Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 7
50.—52. Reykjavík, laugardaginn 18. desember 1937. JOLIN ÞIN Jólahugleiðing eftir sr. Björn Magnússon. „Eg er Ijós heimsins, hver, sem fglgir mjer, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós Iífsins“.(Jóh. 8.12). „í dimmiim kofa birtu bar, j>ví borinn Jcsiis Kristur var Og Ijósið þaðan If/sli frá og leiddi þá, sem vildu sjá“. I Jjessu látlausa erindi eru dregin saman þau megin-sann- indi, sem hátíðahöld vor á jól- umim byggjast á. Það er sagan um Ijósið, sem skín í myrkrinu, en varð Ijós heimsins, og lýsir hverjum, sem vill opna augun og fylgja leiðsögn þess. En þarna er líka sagt frá því, hvernig jólin geta orðið hátíð þín, í raun og sannleika. Þar er ekkert minst á hin ytri skilyrði, jólaveislur, jólagjafir, jólatrje nje neitt þess háttar. En það er minst á jólaljósið, — hið mikla jólaljós, sem ber birtu um heim allan. Með dularfullum orðum, sem næstum dylja meira eti þau lýsa, er þessu sama lýst þannig í jólaguðspjaltinu: „t upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var fíuð. 1 því var lífið, og lífið var tjós mannanna". Ef þetta er dregið saman, verður það tjós- ara: Hið lifandi orð var tjós mannanna. Guð birtist í lífi Jesú Krists. „Eg er tjós heims- ins“, sagði Jesús. Það er hið al- menna tilefni jólanna. En til þess að þau geti orðið jólin þín, verður þú að uppfylla skilyrið: „Hver, sem fylgir mjer, mun alls ekki ganga í myrkri, held- ur hafa Ijós lífsins“. Ljósið get- ur ekki lýst þeim, sem ekki vilja sjá. Ilefur þú uppfylt þetta skilyrði? Hefur þú reynt að fylgja Jesú, svo að þú hafir sjálfur í þjer Ijós tífsins? „Ó, horf þú inn í huga þinn um hátið þessa, vinur minn. Er dyrum lokað, dimt og kalt? -í dauðinn riki og hjartað alt? l>á hef þú barnsins bœnamál cið breytist hjarta þitt og sál í kvöld við jólaklukknahljóm úr kofa i bjartan helgidóm". „Og tjósið skín í myrkrinu — og myrkrið hefur ekki tekið á móti því!“ Jlve óendanlega dapurt hljóma þessi síðustu orð, mitt í fagnaðarboðskap jólanna! Þau eru eins og sár og skerandi tónn, sem truflar samhljóma hinnar dýrðlegu hljómkviðu. Eiga Jmu rjett á sjer? Þannig hefur það blasað við sjónum guðspjallsritarans, hins fjöt- skygna sjáara fortíðarinnar. Og hvað sjáum vjer alt í kring um oss? Hatur, styrjaldir. Myrkrið hefur ekki enn tekið á móti Ijósi lífsins, hinu lifandi orði frá fíuði. Ekki sem lieild. En fjöl- margir eru þeir einstaklingar, sem hafa tcndrað sín tjós af hinu mikla jólaljósi, og haldið brennandi hinum heilaga eldi guðsþrárinnar, sem knýr menn til fylgdar við kærleiksmeistar- ann Jesú. iFyrir starf og tilveru þeirra höldum vér enn heilög jól. „Þjer eruð tjós heimsins", segir Jesús i fjallræðunni við hina fátæku í anda. Ilinn and- lega þurfandi og leitandi fylgj- anda Jesú, sem guðsþráin brenn ur í, hann nefnir Jseús Ijós heimsins, eins og sjálfan sig. Jesús er kominn í heiminn, ekki aðeins til að birta guðlegan kær- leika og hreinleik, heldur til að birta hann sem eiginlega eign altra manna, sem vilja sjá tjósið og leiðast af birtu þess. Þannig heldur tjósið áfram að skína í myrkrinu, og það skín sífelt meðal fleiri og fleiri manna, skærar og skærar þrátt fyrir alt. I>etta er hið ó- metanlega fagnaðarefni jólanna. Jafnvel hið dýrðlega uppluif Jó- liannesarguðspjalls, um hið lif- andi orð hjá Guði, sem birtist í mannlegu holdi, og var tjós mannanna, myndi verða að nap- urlegustu harmsögu, ef að orð- in væru algild, er segja: „myrkr- ið hefur ekki lekið á móti því“. En staðreyndin, að þeir hafa verið, og eru enn, sem hægt er að segja um, að þeir sjéu tjós heimsins, hún myndar þann fagra samhljóm, sem leysir upp hinn skerandi sundurhljóm. Að Jesús opinberaði mönnunum Guð: að orðið var Guð, það er ekki nema hálfsögð sagan. En þegar við bætist, að hann op- inberaði hinn sanna mann: að orðið var hold, þá fyrst er sag- an öll. Sá Guð, sem á engan skytdan þátt í eðli manmnns, er honum alt of fjarlægur, til þess að geta frelsað hann. En sá Guð, sem er faðir mannanna, og Iief- ur gefið þeim vísi alls þess, sem hanu sjálfur er: hann dregur fram mynd sína fyr eða síðar, jafnvel fram úr hinu svartasta myrkri. Látið því þessa jólahátíð glæða tjósið í yður sjálfum, tendrað af sjálfum föður lífs- ins. Látið það magnast að birlu og vermandi yl, uns myrkrin rjúfast og boð skaparans, er hann mætti i árdögum: „Verði ljós“, megi uppfyllast um gjör- vallan heim, „Svo skini Ijós þitt langt i frá og leiði þá, sem vilja sjá, að Jesús fæddiir einnig er við englasöng í hjarta þjer. „Þá syngja englar, himins hirð i helgri jólanætiirkyrð, um heilög jól í hjarta þjer; þar himnariki stofnað er“. I3á eru jólin orðin jólin þín. — Gleðileg jól! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.