Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.09.2009, Blaðsíða 10
10 25. september 2009 FÖSTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Nefnd þriggja lög- fræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftir lit Alþingis með framkvæmdarvald- inu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru ein- dregnar. Breytinga er þörf. Meðal þess sem nefndin legg- ur til er að lögfestar verði regl- ur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi. Réttaróvissa á þessu sviði er, að mati nefndar- innar, afar óæskileg fyrir sam- skipti þings og ríkisstjórnar. „Meðan inntak skyldunnar er óljóst er ólíklegra en ella að ráð- herra verði látinn sæta pólitískri ábyrgð leggi hann ekki fram við- hlítandi upplýsingar fyrir Alþingi eða leyni þingið mikilvægum upp- lýsingum,“ segir í skýrslunni. Lagt er til að ríkisstjórn beri að skila árlegri skýrslu til þingsins um framkvæmd þingsályktana. Slíkar ályktanir eru oft og tíðum yfirgripsmiklar og stefnumark- andi en hvergi er fjallað um eftir- fylgni með framkvæmd þeirra. Nefndin vill að settar verði skýrari reglur um upplýsinga- rétt þingmanna og aðgang þings- ins, einkum þingnefnda, að gögn- um hjá stjórnvöldum. Jafnframt að settar verði reglur um heimild ráðherra til að leggja fyrir Alþingi upplýsingar sem háðar séu þagnar- skyldu, um örugga meðhöndlun trúnaðarupplýsinga og um þagnar- skyldu alþingismanna um upplýs- ingar sem leynt eigi að fara. Að mati nefndarinnar ber að fækka fastanefndum þingsins en þær eru nú tólf. Meðal annars er dregið fram að ef nefndirn- ar eru færri og starfssvið þeirra nær til fleiri en eins ráðuneyt- is megi draga úr hættu á að ráð- herra reyni að hafa áhrif á skipan og störf nefnda. Jafnframt er lagt til að ný nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, verði sett á fót og falið að sinna eftirlitshlutverki með framkvæmdarvaldinu. Þá er í skýrslunni lagt til að refsiheimildir laga um ráðherra- ábyrgð verði skýrðar, að íhuguð verði mildari úrræði til að beina gagnrýni á embættisfærslu ráð- herra en að lýsa á hann vantrausti og að skipulag landsdóms verði tekið til skoðunar. Auk Bryndísar formanns sátu í nefndinni Andri Árnason hæsta- réttarlögmaður og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Með henni starfaði Ásmundur Helgason, lög- fræðingur hjá Alþingi. bjorn@frettabladid.is Lagt til að upplýsingaskylda ráðherra verði færð í lög Nefnd þriggja lögfræðinga telur nauðsynlegt að eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu verði styrkt. Nefndin leggur til fjölmargar leiðir til úrbóta. Setja þurfi sérstök lög og breyta stjórnarskrá. EFTIRLIT ALÞINGIS MEÐ FRAMKVÆMDARVALDINU Kynningarfund vegna skýrslu vinnuhópsins sátu Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir þingforseti, Bryndís Hlöðversdóttir, formaður hópsins, Ásmundur Helgason, starfsmaður hópsins, og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STILLIR SÉR UPP Afgönsk kona hélt fyrir andlit sitt meðan hún stillti sér upp til myndatöku í lautarferð með fjölskyldu sinni í Jalrez-dal í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI „Þetta er mikil viður- kenning fyrir okkur,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Ice- landic Water Holdings, sem fram- leiðir átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial. Um ár er síðan fyrirtækið stækkaði við sig í Þorlákshöfn. Sala fyrirtækisins jókst um 78 prósent í Bandaríkjunum síðast- liðna tólf mánuði, samkvæmt tölum frá bandaríska fyrirtækinu Infor- mation Resources, Inc. (IRI) og er það mesta aukning á bandarískum markaði með hágæðavatn. Til samanburðar jókst sala næst- mest á vatni undir merkjum Voss Convenience um tuttugu prósent á milli ára. Jón segir mestu skipta í markaðssetningu að íslenska vatn- ið er trúverðugt. „Það er hreint og gott. Þeir sem drekka vatnið einu sinni vilja ekkert annað,“ segir hann. - jab