Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 20

Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 20
1() F Á L K 1 N N "\T IÐ SÁTUM nokkrir kátir * veiðimenn kringum bálið í skóginum og vorum að tala um stjettaþóttann til forna, þegar ungur listamaður, sem var al- kunnur fyrir ótrúlegustu uppá- tæki, fór að segja frá: „Þegar jeg var nýgiftur álti jeg heima í afskektu skógar- bolti fyrir ofan Osló, og þetta varð langur og skrítinn vetur. Það var langt til nágranna, svo að konan mín var lirædd við að vera ein með stúlkunni, og þetta var mikill snjóavetur, svo að við urðum að nola skiði, þegar við dróum malbjörg að heimilinu. Og svo var það á aðfangadagsmorgun, að blöðin birlu myndir af tveimur hættu- legum glæpamönnum, sem höfðu strokið úl betrunarhúsinu þá um nóttina. „Ha-—ha!“ sagði jeg við konuna mína, „það bregst ekki að við fáum heim- sókn í dag —• því að við liggj- um vel við fyrir fólk, sem vill leynast i skóginum“. „Guð sje oss næstur!“ hrópaði hún, „er þjer alvara að halda, að þeir komi hingað“. „Vitanlega geta þeir komið hingað“, segi jeg — „og komi þeir þá finst mjer sjálfsagt að bjóða þeim inn og gera þeim gott, úr því að jólin eru komin“. Nú skal jeg taka fram, að konan min er af gamalli og íhaldssamri embættismannaætt, og jafnvel meðan við vorum sem fátækust gat jeg stundum ekki annað en glott að sljetta- þóttanum í henni. Þó að við ættum heima í litlum verk- mannabústað, kom það ekki til mála, að rukkari fengi að stíga inn fyrir þröskuldinn á komp- unni, sem við kölluðum borð- stofu. Betlurum var gefinn mat- arbili, en þeir urðu að standa úti í ísköldum göngunum og stífa hann úr hnefa, því að það var ekki rúm í eldhúsinu, og í borðstofunni, — maður liefði átt að minnast á það „Það væri þjer likt að bjóða þeim inn“, segir hún, en getur ekki varist brosi, því að henni fanst tilhugsunin svoddan fjar- stæða. „En jeg verð endilega að fara inn i bæ í dag, og mjer er um og ó, að fara ein um skóginn*. „Eins og jeg fylgi þjer ekki á stöðina“, segi jeg. Og það gerði jeg. En áður en hún steig inn í lestina, gaf hún mjer ýms góð ráð og áminning ar. „Aflæstu hurðinni vel, fyrir alla muni, hver sem kynni að fara hjá!“ Jeg lofaði öllu og flýtti mjer heim. Vinnukonan var JOHAN BOJER: MINNINGA-BIKARINN vitanlega lafhrædd, að þurfa að vera ein þessa stuttu stund. En jeg liafði það líka á til- finningunni þennan morgun, að j.eg væri langt frá fólki. Skóg- urinn kringum liúsið var svo drungalegur, húsið svo tómlegt og fótatak mitt svo skrjáfmikið, að það hlaut að heyrast langar leiðir. Jeg reyndi að taka mjer eitthvað fyrir liendur, en það strandaði alt. Jeg var að hugsa um flóttamennina tvo og ldó að sjálfum mjer. „Ekki ert þú víst hræddur?“ sagði jeg — „ertu genginn af göflunum?“ En jeg' var eirðarlaus og labb- aði úr einu berberginu í annað, eins og jeg væri að biða eftir að eittbvað skeði. Og svo er alt í einu hringt. Stúlkan kemur ,inn náföl og segir að tveir menn standi fyrir rtan. „Hvað vilja þeir?“ „Jeg veit ekki. Þeir sögðust vilja koma inn. En jeg þorði ekki að opna. Þeir eru svo und- arlegir“. Jeg leit á skammbyssuna sem hjekk upp á þili, en Ijet hana vera og fór sjálfur fram i gang til þess að opna. Og úti í snjónum standa tveir menn, annar mjór og pervisa- legur, blár af kulda og með gleraugu, liinn gildur og mik- ill í herðunum. Þeir virðast hafa öslað snjóinn lengi, og þeir hafa þetta undarlega augna- tillit, sem menn og dýr hafa, þegar neyðin knýr þau til, að þola engin mótmæli. „Góðan dag‘ , sega þeir og bera hendina upp að húfunm og eru kurteisir, en um leið stíga þeir feti nær, með ákveðn- um svip. „Góðan dag“, svara jeg. „Okkur langar í matarbita og fá að hita okkur svolitið“, scgja þeir. „Já, gerið þið svo vel og komið þið ínn“, segi jeg, „það er víst kalt að vera á ferð í skóginum í dag“. Þegar kom inn í ganginn stóðu þeir kyrrir með húfuna í hendinni. „Kanske við megum koma inn i eldhúsið“, segja þeir og súpa liveljur. En nú datt mjer nokkuð í hug, því að jeg var bæði bóndinn og hús- freyjan á heimilinu. — „Gerið þið svo vel að koma inn í borð- stofuna", segi jeg og opna fyrir þeim. „Og hvað þóknast ykkur að fá að borða?