Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 35
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 SÓLSKINSDRENGURINN verður endursýnd í Háskólabíói dagana 28. september til 1. október. Sýnd verður ensk útgáfa myndarinnar þar sem stór- leikkonan Kate Winslet er í hlutverki sögumanns. Úlfhildur Þorsteinsdóttir er eitt þeirra níutíu ungmenna sem munu flytja fimmtu sinfóníu Sjostakov- itsj með Ungsveit Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói klukkan 17 í dag, en hún hefur verið á æfingum með sveitinni frá því um miðjan mánuðinn. Sveitin er skipuð ungmennum á aldrinum tólf til 25 ára og er þetta í fyrsta skipti sem tónlistarnemendum á þeim aldri gefst tækifæri til að spila saman í jafn stórri hljóm- sveit. „Þetta hefur verið frábært ferli og ómetanlegt að fá að vinna með fagmönnum á borð við Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, Guð- nýju Guðmundsdóttur konsert- meistara og öðrum leiðtogum hljómsveitarinnar sem hafa leiðbeint hverri rödd fyrir sig,“ segir Úlfhildur. Að tónleikunum loknum ætlar hluti hópsins að halda upp á áfangann með því að sækja útitónleika Gus Gus sem verða haldnir í bakgarðinum á Laugavegi 56 til að fagna útkomu sjöundu plötu teknótríósins. Úlfhildur byrjaði að læra á fiðlu þriggja ára gömul í Suzukiskóla íslenska Suzukisambandsins eins og hann hét þá. „Amma mín og mamma eru báðar fiðluleikarar og lá fiðlunámið því nokkuð beint við,“ segir Úlfhildur, sem er stað- ráðin í því að leggja fiðluleikinn fyrir sig. „Mig langar að fara út í Suzuki-kennslu að loknu námi auk þess sem Sinfóníuhljómsveit- in heillar.“ Til þess að það geti orðið að veruleika þarf Úlfhildur þó að leggja mikið á sig og til marks um það má nefna að hún stundar fullt nám við bæði mennta- og háskóla. „Ég klára MH um jólin en er auk þess á diplómabraut í fiðluleik við Listaháskóla Íslands. Skýringin á því er sú að Suzuki-nemendur eru yfirleitt komnir langt á undan jafnöldrum sínum sem feta hefð- bundna leið í tónlistinni.“ Úlfhildur mun verja sunnudeg- inum í að kafa ofan í námsbæk- urnar, sem hafa setið á hakanum síðustu vikur. Tónlistin verður þó ekki langt undan því henni er ætlað að læra allt um þýska tón- skáldið Johannes Brahms fyrir próf í Listaháskólanum á mánu- dag. vera@frettabladid.is Flytur sinfóníu og fer á tónleika með Gus Gus Úlfhildur Þorsteinsdóttir á annasama helgi fyrir höndum. Hún hefst á sannkallaðri tónlistarveislu en lýkur með lærdómi á morgun. Ekki er vanþörf á, því Úlfhildur stundar bæði nám við mennta- og háskóla. Úlfhildur hefur leikið á fiðlu frá þriggja ára aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STIGAR Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins Beygjanlegir Handlistar & Gólflistar Loftastigar, Innihurðir, Gerefti Gólflistar, Franskir gluggar í hurðir Smíðum Harmonikkuhurðir eftir máli Bílkerrur úr Áli frá Anssems í Hollandi Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Skólavörðustíg 8, S: 5513130 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.