Icelandic Glacial springur út: Fleiri drekka íslenska vatnið VATNSFLÖSKUR Á FÆRIBANDI Sala á Ice- landic Glacial-vatni jókst um tæp áttatíu prósent á milli ára í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að Land- spítalanum hafi verið heimilt að banna yfirlæknum með stjórnunar- skyldur á spítalanum að reka einnig sjálfstæðar læknastofur samhliða störfum sínum fyrir spít- alann. Hæstiréttur sýknaði í gær spít- alann af kröfu yfirlæknis um við- urkenningu á því að spítalanum hafi verið þetta óheimilt. Hæstiréttur dæmdi lækninum hins vegar 1,8 milljónir í vangold- in laun frá spítalanum með dráttar- vöxtum. Sú krafa var til komin vegna þess að Landspítalinn lækk- aði einhliða í heimildarleysi starfs- hlutfall hans um tuttugu prósent eftir að nýr kjarasamningur tók gildi 1. febrúar 2006. Læknirinn hafði þegið 80 pró- senta laun fyrir fullt starf hjá spít- alanum frá því í september 2002, á grundvelli bókunar í kjarasamn- ingi frá því ári. Þar var læknum sem einnig rækju einkastofu gert að lækka annaðhvort starfshlut- fall sitt eða þiggja fyrir störfin 20 prósentum lægri laun. Læknirinn valdi aldrei á milli þessara kosta og af þeirri ástæðu var talið að bókunin gæti ekki haft áhrif á kjör hans eftir að nýr kjarasamningur tók gildi árið 2006. Sambærilegt ákvæði var þar ekki að finna. - sh Landspítalinn mátti banna yfirlækni sínum að reka einkastofu: Mátti banna rekstur einkastofu LANDSPÍTALINN Þarf að greiða læknin- um 1,8 milljónir í vangoldin laun, auk vaxta. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI TAÍLAND, AP Alþjóða heilbrigðis- stofnunin WHO og Alnæmisstofn- un Sameinuðu þjóðanna segja að tilraunir í Taílandi með nýtt bólu- efni gegn alnæmi hafi gengið vel og lofi mjög góðu. Í Taílandi var gerð stærsta til- raun með bóluefni gegn alnæmi sem ráðist hefur verið í til þessa. All tóku sextán þúsund sjálfboða- liðar þátt í tilrauninni. Niðurstað- an varð sú að þeir sem fengu bólu- efnið áttu mun síður á hættu að smitast af alnæmisveirunni HIV. Munurinn var 31 prósent, sem að vísu telst ekki nægilega gott en er þó fyrsta merki þess að mögu- legt sé að vinna bug á veirunni með bóluefni. „Þetta gerir mig hóflega bjart- sýnan á að unnt verði að ná betri árangri,“ sagði Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúk- dómastofnunar Taílands sem fjár- magnaði tilraunina ásamt banda- ríska hernum. Nýja bóluefnið er samsett úr tveimur öðrum bóluefnum, ALVAC og AIDSVAX, sem ekki höfðu reynst vel hvort í sínu lagi. Í tilrauninni var annað bóluefnið gefið fyrst til þess að setja við- brögð ónæmiskerfisins gegn HIV- veirunni af stað, en síðan var hitt efnið gefið til þess að styrkja áhrif fyrra efnisins. - gb Tilraunir í Taílandi með bóluefni gegn alnæmi lofa góðu: Vekur vonir um sigur á AIDS TEKIST Í HENDUR Þeir Eric John, sendiherra Bandaríkjanna í Taílandi, og Witthaya Kaewparrdai, heilbrigðisráðherra Taílands, kynntu niðurstöður tilraunarinnar á blaða- mannafundi í Bangkok. NORDICPHOTOS/AFP 27 þúsund manns sagt upp Bílafyrirtækið Avtovaz í Rússlandi, sem framleiðir bílategundina Lödu, mun segja upp rúmlega 27 þúsund starfsmönnum sínum á næstunni. Það er um fjórðungur starfsmanna. Ástæðan er minni sala bílanna. RÚSSLAND NEW YORK, AP Palestínumenn geta ekki hafið friðarviðræður við Ísraelsmenn að nýju strax vegna „ósættis um þau grundvallar- atriði“ sem viðræðurnar ættu að snúast um. Þetta sagði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, í viðtali sem birt var í gær. Barack Obama Bandaríkja- forseti hefur eindregið hvatt forystumenn ríkjanna tveggja til að setjast aftur að samninga- borðinu. Abbas segist vilja forð- ast deilur við Bandaríkjastjórn. Hann segir þó „engan sameigin- legan grundvöll“ ríkja milli sín og Benjamins Netanjahú, leið- toga Ísraelsmanna. - kg Forseti Palestínu: Geta ekki hafið viðræður á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.