Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 6
6 25. september 2009 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Löng hefð er fyrir því að lítið kvis- ist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkis- stjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármála- ráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heim- ildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. Þótt nánari útfærsla sé enn á huldu um hvaða skattar verði hækkaðir um hve mikið og hve mikið verður nákvæmlega skorið niður og hvar, gefur skýrslan hugmynd um hvernig fjárlaga- frumvarpið mun líta út. Þar er að finna ýmsar tillögur um skattahækkanir og útfærslu á hve mikið sparast við þær. Samkvæmt skýrslunni á að auka aðhald sem nemur 179 milljörðum króna til ársins 2013. Stærsta höggið kemur á næsta ári, umræddir 63 milljarðar. Áform um einstakar skattahækkanir eru enn ekki ljós, en af skýrslunni er ljóst að tekjuskatt- ar verða hækkaðir. Að meðtöldu útsvari eru þeir stærsti tekjustofn opinberra aðila og hefur hlutur þeirra í tekjum ríkissjóðs vaxið og var á árinu 38,5 prósent. Árin 2005 til 2007 var hlutur beinna skatta til ríkisins um fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu, en var komið niður í tólf prósent árið 2009. Hækkun tekjuskatts um hvert prósent af vergri landsframleiðslu skilar fjórtán milljarða aukatekjum í ríkissjóð. Það skilar þrjátíu millj- örðum króna að færa hlutfall tekjuskatts í sama horf gagnvart vergri landsframleiðslu og það var á árunum 2005 til 2007. Tekjur ríkisins af áfengisgjaldi námu átta milljörðum árið 2008 og í skýrslu fjármálaráð- herra er lögð til tíu prósenta hækkun á því 1. janúar 2010 og 1. janúar 2011. Þá er lögð til hækkun tóbaksgjalds um þrjátíu til fjöru- tíu prósent í tveimur áföngum, 2009 og 2010, en það skilaði 3,9 milljörðum í ríkissjóð 2008. Hluti þessara hækkana hefur þegar komið fram og óvíst er hvort farið verður eftir tillögunum. Stóra myndin liggur því nokkuð ljós fyrir. Á töflunum hér til hliðar má sjá hvernig sparað verður í útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Skattahækkanir munu skila um 28 milljörðum króna; spurningin er aðeins hvaða skattar verða hækkaðir. kolbeinn@frettabladid.is Stoppa í 63 milljarða gat Fjárlög næsta árs verða lögð fyrir Alþingi á fimmtudaginn en bæta þarf afkomu ríkissjóðs um 63 milljarða króna. Tekjur verða auknar um 28 milljarða og dregið saman í útgjöldum um 35 milljarða. LEIÐTOGAR RÍKISSTJÓRNARINNAR Vinna við fjárlög er nú á lokastigum, en samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra frá því í sumar er ætlunin að draga saman í útgjöldum um 35 milljarða og auka tekjur ríkissjóðs um 28 milljarða. Það þýðir umtalsverðar skattahækkanir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Viðhald og stofnkostnaður Vegaframkvæmdir 8.250 Aðrar framkvæmdir 1.750 Samtals 10.000 Rekstur Almennt aðhald 14.250 Stjórnsýsla 10% Menntamál 7% Velferðarþjónusta 5% Tilfærslur Sjúkratryggingar 2.600 Barnabætur 1.000 Fæðingarorlof 350 Elli- og örorkulífeyrir 3.650 Önnur sértæk framlög 1.825 Almennt aðhald tilfærslustyrkja ráðuneyta 1.688 Samtals 11.113 Bætt afkoma 2010 Niðurskurður/sparnaður* Rekstur 14.250 Viðhald og stofnk. 