Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 8
4 FÁLKINN JÓL ASTJAK ARNIR TÍÐUR ÞJER þá betur, mamma? Lítill fjögra ára gamall hnokki stendur fyrir framan móður sína og hidlar kviklegum kroppnum upp að hnjenu á henni, dökku gulbrúnu augun í honum eru svo stór og svo öldurhyggin, augnaráðið svo greind- arlegt eins og hjá stólpuðuin ung- lingi. Hann er alveg óvenjulega fall- egt barn, flóð af ljósum liðuðum lokkum streymir ofan af kollinum á honum, og hann er eins og smækk- uð útgáfa af Ingemansmyndum. Hverri einustu móður mætli virðast ógerningur að senda svona barn frá sjer, og þó er það einmitt þetta, sem nú er um að ræða .... og ekki einungis hann, heldur líka systir hans þriggja ára gamla, sem nú er önnum kafin að ná vatninu af gólf- inu; hún hefir skvett á gólfið úr Hösku og fengið ávítur fyrir. Með mestu natni reynir hún að ná vatni irilli þumal- og visifingurs og stinga þvi ofan í flöskustútinn, sem þa? gerði henni þann grikk að renna út um, aðeins af því, að hún sneri botn- inum á flöskunni upp. — Já, drengur minn, þá líður mjer miklu betur, skrökvar hún að litla drengnum, því að hvaða gagn er að því, að skýra honum frá hvern- ig i málinu liggur, hann skilur það ekki hvort sem er, hann var svo lítill, þegar faðir hans dó, að hann skilur ekki að síðan hefir hann ver- i'ð móður sinni bæði til byrði og hamingju, hann skilur ekki að hún er svo þreytt og svo svefnvana, að hún veit varla hvað hún gérir. En tiihugsunin ein, um það sem gerast cigi, veldur því að varir hennar titra. Hún verður að þrýsta andliti sínu niður að öxlinni á honum, svo að hann sjói ekki hvernig það af- myndast af sorginni, hún verður að kæfa niðri í sjer ekkann nokkrum sinnum áður en hún getur byrjað fullorðinslega samtalið við hann á nýjan leik. — Þú og La’lotta .... Það er gælunafn drengsins á systur sinni, siðan hann var of lítill til að geta sr.gt Charlotta .... þið eigið að búa saman, og þú ert svo stór drengur, að liú getur huggað hana með jiví, að mamma komi til ykkar livenæ.- scm hún getur. Hún kemst ekki lengra, þvi a5 „stóri“ drengurinn litli er samt sem áður ekki stærri en svo, að hann l'er að gráta og bælir andlitið i kjöltu hennar. La’Iotta kemur til þeirra og grípur annari hendinni föstu taki í hárið á honum, hún sjer. En svo fer hún að gráta líka, heldur að liann sje bara að leika þegar hún sjer að þetta er alvara. Nanna Sögaard lyftir höfðinu, augu hennar eru lokuð og munnurinn hálfopinn, en út úr hálfopnum munn inum er eins og andi reyk þess móð- urhuga, sem stendur i björtu báli hið innra, báli örvæntingarinnar, sem hefir tært alla gleði lifs liennar. Eftir THIT JENSEN jpIGI að síður, þegar Ness verk- 'Lj fræðingur kemur í bifreiðinni sinni til þess að sækja litlu systkin- in i ferðalag, er aðeins bros og roða að sjá í andliti frú Nönnu. Hún lilær við unnusta sínum, hún cr vorlega klædd, ungleg eins og hún hefði aldrei verið gift, sjeð mann sinn deyja, alið börn og barist fyr- ii’ brauðinu handa jieiin og sjálfri sjer. Hún líkist á ný Jiví, sem hún var fræg fyrir jiegar liún var ung stúlka: „Vasaútgáfa af Venus“, ynd islega liinuð, dökk og grágræn augu með gullnum bjarma og hörundið eins og bleikgult blóm. Það er ekki 5 henni að sjá, að hún hafi grátið, farðinn hefir afmáð öll vegsummerki þess, jafnvel hvarmarnir eru með mjóum, svörtum rákum, sem mynda fegrandi umgerð um augnaráðið. Það er aðeins stutta sekúndu, sem hún kreistir hendurnar, þegar stór- kista með plöggum barnanna er bor- in út og sett á burðargrindina aftan á bifreiðinni. Svo lioppar hún glað- lega til litlu barnanna, vefur sínum handleggnum utanum livort þeirra, og i aftursætinu situr hún á milli þeirra og hjalar við þau, sýnir þeim akra og kýr og hunda, sem gelta að þeim, gæsir, sem vappa meðfram girðingunum og gagga, heila hópa af gæsum, sem hafa ekki hugmynd um, að þær eiga að verða dökkbrún- ar og komast í fjelagsskap við rauð’- kál og sykraðar kartöflur á jólunum og getur Gunnar litli nú munað þegár hann át of mikið hjá Önnu frænku forðum, og varð að gista þar um nóttina? En nú er Annr frænka líka komin í kirkjugarðinn og livilir ]iar lijá eisku pabba ])eirra. svo að í næsta sinn á hann að borða jólagraut með mörgum öðrum lill- um drengjum og stúlkum, sem eiga heima í yndislegu húsi með rhiklu at blómum í garðinum, og þó að hann megi ekki tína þessi blóm.og