Fréttablaðið - 25.09.2009, Síða 64
32 25. september 2009 FÖSTUDAGUR
Vísindavaka RANNÍS verður hald-
in í dag í Listasafni Reykjavíkur
– Hafnarhúsinu og stendur frá kl.
17-22. Dagurinn er tileinkaður evr-
ópskum vísindamönnum og hald-
inn hátíðlegur í helstu borgum Evr-
ópu. Markmiðið með Vísindavöku
og atburðum henni tengdum er að
kynna fólkið á bak við rannsóknirn-
ar og vekja athygli á fjölbreytni og
mikilvægi vísindastarfs í landinu.
Á Vísindavökunni mun fræðifólk
frá háskólum, stofnunum og fyrir-
tækjum kynna viðfangsefni sín fyrir
almenningi á lifandi og skemmtileg-
an hátt. Gestir fá að skoða og prófa
ýmis tæki og tól sem notuð eru við
rannsóknir, skoða ýmsar afurðir
og spjalla við vísindafólkið sjálft
um hvernig er að starfa að vísind-
um, rannsóknum og nýsköpun. Í ár
verður lögð áhersla á lifandi vísindi
og uppákomur á sviði og eru börn
og ungmenni sérstaklega boðin vel-
komin á Vísindavöku. - pbb
Vísindavaka í dag
Veðbankar í Bretlandi eru tekn-
ir að veðja hver fær Nóbelsverð-
launin í bókmenntum og er ísra-
elski skáldsagnahöfundurinn
Amos Oz efstur
á listanum. Í
boði er stuðull-
inn 4/1 fyrir
þá sem veðja á
Oz, en næstur
er rithöfundur
frá Alsír, Assia
Djebar með
5/1, Spánverj-
inn Juan Goyt-
isolo með 6/1 og bandarísku
skáldin Joyce Carol Oates og
Philip Roth með 7/1, og Thomas
Pynchon á 9/1.
Nóbelsnefndin fær ár hvert
um 350 tillögur en verðlaunin
eru nú heiðurinn og tíu milljónir
sænskar.
Evrópsk skáld hafa verið sigur-
sæl í baráttunni um hylli þess
stóra og lokaða hóps sænskra
menntamanna sem ræður hver
fær hnossið: í fyrra var það Le
Clézio, þar á undan fengu Nóbel-
inn þau Doris Lessing, Orhan
Pamuk, Harold Pinter, V.S.
Naipaul, Elfriede Jelinek, José
Saramago, Imre Kertész, Gao
Xingjian og Günter Grass. - pbb
Veðjað um
Nóbelinn
AMOS OZ
Samstarfsverkefni Ernu Ómars-
dóttur dansara, Guðna Gunnars-
sonar myndlistarmanns og belg-
íska tónlistarmannsins Lieven
Dousselaere kallast Skyr Lee Bob.
Bobbi þessi sýnir á Nordwind-
Festival Berlin dagana 1-7. októb-
er. Meðlimir hópsins hafa starfað
saman síðan 2003, lengst af með
Poni-hópnum góðkunna sem sýnt
hefur í Centre de George Pomp-
idou í París, Kiasma í Helsinki,
Kaaitheater í Brussel og Sophien-
salle í Berlín. Poni hélt einmitt
tónleika í Klink og Bank við góðan
orðstír árið 2004.
Í stuttu máli fæst Skyr Lee Bob-
flokkurinn við að kanna til hlít-
ar þanþol almennra mannasiða
og söfnunaráráttu og svokölluð
„Wunderkammer“ (undraskápa)
sem eru eins konar millistig milli
vísinda og lista og voru fyrsti vísir
að þeirri safnaflóru sem við þekkj-
um í dag.
SLB hefur byggt upp ríkan
„panel“ af karakterum sem
sprottnir eru upp úr sögum, veru-
leika og hugskotum meðlima hóps-
ins. Þar má meðal annars finna
Panic-apann, Brúðina sem er föst
í eilífri blóðugri handsnyrtingu
og tvo vegvísandi og vel klædda
bræður.
Flokkurinn þreytti frumraun
sína í Ferðalagi Björns Roth sem
var hluti Listahátíðar í Reykjavík
2008 og sýndi einnig á Drodesera-
Festival 09 á Ítalíu í sumar. Og nú
tekur hann Berlín.
- pbb
Skyr Lee Bob í Berlín
Nú stendur yfir í Smáralind
sýning á ljósmyndum eftir
Kristján Inga Einarsson úr bók-
inni Kjarni Íslands (e. The Ess-
ence of Iceland), sem nýlega
kom út á þremur tungumálum
hjá Bókaútgáfunni Sölku. Bók-
inni hefur verið mjög vel tekið
en hún veitir innsýn í hvernig
Kristján Ingi sér Ísland í
gegnum linsuna; sérkenni þess
og hina hljóðlátu kyrrð burtu
frá ys og þys mannlífsins. Ari
Trausti Guðmundsson kemur
hughrifum ljósmyndanna í orð,
bæði í ljóðum og stuttum prósa.
Sýningin stendur yfir til 1. októ-
ber og er opin á afgreiðslutíma
Kringlunnar.
Kristján Ingi hefur haldið sjö
ljósmyndasýningar og gefið út
nokkrar barnabækur, má þar
nefna: Húsdýrin okkar, Krakkar,
krakkar og Kátt í koti.
Einnig hefur hann tekið ljós-
myndir í fjölda kennslubóka.
- pbb
Kjarni
Íslands í
Smáralind
LJÓSMYNDIR Kristján Ingi Einarsson
ljósmyndari.
STJÖRNUÞOKUR
LISTDANS Skyr Lee Bob kannar áður
ókunnar slóðir.
LOGI Í BEINNI Í KVÖLD KL. 20:00
GESTIR ÞÁTTARINS ERU:
RAGGI BJARNA
GÍSLI ÖRN GARÐARSSON LEIKARI
BIRGITTA JÓNSDÓTTIR ÞINGKONA
STEINDI JR. GRÍNISTI
HJÁLMAR
SAMI TÍMI
SAMI TÖFFARINN