10.000 Tilfærslur 11.113 Samtals 35.363 Auknar tekjur, s.s. skattar 28.000 Samtals 63.363 *SJÁ NÁNAR Í TÖFLUM TILLÖGUR RÍKISSTJÓRNAR UM HVERNIG BÆTA EIGI AFKOMU RÍKISSJÓÐS 2010 Nánari útlistun á því hvernig afla eigi ríkissjóði 63,4 milljarða á næsta ári. Allar tölur í milljónum króna. P IP A S ÍA 9 1 2 6 5 Nýr matseðill á Ruby Tuesday Höfðabakka 9 & Skipholti 19 Sími 577-1300 17 nýir réttir til að gæða sér á Komdu í heimsókn LÖGREGLUMÁL Rauðri málningu var skvett í nótt á einbýlishús Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings. Er þetta í þriðja sinn síðan í ágúst sem málningu er skvett á þetta hús Hreiðars Más. Lögreglan rannsakar málið en síðast var skvett málningu á hús Hreiðars Más aðfaranótt 14. ágúst síðastliðinn. Þá nótt fékk hús Karls Wernerssonar einnig málningarslettur. Skemmdarvargar að verki: Málningu slett í þriðja sinn á hús Hreiðars SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Svíþjóð var í gær engu nær um það hvar þjófarnir bíræfnu, sem notuðu stolna þyrlu til að stela pening- um frá öryggisfyrirtæki í Stokk- hólmi á miðvikudag, væru niður komnir. Tveir menn, sem voru hand- teknir í gær, eru ekki grunaðir um beina aðild að ráninu, að öðru leyti en því að þeir eru sakaðir um viðskipti með þýfi. Gagnrýni hefur beinst að öryggismálum í tengslum við þyrlu lögreglunnar. Hún var ónothæf þegar ránið var framið vegna sprengjuefnis sem komið var fyrir við flugskýlið. - gb Þyrluránið í Svíþjóð: Bíræfnir þjófar ófundnir í gær STOLNA ÞYRLAN Ræningjarnir skildu hana eftir skammt norðan við Stokk- hólm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ætlar þú að veiða rjúpu í haust? Já 12,9% Nei 87,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Líst þér vel á að Davíð Oddsson verði ritstjóri Morgunblaðsins? Segðu þína skoðun á vísir.is. HEILBRIGÐISMÁL Meira en hundrað starfsmenn Landspítalans fá ekki endurnýjaða ráðningarsamninga við spítalann í ár. Fyrstu samn- ingarnir renna út um næstu mán- aðamót. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segist ekki vita nákvæm- lega um hversu marga starfsmenn sé að ræða og að það muni ekki skýrast fyrr en í byrjun desem- ber þegar síðustu samningarnir renni út. Þá munu fleiri hundruð starfs- menn spítalans fá bréf um breyt- ingar á starfskjörum um næstu mánaðamót. Breytingarnar snúa meðal a n n a r s a ð breyttu vakta- fyrirkomulagi og niðurfellingu aksturspeninga svo eitthvað sé nefnt. Ögmundur Jónasson heil- brigðisráð- herra sagði í blaðinu í gær að niður skurður í heilbrigðiskerfinu myndi bitna á þjónustu og störf- um í faginu. Björn segir aðgerðir stjórn- enda spítalans hafa miðað að því að komast hjá uppsögnum og að halda uppi þjónustu en finna leiðir til að gera hana ódýrari. „Það má vissulega kalla það skerðingu þegar við breytum til dæmis sólarhringsdeildum í dagdeildir og sjö daga deildum í fimm daga deildir,“ segir Björn. „Og það mun væntanlega bitna á sjúklingunum og aðstandendum þeirra.“ Björn býst við að þjónusta skerðist og uppsagnir blasi við þegar fjárlög næsta árs líti dags- ins ljós. „Við erum komin á enda- stöð með það sem er hægt að gera án þess að skerða þjónustu eða fara í uppsagnir,“ segir Björn. - kh Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu bitnar á lausráðnu starfsfólki Landspítalans: Hundrað fá ekki framlengda samninga BJÖRN ZOËGA BRETLAND, AP Ofþyngd og offita gæti orðið helsta orsök krabba- meins hjá konum á næsta áratug, samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar breskra vísindamanna. Um átta prósent krabbameins- tilvika í Evrópu eru nú rakin til ofþyngdar eða offitu. Sérfræð- ingar telja að það hlutfall muni hækka skarpt á næstu árum. Sumar rannsóknir bendi til þess að hlutfallið sé um tuttugu pró- sent í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvers vegna offita veldur krabbameini, en talið er að ástæðuna megi rekja til röskunar á hormónastarfsemi líkama fólks í yfirþyngd. - bj Tengsl krabbameins og offitu: Óttast áhrif of fitu á konur KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.