La’lotta ekki heldur, þá mega þau tina öll þau blóm sem þau vilja úti á grundunum fyrir utan girðing- una .... En þau fá aldrei leyfi til að koma út fyrir girðinguna, kjökrar innri rödd hennar. Æjú, hugsar hún svo. þau skiftin sem jeg fæ tækifæri til að koma til þeirra förum við sam- an út fyrir girðinguna .... og guð veit, hvort það hefði ekki verið betra að jeg hefði .... Hún lýkur ekki við hugsunarferil inn, því að nú ekur bifreiðin upp að aðaldyrunum, gegnum opið hlið- ið sjer luin út í garðinn stóran völl með mörgum börnum, en liversvegna eru þau svona merkiiega hljóð, svo alt of, hræðilega vel siðuð . . : . „tam- in“ dettur henni i hug. En í sama bili tekur forstöðukonan á móti börnunum og afhendir þau geðugri ungri barnfóstru .... Gunnar er á harða hlaupum niður að liliðinu, til allra barnanna ... þegar hann snýr alt i einu við .... liann sjer móður sína koma í hum- átt á eftir, eins og hún ætli að fara að leika sjer lika, lionum verður rórra og snýr við á ný og heidur áfrain, en augnabliki siðar staðnæm- ist hann aftur og Iiorfir til baka. Frú Nanna heldur aftur áfram, nokk- ur skref, augu hennar og drengsins mætast, það vill svo einkennilega til, að brjóst drengins þenst út og Iiann andvarpar, áður en hann lield- ur áfram á ný, út i garðinn. Og í einu vetfangi er frú Nanna komin inn i bifreiðina, sem bíður tilbúin og með vjelinni murrandi, hún snýr við áður en frú Nanna hefir komið sjer fyrir í sætinu fram í, við hlið unnusta síns, og rykið á veginum er það síðasta, sem hágrátandi dreng urinn sjer af móður sinni. ^ESS verkfræðingur og frú hans ^ eignuðust brátt marga vini, ekki eingöngu vini hans, heldur líka vin- ina, sem höfðu horfið frú Nönnu sjónum, þegar hagur hennar breytt- ist. Þeir komu nú á nýjan leik, því að nú átti hún fallegt heimili, liafði skemtileg spilakvöld og, manni sín- um ti! mikils melnaðar, töfraði hún ó ný unga og stimamjúka menn. Honum var ánægja að láta hana klæðast ríkmannlega, einsog „vasa- útgáfu Venusar" sæmdi. Alt var i stuttu máli sagt í prýði- lcgasta lagi. Ness verkfræðingur dóðist að stað festii liennar, hve vel hún hjelt samning þeirra. Þegar hann bað hennar dró hann enga dul á, að hann liti aflirýðisaugum til Iiarna hennar, og það var sannfæring hans, að hjónaband þeirra yrði aldrei eins gott og á yrði kosið, ef hugur henn- ar ætti að dreifast milli hans og barnanna, sem ætíð hlutu að minna hana á fyrri manninn hennar. Hún hafði gert ofurlitla tilraun til að að sannfæra hann um, að ást henn- ai til hans mundi verða þeim mun innilegri, ef hann gæti hugsað sjer r.ð ganga í föðurslað föðurleysingj - unum tveimur, sem voru hvort öðru yndislegra. En einmitt af þvi að þau voru svo yndisleg þá vildi hann það ekki, og vegna þess hve viss hann var um ást hennar, þá kom hann því fram, að hún sætti sig við það, að börnin yrðu alin upp á barnahæli, og í staðinn lofaði hann því að tryggja framtíð þeirra, leggja þeim fje til náms þegar þar að kæmi og greiða götu þeirra eins og liann ætti þau sjálfur. Hann hafði þaraf- leiðandi lagt til hliðar fje til þessa undir eins, hann var ábyggilegur maður, og frá hans hálfu skyldu c-ngar vanefndir verða á samningn- um. Hinsvegar var hann ekki alveg viss um Nönnu, móðirin er jafnan ó- útreiknanleg. Og því meiri vhrð að- dáun hans og ást á henni, þegar hí.nn sá hve ríka stjórn hún hafði á sjálfri sjer í hvert skifti, sem börn- in bar á góma. Einn daginn greip hann sig í að hugsa svo: Maðurinn hefir feng'tð hæfileikann til að hugsa, til þess að gera sjálfan sig óánægðan. Ofurlit- ill orm-snáði nagaði hjartarætur hans og loksins skaut þessari hugs- un upp: Var hin margdáða Venus hans i vasaútgáfunni svo kaldlunda og síngjörn, a'ð hún saknaði yfir- leitt alls ekki barnanna sin'na? Hafði hið glaðværa borgarlif náð svo föst- um tökum á lienni aftur, að hún mat meira falleg föt, skemtikvöld með honum, dufl og daður en börn- in sin og áleit móðurárin þreytandi timabil úr æfi sinni, tímabil sem hún hafði fegin sjeð ljúka og með fögnuði látið i skiftum fyrir nýtt hjónaband? Og var beiðni hennar um, að hann tæki að sjer börnin sem sín eigin börn, aðeins klókinda- bragð, til þess að sýnast vera við- kvæm móðir. Að visu var svo um- talað í samningnum, að liún mætti ekki hafa börnin að umræðuefni þegar hún talaði við hann, og ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.