Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 35
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 SÓLSKINSDRENGURINN verður endursýnd í Háskólabíói dagana 28. september til 1. október. Sýnd verður ensk útgáfa myndarinnar þar sem stór- leikkonan Kate Winslet er í hlutverki sögumanns. Úlfhildur Þorsteinsdóttir er eitt þeirra níutíu ungmenna sem munu flytja fimmtu sinfóníu Sjostakov- itsj með Ungsveit Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói klukkan 17 í dag, en hún hefur verið á æfingum með sveitinni frá því um miðjan mánuðinn. Sveitin er skipuð ungmennum á aldrinum tólf til 25 ára og er þetta í fyrsta skipti sem tónlistarnemendum á þeim aldri gefst tækifæri til að spila saman í jafn stórri hljóm- sveit. „Þetta hefur verið frábært ferli og ómetanlegt að fá að vinna með fagmönnum á borð við Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, Guð- nýju Guðmundsdóttur konsert- meistara og öðrum leiðtogum hljómsveitarinnar sem hafa leiðbeint hverri rödd fyrir sig,“ segir Úlfhildur. Að tónleikunum loknum ætlar hluti hópsins að halda upp á áfangann með því að sækja útitónleika Gus Gus sem verða haldnir í bakgarðinum á Laugavegi 56 til að fagna útkomu sjöundu plötu teknótríósins. Úlfhildur byrjaði að læra á fiðlu þriggja ára gömul í Suzukiskóla íslenska Suzukisambandsins eins og hann hét þá. „Amma mín og mamma eru báðar fiðluleikarar og lá fiðlunámið því nokkuð beint við,“ segir Úlfhildur, sem er stað- ráðin í því að leggja fiðluleikinn fyrir sig. „Mig langar að fara út í Suzuki-kennslu að loknu námi auk þess sem Sinfóníuhljómsveit- in heillar.“ Til þess að það geti orðið að veruleika þarf Úlfhildur þó að leggja mikið á sig og til marks um það má nefna að hún stundar fullt nám við bæði mennta- og háskóla. „Ég klára MH um jólin en er auk þess á diplómabraut í fiðluleik við Listaháskóla Íslands. Skýringin á því er sú að Suzuki-nemendur eru yfirleitt komnir langt á undan jafnöldrum sínum sem feta hefð- bundna leið í tónlistinni.“ Úlfhildur mun verja sunnudeg- inum í að kafa ofan í námsbæk- urnar, sem hafa setið á hakanum síðustu vikur. Tónlistin verður þó ekki langt undan því henni er ætlað að læra allt um þýska tón- skáldið Johannes Brahms fyrir próf í Listaháskólanum á mánu- dag. vera@frettabladid.is Flytur sinfóníu og fer á tónleika með Gus Gus Úlfhildur Þorsteinsdóttir á annasama helgi fyrir höndum. Hún hefst á sannkallaðri tónlistarveislu en lýkur með lærdómi á morgun. Ekki er vanþörf á, því Úlfhildur stundar bæði nám við mennta- og háskóla. Úlfhildur hefur leikið á fiðlu frá þriggja ára aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STIGAR Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins Beygjanlegir Handlistar & Gólflistar Loftastigar, Innihurðir, Gerefti Gólflistar, Franskir gluggar í hurðir Smíðum Harmonikkuhurðir eftir máli Bílkerrur úr Áli frá Anssems í Hollandi Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Skólavörðustíg 8, S: 5513130 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.