Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Qupperneq 37

Fálkinn - 18.12.1937, Qupperneq 37
F Á L K I N N 33 i staðnæmdist hjá Stínu og fór að spegla sig. En þegar hún sá hve ótagleg hún var þá fór hún að gráta af reiði og sparkaði i bræði sinni í spegiiinn, svo að hann fór í þús- und mola. Og þá stóð þarna eftir hún Stína litla, sem hafði fengið svo harða refsingu fyrir lijegómagirnd- ina. Nú var hún orðin lítil og lag- leg telpa aftur, með tindrandi brún augu og jarpa, liðaða lokka. „Hjartans þakkir fyrir, telpa mín, þú hefir gert mjer óumræðilegan greiða með því að leysa mig úr á- Skraut á Ykkur finst það kanske ekki ó- merkilegt að geta búið til körfur, sem taka sem mest af sælgæti. Og þær eru búnar til úr basti eða pappir. Kaupið ykkur dálítið bast i btómaverslun, og útvegið ykkur spjald al' stífum pappa. Úr honum klippið þið ræmu, eins og sýnt er til vinstri á myndinni. Röndin með krossunum er til að líma fasta, og púnktalínan er röð af smágötum, sem stungin eru i pappann með al. Til þess notið þið reglustiku og gætið þess, að götin sjeu með jöfnu millibili, og eins. Næst limið þið endana saman, svo ræman myndar hólk, og hann fóðrið þið svo með bastinu, en það verður að liggja sljett. Ef þið þurfið að hnýta það saman, verða hnútarnir að vera inn- an í hólknum, svo þeir sjáist ekki. Nú er búin til kringlótl plata úr pappa, sem er ofurlítið meiri um sig en hólkurinn. Rönd þessarar skífu er stungin götum, og síðan er botninn saumaður með bastþráðum við götuðu röndina á hólknum. Hankinn er búinn til úr mjórri papparæmu, sem er vafin basti og limd innan i körfuna, á endunum. ----x---- Skrautfesti. Klippið úl eins langar ræmur og þið getið, úr gráum eða bláum pappir, af þeirri breidd, sem efsta teikningin sýnir, og brjótið þær i víxlbrot („harmoniku"). Notið sið- an teikuinguna fyrir fyrirmynd og teikníð hana á efsta brotið (1. mynd). Klippið síðan myndina út og dragið brotin sundur. Klippið út jólasveinahúfur úr rauðum pappír og limið á höfuðin, þannig að and- litið nái upp að púnktalínunni á húfunni (2. mynd). Ennfremur má setja bómullarskegg á suma jóla- sveinana. Þegar þið hafið búið til lögunum og gera mig að manneskjti aftur“, sagði Stina og faðmaði telp- una að sjer. „Og þú hefir lika van- ið mig af þeim ósið að dáðst að mjer í speglinum. Nú skal enginn hafa ástæðu til að skopast að mjer framar yfir því að jeg skoði mig i spegli bæði í tíma og ótíma“. Og Stína litla hjelt það heit trú- lega. Eftir þetta leit hún aldrei i spegil nema þegar hún þurfti að aðgæta, hvort hún væri hrein í framan. jólatrje. eins margar ræmur og þið þurfið, limið þið þær saman á endunum og svo vefjið þið lengjunni um jóla- trjeð, grein af grein. Litlar lengjur með svo sem 10 jólasveinum, má nota sem borðskraut. ----x---- Fljettaðir pokar. Þið takið gljápappirsblað 7 cm. :i kant og skerið það eins og sýnt er á myndinni efst. Til vinstri eiga ræmurnar að hanga saman á stykki, sem er jafnbreitt og hver ræma fyrir sig. Til hægri sýnir púnkta- linan ræmu, sem limd er á endana, þversum. Neðst er sýnt, hvernig l'Ijettað er, og er það einfalt mál. Mislitum ræmum 1 cm. á breidd er brugðið í gegn og endinn þvi næst límdur, svo að ræman drag- ist ekki út. Siðan er fljettaða stykk- ið snúið saman í kramarahús og límt, þannig, að hvíta brúnin lendi undir þeirri mislitu, sem límd var á. Hankinn er þvínæst líindur i, og eins má líma mislita brún að ofan, e*' vill. Litlar jólastjörnur. Þessar stjörnur eru fallegar og auðveldar að búa til. Takið fjórar pappírsræmur um 40 cm. á lengd og Vj cm. á breidd, klippið odda á endana og brjótið þær í miðju (mynd 1). Þvínæst eru þær fljett- aðar saman eins og mynd 2 sýnir og siðan er efri teymingurinn af þessum tvöföldu ræmum beygður yfir ferhyrnda miðstykkið þannig, að hann liggi eins og púnktalínan. Byrjið á ræmu 1 og endið á ræmu 4, þannig, að 4 er beygð inn undir þá fyrstu (1) og síðan dregin út. Næst búið þið til oddana á stjörn- una úr endunum á þeim ræmum, sem nú eru orðnar stytstar, sjá mynd 3. Leggið fyrst ræmuna út á við, samsiða hinum tveim og beyg- ið hana síðan niður, eins og púnktalínan segir til, beygið síðan stuttu ræmuna til vinstri, svo að hún liggi yfir löngu miðræmuna, þannig, að efsti þrihyrningurinn leggist tvöfaldur, og stingið svo ræmunni inn undir ferhyrninginn. sem er púnktaður á mynd 4. Þann- ig er farið að við allar stuttu ræm- urnar, síðan er snúið við og farið eins með þær löngu. Að því loknu litur stjarnan út eins og sjest á nr. 5, Nú verður að búa til odda á stjörnuna úr þessum fjórum ræm- um, og eru þær þá fljettaðar inn í stjörnuna, eins og sjest á mynd 0, brotnar í smá odda, og síðan klipt af það, sem ofaukið er, þannig, að stjarnan sje nú með 8 oddum, 4 livoru megin. Hankinn er búinn til úr blómavír (mynd 7) og stungið gegn um stjörnuna, þar sem hún er nierkt með krossi. Litli krókurinn varnar því, að stjarnan detti af vírnum. Þessar stjörnur má búa til af ýmsum stærðum. Þegar þær eru fullgerðar, má bera á þær eggja- hvítu með pensli og síðan strá yfir þær bóraxdufti; þá glitra þær eins og hrím. Nú hefi jeg sýnt ykkur ýmislegt, sem þið getið notað til þess að skreyta jólatrjeð ykkar með. Þau ykkar sein eruð stærri fáið víst að skreyta jólatrjeð sjálf og þá er um að gera, að sýna sem mesta hug- kvæmni i þvi, að gera það verulega fallegt. — Jeg el'ast ekki um, að þið kunnið mörg ráð til þess. Og svo óska jeg ykkur öllum GLEÐILEGRA JÓLA! Tóta frænka. FuUkomnasti JÓLABASAR LANDSINS o er að vanda í EDINBORG Allir krakkar

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.