Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 12
12 25. september 2009 FÖSTUDAGUR EVRÓPUSAMBANDIÐ „Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evr- ópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. Síðan Evrópska efnahagssvæð- ið var stofnað fyrir fimmtán árum hefur það vaxið mjög að umfangi, bæði vegna þess að aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr 15 í 27, laga- safnið hefur vaxið úr 1.500 laga- gerningum í 6.000, og svo hefur framkvæmd og túlkun laganna teygt áhrifasvið þeirra inn á æ fleiri svið samfélagsins. Sejersted, sem er prófessor í stjórnskipunar- og Evrópurétti, segir Norðmenn jafnvel duglegri en sum af nýrri aðildarríkjum Evr- ópusambandsins við að innleiða nýjar reglur frá Brussel, þannig að í raun geti tengsl Noregs við sambandið talist nánari en tengsl sumra aðildarríkjanna. Sú blekking að Noregur sé alls ekki í þessum nánu tengsl- um við Evrópusambandið, heldur standi utan við, skekkir síðan alla umræðu í Noregi um Evrópusam- bandið. Þróun mála hér á landi hefur hins vegar mikil áhrif á fram- hald mála í Noregi: „Ísland stjórn- ar norsku Evrópusambands- umræðunni,“ segir Sejersted. Sjálfur vonast hann til þess að Ísland samþykki aðild að Evrópu- sambandinu, ekki vegna þess að hann hafi sérstaka skoðun á því hvort aðild sé góð eða slæm fyrir Ísland, heldur vegna þess að þá færi af stað umræða um málið í Noregi. Sú umræða hafi í reynd legið niðri í fimmtán ár, eða síðan Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ segir Sejersted en telur samt ólíklegt að Norðmenn gangi í ESB, jafn- vel þótt Evrópska efnahagssvæð- ið verði æ undarlegra fyrirbæri án Íslands, ekki síst ef nokkur örríki í Evrópu bættust í hópinn. Það var Háskólinn á Bifröst sem efndi til morgunverðarfundarins í Norræna húsinu. Að loknu erindi Sejersteds tóku til máls þau Elvira Mendez, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Eiríkur Berg- mann Einarsson, dósent við félags- vísindadeild Háskólans á Bifröst. „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann. Það væri þá helst ef efnahagsástandið héldi áfram að versna. „Þá gætu Íslend- ingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ gudsteinn@frettabladid.is Segir tóma blekkingu að Noregur standi utan ESB Norskur Evrópuréttarfræðingur segir að án Íslands verði Evrópska efnahagssvæðið enn undarlegra fyrir- bæri en nú. Eiríkur Bergmann dósent telur litlar líkur á því að Ísland gangi í Evrópusambandið. FREDRIK SEJERSTED Segir að Evrópska efnahagssvæðið verði enn undarlegra fyrir- bæri ef Ísland fari yfir í Evrópusambandið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA OPIÐ UM HELGINA Föstudag 12 - 18 I Laugardag 12 - 18 I Sunnudag 13 - 16 Akralind 9 201 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is LAGERSALA Seljum eingöngu beint af lager okkar sem er aðeins opinn um helgar. Lítil yfirbygging = betra verð Edge - Hornsófi 280x200 kr. 298.700 Lagersöluverð kr. 238.900 Litir: Sand og Night Skoðið sófaúrvalið á heimasíðu okkar www.linan.is UTANRÍKISMÁL Bændasamtökin hafa ítrekað óskað eftir því að spurn- ingalistar Evrópusambandsins, er lúta að landbúnaði, verði þýddir á íslensku. Utanríkisráðuneytið hefur hafnað því og ber fyrir sig kostnaði, sem sé um tíu milljónir króna. Þá taki verkið tvo til þrjá mánuði. Bændasamtökin óska eftir því að fá öll svör þeirra stofnana og ráðu- neyta sem kunna að varða landbún- aðar- og byggðamál til skoðunar, með góðum fyrirvara áður en erindi ESB verður svarað. Þau svör verði einnig á íslensku. Samtökin sjálf eru að vinna svör við listunum og í þeim verður að finna þá fyrir- vara sem þau telja að gera verði um landbúnaðar- og byggðamál. Bændasamtökin hafa einnig hvatt til þess að svörin við spurninga- listunum verði tekin til umræðu í utanríkismálanefnd Alþingis. Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndar- innar, segir að aldrei hafi neitt annað komið til greina. Evrópuhópur Alþingis kom saman í gær og Árni Þór, sem einn- ig er formaður hans, segir að þar hafi menn velt fyrir sér möguleik- anum á að þýða öll skjölin í anda gagnsæis. Ekkert sé ákveðið í þeim efnum en einstök ráðuneyti geti tekið ákvörðun um sinn hluta. - kóp Bændasamtökin kalla eftir umræðu í utanríkismálanefnd um ESB-spurningar: Bændur vilja íslensk ESB-skjöl FORMAÐURINN Bændasamtökin vilja að þau skjöl sem tengjast landbúnaðarmál- um og verða til í tengslum við spurning- ar ESB verði þýdd á íslensku. Haraldur Benediktsson er formaður samtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FJÖLMIÐLAR Forseti Bandaríkj- anna hefur hug á að gera laga- frumvarp til að auðvelda dag- blöðum að sporna gegn þeirri hnignun sem þau standa frammi fyrir. Til greina mun koma að dag- blöðin, í breyttu rekstrarformi, fái skattaívilnanir. Fari svo verði þau ekki rekin í ágóða- skyni. Forsetinn, Barack Obama, kynnti ritstjórum tveggja dag- blaða þessar hugmyndir á fundi með þeim í Hvíta húsinu í vik- unni. Hann sagðist þar hafa áhyggjur af því að fjölmiðlun líktist æ meira bloggsíðum, þar sem skoðanir réðu ríkjum, en ekki staðreyndir. - kóþ Bandarískir fjölmiðlar: Obama vill lesa betri dagblöð BARACK OBAMA Forseti Bandaríkjanna kynnti ritstjórum tveggja dagblaða hug- myndir sínar í vikunni. NÝJASTI FARARSKJÓTINN Japanska fyrir- tækið Honda hefur kynnt til sögunnar þetta nýstárlega hjól, sem auðvelt er að ferðast á um gangstéttir stórborga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRLAND, AP Írsk stjórnvöld hyggj- ast tvöfalda skatt á notkun plast- poka. Nái áformin fram að ganga verður skatturinn 44 evrusent á hvern poka, sem jafngildir rúm- lega áttatíu krónum. Írar voru fyrstir Evrópuþjóða til að skattleggja plastpoka og hafa sjö ára reynslu af skattlagn- ingunni. Notkun á plastpokum hefur dregist mikið saman, auk þess sem stjórnvöld hafa fengið andvirði ríflega 22 milljarða króna í tekjur af skattinum. Írsk stjórnvöld telja að áttatíu króna skattur á hvern poka muni fæla fólk enn frekar frá því að nota plastpoka. - bj Plastpokaskattur tvöfaldaður: Greiða 80 krón- ur fyrir pokann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.