Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 65

Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 65
FÖSTUDAGUR 25. september 2009 33 Það er best að segja það bara strax: Nýja smásagnasafnið hans Þórarins er alveg hreint sultufínt. Stíllinn, orðavalið, hugmyndirnar. Maður, maður. Allt er þetta eins og það á að vera. Viðfangsefni Þórarins eru fjöl- breytt. Flestar sögurnar eru af þessum heimi en ekki allar. Í mörg- um er beitt samfélagsgagnrýni sem ýmist blasir við eða leynist undir niðri. Bersöglust er Drauga- borg þar sem peningabrjálæðinu er lýst. Í Maður einn er fjallað um innihaldsleysi. Þórarinn, sem stendur á sex- tugu, hefur skrifað bækur frá 1974. Í heil 35 ár. Við erum því farin að þekkja hann ágætlega. Og sem betur fer ekki bara í gegnum bækurnar heldur hefur hann við og við komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Við þekkjum yfirveg- aðan talandann og svo merkilegt sem það nú er hefur talandinn sá lætt sér inn á síður bókanna. Þegar Alltaf sama sagan er lesin í bólinu á nokkrum haustkvöldum er sem Þórarinn sitji á rúmstokknum og segi sjálfur sögurnar. Ekki ónýtt það! Burtséð frá sögunum sjálfum tekst Þórarni að skemmta lesend- um með stökum setningum. „Ég hef alltaf verið Staðarskálamaður,“ er dæmi um slíkt. Látlaus stað- reynd sem samt segir svo mikið og vekur umhugsun um ástir á vega- sjoppum og í þessu tilviki jafnvel svolítinn söknuð. Auðvitað eru sögurnar ellefu í bókinni misgóðar. Bestar eru Íþróttabyltingin, Draugaborg og Silla á Klömbrum. Í Stanley- hamarsheimt er forsagan jafn- vel betri en sagan sjálf. Ást afa á hamrinum sem hann fékk að gjöf í heimsókninni í Stanley-hamra- verksmiðjurnar í Bandaríkjunum 1963. Sögumaðurinn í Kauða er skemmtilega fáránlegur náungi. En sjálfsagt býr eitthvað svona- lagað í mörgu okkar. Umgjarðir Hvaðefsögu og Skáldu eru vírað- ar. Þarf lokaorð? Ég held ekki. En það má endurtaka upphafið: Nýja smásagnasafnið hans Þórarins er alveg hreint sultufínt. Björn Þór Sigbjörnsson Sultufínn Þórarinn á rúmstokknum BÓKMENNTIR Alltaf sama sagan Þórarinn Eldjárn ★★★★ Fjölbreytt og skemmtilegt sagnasafn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 25. september ➜ Tónleikar 20.30 Bubbi Morthens heldur tón- leika í Edinborgarhúsinu við Aðalstræti á Ísafirði. Húsið verður opnað kl. 20. 21.30 Ljótu hálfvitarnir verða með tón- leika á Kaffi Rosenberg við Klapparstíg. 22.00 Mánar frá Selfossi verða með tónleika á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Opnanir 16.00 Erlendur Bogason opnar ljós- myndasýningu í gallerý LA (Læknastofa Akureyrar) við Hafnarstræti 97 (6. hæð). Sýningin er opin virka dag kl. 9-16. 20.00 Ragnhildur Jóhannsdóttir verð- ur með opnun á bókverki sínu „konur 30 og brasilíkst“ í Gallerí Crymogæa við Laugaveg 41. Opið þri.-lau. kl. 13-18. ➜ Tónlistarhátíð Tónlistarhátíðin Réttir (Reykjavík Round-Up) stendur yfir til 26. september. Yfir 100 hljómsveitir og listamenn koma fram. Allar frekari upp- lýsingar má nálgast á www.rettir.is og miðasölu á www.midi.is ➜ Sýningar Í Tónlistarsafni Íslands við Hábraut 2 í Kópavogi hefur verið opnuð sýningin „Heilbrigð æska, pönkið og Kópa- vogurinn 1978-1983.“ Opið alla daga kl. 11-16. Í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnar- firði hefur verið opnuð sýningin „Líf- róður“ þar sem sýnd eru verk eftir tæplega þrjátíu listamenn sem tengjast hafinu á ýmsan hátt. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og á fimmtu- dögum til kl. 21. ➜ Síðustu forvöð Í Listasafni Árnesinga við Austurmörk í Hveragerði lýkur sýningu á verkum Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggva- dóttur á sunnudag. Opið alla daga kl. 12-18 og aðgangur er ókeypis. Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi lýkur tveimur sýningum á sunnudag. Dyr draumanna, sýning á verkum finnsku listakonunnar Elenu Schuvaloff-Maijala. Mandala sýning á verkum sex íslenskra listamanna. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Opið hús Í tilefni af 100 ára afmæli Höfða við Borgartún verður húsið opið almenn- ingi til sunnudags kl. 13-16. Boðið verður upp á leiðsögn um húsið auk þess sem þar hefur verið opnuð sýning þar sem byggingarsaga hússins er rakin er í máli og myndum. ➜ Námskeið 13.00 Maríanna Friðjónsdóttir heldur námskeið undir yfirskriftinni „Gulla- kista Google“ hjá Endurmenntun HÍ að Dunhaga 7. Námskeiðið er öllum opið. Skráning og nánari upplýsingar á www. endurmenntun.is. ➜ Kvikmyndir Kvikmyndavika tengd kreppu, kakki og kvótabraski hjá Kvikmyndasafninu til 26. sept. Sýningar fara fram í Bæjar- bíói í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is. 20.00 Sýnd verður kvikmynd Baltas- ars Kormáks „Hafið“ frá árinu 2002. ➜ Dansleikir Í svörtum fötum verður á skemmtistaðn- um Spot við Bæjarlind 6 í Kópavogi. ➜ Listamannaspjall 12.30 Kvikmyndaleik- stjórarnir Friðrik Þór Frið- rikson og Ari Alexander Ergis Magnússon flygja gestum og ræða um sýninguna „Ramm- ar í endursýn“ á Listasafni Reykjavík- ur við Tryggvagötu. Spjallið fer fram á ensku og allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.