og því varð ekkert úr því,“ sagði Gunnar Heiðar. „Ég hef fengið fyrirspurnir frá liðum á Norður löndunum sem og frá Englandi og Skotlandi. Mér er svo sem sama hvar ég spila – ég vil bara að fá að spila aftur.“ Hann er orðinn þreyttur á að vera þolinmóður og telur sig ekki hafa fengið þau tækifæri sem hann hefur átt skilið. „Það virðist engu skipta hvað ég geri. Ég mun sjá til hvernig næstu mánuðir munu þróast en ef ekk- ert gerist tel ég afar líklegt að ég fari annað þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar.“ Gunnar Heiðar hefur einnig misst sæti sitt í landsliðinu. „Það er mjög skiljanlegt enda hef ég lítið verið að spila. En ég er handviss um að ég fái tækifæri til að sýna mig þar á nýjan leik.“ Esbjerg hefur gengið reyndar mjög vel það sem liðið er af dönsku úrvalsdeildinni. Liðið er í efsta sæti deildar- innar með 20 stig eftir níu leiki, tveimur meira en næstu lið. Aðeins fimm stig skilja að efstu sex liðin. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON: HEFUR VERIÐ FRÁ HJÁ ESBJERG Í DANMÖRKU VEGNA MEIÐSLA Munaði mjög litlu að ég hefði farið í sumar Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni Brautin - bindindisfélag ökumanna Á morgun, laugardaginn 26. september, verður haldin opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. Keppnin verður haldin við Forvarnahúsið Kringlunni 3 og hefst kl. 13:00. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.brautin.is og í síma 588 9070. FÓTBOLTI Það vakti mikla athygli víða um heim þegar sjónvarpsupp- taka náðist af óvenjulegu atviki skömmu fyrir leik IFK Gauta- borgar og Örebro í sænsku úrvals- deildinni í fyrrakvöld. Markvörð- ur IFK, Daninn Kim Christensen, færði stangirnar á markinu sínu um nokkra sentimetra til hliðar þannig að markið minnkaði. Dómarinn tók fyrst eftir þessu þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum og lagaði stangirn- ar. Sjónvarpsmyndavél- ar náðu upptökum af öllu þessu og gekk myndbrot um þetta eins og eldur um sinu á Youtube í gær. Með Gautaborg leika þrír Íslendingar: Hjálmar Jóns- son, Ragnar Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason. Allir léku með liðinu í þessum leik og sá fyrstnefndi segir að það alls ekki óhefðbundið að markverðir reyni eitthvað slíkt í Svíþjóð. „Ég veit ekki hvort þetta hefur eitthvað verið reynt heima á Íslandi en ég tel mjög líklegt að um 90 prósent allra markvarða hér í Svíþjóð hafi gert þetta eða eitthvað þessu líkt,“ sagði Hjálm- ar í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum að tala um þetta eftir æfingu í dag [í gær] og vissum ekki til þess að eitt- hvað stæði um þetta í reglunum. En það virðist sem svo að það eigi að gera eitthvað mál út úr þessu en ég trúi því ekki að honum verði eitthvað mikið refsað fyrir þetta.“ Sænska knattspyrnu- sambandið ákvað þó í gær að skjóta málinu til aganefndar sambands- ins. Håkan Mild, íþróttastjóri IFK Gautaborgar, tók í svipaðan streng í samtali við sænska fjölmiðla í gær og sagðist vita til þess að fjöl- margir markverðir hefðu stundað þetta í gegnum tíðina. „Þetta er kannski í fyrsta sinn sem þetta er jafn áberandi og þetta var í leiknum. Við vorum að spila á gervigrasi og það var augljóst að stangirnar voru færðar úr stað. Ég er ekki viss um að það hefði sést eins vel á venjulegu grasi,“ segir Hjálmar. „Annars fannst mér þetta bara vera hlægilegt og þess þó síður finnst mér þetta vera svindl.“ Liðin gerðu markalaust jafn- tefli í leiknum, sem kom Hjálmari og félögum ekki vel þar sem liðið á í harðri baráttu við AIK á toppi deildarinnar. AIK tapaði reyndar í gærkvöldi fyrir Helsingborg, 3-2, og eru því Gautaborg og AIK enn efst og jöfn í deildinni með 47 stig þegar sex umferðir eru eftir. - esá Markvörður IFK Gautaborgar kærður fyrir að minnka markið sitt fyrir leik í sænsku úrvalsdeildinni: Nánast allir markverðir hafi prófað þetta HJÁLMAR JÓNSSON > Gunnar Már á leiðinni í FH Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni til Íslandsmeistara FH samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gær- kvöldi. Gunnar Már á eftir eitt ár af samningi sínum við Grafarvogsliðið, sem er fallið í 1. deild. Gunnar Már er markahæsti leikmaður Fjölnis í efstu deild karla en hann hefur skorað 15 mörk í 42 leikjum. Gunnar Már, sem er kallaður „Herra Fjölnir“, hefur leikið allan sinn feril með Fjölnisliðinu og spilaði með liðinu í öllum deildum frá því að liðið fór úr 3. deildinni upp í efstu deild á árunum 2002 til 2008. KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR eru búnir að semja við Banda- ríkjamanninn Semaj Inge sem er 23 ára og 195 cm leikstjórnandi og útskrifaðist úr Temple-háskól- anum í vor. Semaj á sér tvíburabróður sem spilaði með Colarado-skólanum en sá heitir James Inge. James er nefnilega stafað Semaj aftur á bak og eru því þeir báðir skírðir eftir föður sínum James. Semaj Inge var byrjunar- liðsmaður og fyrirliði Temple- háskólaliðsins síðasta vetur og var þá með 6,9 stig, 3,9 fráköst og 3,6 stoðsendingar að meðaltali á 29,0 mínútum í leik. - óój Iceland Express karla í körfu: Nýi KR-Kaninn á sér tvíbura KEMUR EKKI AFTUR Jason Dourisseau. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Keppnistímabilið í kvennakörfunni hefst í kvöld þegar tveir fyrstu leikirnir í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins fara fram. Íslandsmeistarar Hauka taka þá á móti nýliðum Njarðvík- ur á Ásvöllum klukkan 19.15 og á sama tíma koma Valskonur í heimsókn til Hamars í Hvera- gerði. Sigurvegararnir úr þess- um leikjum mætast síðan í undanúrslitum í næstu viku. Í hinum tveimur leikjum átta liða úrslitanna mætast KR og Snæfell á morgun og Keflavík tekur síðan á móti Grindavík á sunnudag. - óój Powerade-bikar kvenna: Stelpurnar fara af stað í kvöld ALLT AÐ BYRJA Ragna Margrét Brynjars- dóttir í Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.