“ Þeir fóru innfyrir dyrnar og stóðu þar kyrrir og sneru húf- unum sínum og litu á lappir sjer. Þeir fóru allir hjá sjer yfir þessum viðtökum og virl- ust vera að hugsa um, að leggja a flótta. „llvað við viljum að borða? Það varðar minstu livað það er. Brauðbita eða graut eða eitthvað sem hendi er næst“. „Eða svolítið buff?“ sagði jeg. Þeir litu livor á annan og síðan grunsemdarlega á mig. „Já, það er afbragð“, sögðu þeir, „en við erum i tímahraki, svo að við megum ekki bíða lengi“. Jeg kallaði á stúlkuna og bað liana að steikja buff. „Og hvað viljið þið drekka með matn- um?“ — Dreklca? Aftur gutu þeir til mín grunsemdaraugum, eins og þeir hjeldu, að jcg befði þá að spolli. „Við drekk- um bvað sem er!“ sagði maður- inn með gleraugun. „Vatn eða nijólk eða kaffisopa“. „Eða öl!“ „Öl, livort það nú væri, en „Og glas af rauðvíni?“ „Rauðvín, hmm“. Þeir liorfð- ust aftur á og fansl vísí keyra úr liófi. Svo bað jeg stúlkuna um að sækja öl og eina flösku af rauðvíni og þegar maturinn kom settist jeg hjá þeim og borðaði með þeim. Við fórum bráðlega að rabba saman. Mjer var fyllilega ljóst hverjir gestirnir voru, þess- vegna var gaman að heyra þá sjálfa skýra frá, hvaðan þeir kæmu og hvert þeir ætluðu. Sá guggni með gleraugun hafði verið sýsluskrifari — sagði hann og spurði ófeiminn livort jeg þekti þann o'g þann hreppstjóra eða þann og þann sýslumanninn. Hann sparaði ekki að láta heyrast að hann væri mentaður maður, sem kynni að nola erlend orð. Því miður misti hann stöðuna í fyrra, vegna veikinda. Og nú ætlaði liann að reyna að kom- ast lil Drammen og fá eitthvað að gera. Hinn var sjómaður, bátsmað- ur, en óráðinn. Hann ætlaði að fylgjast með æskuvini sínum til Drammen og vonaði að fá eitl- hvað að gera þar. Hann var með grásvartan skegghýung, hálfsköllóttur en virtist vera undir fertugu. TEG TRIJÐI ÖLLU sem þeir J sögðu og við átum og drukk- uni, og urðum sífell vinsam- legri. Hitinn þýddi loppna lim- ina og maturinn og vínið kom meira að segja fram roða i kinnunum á sýsluskrifaranum. Hann var orðinn klökkur, þeg- í' bann var að segja fró lífinu hjá sýslumanninum, fallegu ciætrunum og jóladansleikjun- um. Þá var nú gaman að lifa þegar maður rifjar það upp fyrir sjer. Bátsmaðurinn var þögull, en hann virtist dáðst að fjelaga sínum eins og hann vildi segja: „Mikið skramhi lekst þjer upp! En nú datt mjer nokkuð í bug, „Heyrið þið“, sagði jeg og gerði mig sem vandræðalegast- an. „Vitið þið liver jeg er?“ Nei, það vissu þeir ekki. „Nei“, sagði jeg, „því að ef þið vissuð það, þá munduð þið ekki sitja hjerna og borða með mjer“. „Nú“, þeir góndu báðir á mig undrandi og forvitnir. „Já“, sagði jeg, enn vandræðalegri. „Mjer þýðir víst ekki að fara í felur með það, hm. Jeg liefi .... jeg er nýkominn úr tugthúsinu“. Þeir hrukku báðir við, og sýsluskrifarinn misti gaffalinn sinn. Þeir borfðu hver á annan og' siðan á mig. Það var liljótt við borðið um slund, og báðir brostu eins og' þeir tryðu ekki. „í tugthúsinu — þjer!“ sögðu þeir, nei, afsakið þjer — enginn skyldi telja þeim trú um það. „Jú“, sagði jeg — „jeg var dæmdur í þriggja ára hegning- arvist í fyrra, en svo l'jekk jeg refsingunni breytt i misseris betrunarhús. Þið vilið máske að það er liægt?“ Ja-há, það vissu þeir ~~ vissu það báðir. Svo sátum við allir þegjandi um stund. „Og' livað höfðuð þjer gert ilt af yður?“ spurði skrifarinn. „Jeg var sem snöggv- asl einn í gullsmíðaverslun —• og svo varð mjer það á að stinga ofurlitlum hlut í vasa minn — og svo kom gullsmið- urinn og læsti hurðinni, og svo vildi þannig til, að jeg hafði lmíf á mjer ....“ „Ha?“ sagði skrifarinn. „Æ, æ“, sag'ði bátsmaðurinn og bætti svo við. „Já, þessir lmífar!“ En samtímis töluðust þeir við með fótunum undir borðinu, þeir stigu á tærnar livor á öðrum og virtust loks verða sammála og rjett á eftir sagði skrifarinn: „Þá erum við nú eiginlega fje- lagar skál?“ Ha, jeg skildi ekki í neinu. „Jú“, sagði báts- maðurinn og glotti, „við erum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.