Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 25. september 2009 33 Það er best að segja það bara strax: Nýja smásagnasafnið hans Þórarins er alveg hreint sultufínt. Stíllinn, orðavalið, hugmyndirnar. Maður, maður. Allt er þetta eins og það á að vera. Viðfangsefni Þórarins eru fjöl- breytt. Flestar sögurnar eru af þessum heimi en ekki allar. Í mörg- um er beitt samfélagsgagnrýni sem ýmist blasir við eða leynist undir niðri. Bersöglust er Drauga- borg þar sem peningabrjálæðinu er lýst. Í Maður einn er fjallað um innihaldsleysi. Þórarinn, sem stendur á sex- tugu, hefur skrifað bækur frá 1974. Í heil 35 ár. Við erum því farin að þekkja hann ágætlega. Og sem betur fer ekki bara í gegnum bækurnar heldur hefur hann við og við komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Við þekkjum yfirveg- aðan talandann og svo merkilegt sem það nú er hefur talandinn sá lætt sér inn á síður bókanna. Þegar Alltaf sama sagan er lesin í bólinu á nokkrum haustkvöldum er sem Þórarinn sitji á rúmstokknum og segi sjálfur sögurnar. Ekki ónýtt það! Burtséð frá sögunum sjálfum tekst Þórarni að skemmta lesend- um með stökum setningum. „Ég hef alltaf verið Staðarskálamaður,“ er dæmi um slíkt. Látlaus stað- reynd sem samt segir svo mikið og vekur umhugsun um ástir á vega- sjoppum og í þessu tilviki jafnvel svolítinn söknuð. Auðvitað eru sögurnar ellefu í bókinni misgóðar. Bestar eru Íþróttabyltingin, Draugaborg og Silla á Klömbrum. Í Stanley- hamarsheimt er forsagan jafn- vel betri en sagan sjálf. Ást afa á hamrinum sem hann fékk að gjöf í heimsókninni í Stanley-hamra- verksmiðjurnar í Bandaríkjunum 1963. Sögumaðurinn í Kauða er skemmtilega fáránlegur náungi. En sjálfsagt býr eitthvað svona- lagað í mörgu okkar. Umgjarðir Hvaðefsögu og Skáldu eru vírað- ar. Þarf lokaorð? Ég held ekki. En það má endurtaka upphafið: Nýja smásagnasafnið hans Þórarins er alveg hreint sultufínt. Björn Þór Sigbjörnsson Sultufínn Þórarinn á rúmstokknum BÓKMENNTIR Alltaf sama sagan Þórarinn Eldjárn ★★★★ Fjölbreytt og skemmtilegt sagnasafn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 25. september ➜ Tónleikar 20.30 Bubbi Morthens heldur tón- leika í Edinborgarhúsinu við Aðalstræti á Ísafirði. Húsið verður opnað kl. 20. 21.30 Ljótu hálfvitarnir verða með tón- leika á Kaffi Rosenberg við Klapparstíg. 22.00 Mánar frá Selfossi verða með tónleika á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Opnanir 16.00 Erlendur Bogason opnar ljós- myndasýningu í gallerý LA (Læknastofa Akureyrar) við Hafnarstræti 97 (6. hæð). Sýningin er opin virka dag kl. 9-16. 20.00 Ragnhildur Jóhannsdóttir verð- ur með opnun á bókverki sínu „konur 30 og brasilíkst“ í Gallerí Crymogæa við Laugaveg 41. Opið þri.-lau. kl. 13-18. ➜ Tónlistarhátíð Tónlistarhátíðin Réttir (Reykjavík Round-Up) stendur yfir til 26. september. Yfir 100 hljómsveitir og listamenn koma fram. Allar frekari upp- lýsingar má nálgast á www.rettir.is og miðasölu á www.midi.is ➜ Sýningar Í Tónlistarsafni Íslands við Hábraut 2 í Kópavogi hefur verið opnuð sýningin „Heilbrigð æska, pönkið og Kópa- vogurinn 1978-1983.“ Opið alla daga kl. 11-16. Í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnar- firði hefur verið opnuð sýningin „Líf- róður“ þar sem sýnd eru verk eftir tæplega þrjátíu listamenn sem tengjast hafinu á ýmsan hátt. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og á fimmtu- dögum til kl. 21. ➜ Síðustu forvöð Í Listasafni Árnesinga við Austurmörk í Hveragerði lýkur sýningu á verkum Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggva- dóttur á sunnudag. Opið alla daga kl. 12-18 og aðgangur er ókeypis. Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi lýkur tveimur sýningum á sunnudag. Dyr draumanna, sýning á verkum finnsku listakonunnar Elenu Schuvaloff-Maijala. Mandala sýning á verkum sex íslenskra listamanna. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Opið hús Í tilefni af 100 ára afmæli Höfða við Borgartún verður húsið opið almenn- ingi til sunnudags kl. 13-16. Boðið verður upp á leiðsögn um húsið auk þess sem þar hefur verið opnuð sýning þar sem byggingarsaga hússins er rakin er í máli og myndum. ➜ Námskeið 13.00 Maríanna Friðjónsdóttir heldur námskeið undir yfirskriftinni „Gulla- kista Google“ hjá Endurmenntun HÍ að Dunhaga 7. Námskeiðið er öllum opið. Skráning og nánari upplýsingar á www. endurmenntun.is. ➜ Kvikmyndir Kvikmyndavika tengd kreppu, kakki og kvótabraski hjá Kvikmyndasafninu til 26. sept. Sýningar fara fram í Bæjar- bíói í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is. 20.00 Sýnd verður kvikmynd Baltas- ars Kormáks „Hafið“ frá árinu 2002. ➜ Dansleikir Í svörtum fötum verður á skemmtistaðn- um Spot við Bæjarlind 6 í Kópavogi. ➜ Listamannaspjall 12.30 Kvikmyndaleik- stjórarnir Friðrik Þór Frið- rikson og Ari Alexander Ergis Magnússon flygja gestum og ræða um sýninguna „Ramm- ar í endursýn“ á Listasafni Reykjavík- ur við Tryggvagötu. Spjallið fer fram á ensku og allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.